Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Helstu nytjaplöntur heimsins Kalkúnakjöt er tiltölulega nýtt á matseðli Íslendinga. Fyrstu heimildir um kalkúnakjöt hér á landi tengjast bandaríska setuliðinu í heimsstyrjöldinni síðari sem flutti inn mikið af því í tengslum við þakkargerðar- hátíðina. Kaþólski presturinn á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði var með nokkra kalkúna í eldi á fimmta áratug síðustu aldar. Samkvæmt áætlun FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, nam heimsframleiðsla á kalkúnakjöti tæpum sex milljón tonnum árið 2015 og hefur framleiðslan aukist um tæp milljón tonn frá síðustu aldamótum. Bandaríki Norður-Ameríku ala allra þjóða mest af kalkúnum eða um helming framleiðslunnar og er framleiðslan mest í fimm ríkjum, Minnesota, Norður-Karólínu, Arkansas, Missouri og Virginíu. Sé horft til annarra heimsálfa er Evrópa í öðru sæti með um tvær milljónir tonna og mest er ræktað í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandseyjum og Austurríki, frá rúmri hálfri milljón tonna niður í um hundrað tonn. Suður-Ameríka er í þriðja sæti með um 700 þúsund tonn og eru Brasilía og Síle þar atkvæðamest. Tölur frá Asíu, Afríku og Eyjaálfunni eru ónákvæmar og ræktun á kalkúni óveruleg í alþjóðlegu samhengi. Erfitt er að segja til um fjölda kalkúna í eldi í heiminum en samkvæmt samantekt FAOSTAD má gera ráð fyrir að þeir séu rúmlega 800 milljón. Kalkúnar eru í öðru sæti þegar kemur að fjölda nytjafugla í heiminum á eftir kjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var slátrað 41.724 kalkúnum á Íslandi árið 2013 og framleiðslan rúm 227 tonn. Árið 2015 hafði fjöldi slátraðra fugla aukist í 50.065 og framleiðslumagnið í rúm 318 tonn. Steingervingar Elstu steingervingar fugla sem teljast forverar nútíma kalkúna eru um 23 milljóna ára gamlir og hafa allir fundist í Norður-Ameríku. Af steingervingunum að dæma voru forverar minni og talsvert ólíkir kalkúninum sem við þekkjum í dag. Náttúruleg útbreiðsla og hegðun Náttúruleg heimkynni villtra kalkúna eru í Norður-Ameríku og norðanverðu Mexíkó og er kjörsvæði þeirra í blönduðum lauf- og barrskógum með opnu gras- og deiglendi á milli. Fæðuval kalkúna er fjölbreytt og þeir nánast alætur Kalkúnar tilheyra samnefndri ætt fugla sem inniheldur tvær tegundir en var mun fjölbreyttari fyrr á tímum. Tegundin Meleagris gallopavo er forveri alikalkúna og stór hluti villtra kalkúna tilheyrir henni. Tamur kalkúnar, M. ocellata, er fágætari og finnast helst í skógum á Yucatánskaga í Mið-Ameríku. Kalkúnar eru skyldir skógarhænsnum og rjúpu. Villtir kalkúnar, M. gallopavo, eru stórir og háfættir fuglar. Fullvaxinn karlfugl getur náð allt að þrettán kílóum að þyngd en kvenfuglinn er léttari. Í eldi geta fuglarnir orðið mun þyngri og dæmi eru um alikalkúna sem hafi náð tæpum fjörutíu kílóum að þyngd. Kalkúnar eyða mestum tíma sínum á jörðinni og geta á góðum spretti náð 40 kílómetra hraða á klukkustund. Ungir fuglar geta flogið stuttar vegalengdir á allt að 90 kílómetra hraða á klukkustund. Vænghaf fullvaxinna fugla nær allt að 1,8 metrum. Villtir kalkúnar eru að mestu með dökkar fjaðrir, brúnar, mórauðar, gráar eða svartar með hvítum skellum eða yrjum og bryddingum á fjaðurendunum. Kvenfuglar eru ekki eins litríkir Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kalkúnar eru félagsverur og hávaðarsamir og sýna greinileg merki um streitu séu þeir einangraðir frá öðrum fuglum. Samkvæmt áætlun FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, voru framleidd tæp sex milljón tonn af kalkúnakjöti í heiminum árið 2015. Kalkúnar í lausagöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.