Bændablaðið - 17.11.2016, Page 38

Bændablaðið - 17.11.2016, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 var að mestu utandyra fyrstu aldirnar og voru þeir reknir í flokkum á markað og höndlað með þá lifandi. Það var ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld sem kalkúnar urðu almenn hátíðarfæða í kjölfar aukins verksmiðjubúskapar og betri kælitækni. Í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að borða kalkúnakjöt á þakkargjörðarhátíðinni annan mánudag í nóvember. Upprunalega var hátíðin eins konar töðugjöld til að fagna uppskeru liðins árs. Einnig er hefð fyrir því að Bandaríkjaforseti veiti kalkúni sem á að vera á matseðli Hvíta hússins á þakkargerðarhátíðinni líf. Lífgjöfin er þó aðeins tímabundin því fuglinn endar oftast á jólamatseðli Hvíta hússins nokkrum vikum seinna. Benjamin Franklin, einn þeirra sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, vildi að kalkúnninn yrði gerður að þjóðarfugli Bandaríkjanna. Honum tókst ekki að vinna hugmyndinni brautargengi og í stað kalkúnsins er það skallaörn. Rök Franklins gegn skallaerninum voru að hann væri ránfugl og hrææta sem stæli mat frá öðrum dýrum og þar af leiðandi skræfa en að kalkúnninn væri hugrakkur nytjafugl. Reyndar væri skondið ef Franklin hefði náð sínu fram og að það væri kalkúnn í skjaldarmerki Bandaríkjanna og þar af leiðandi kalkúnn framan á bandaríska vegabréfinu í stað arnar. Hávaðasamir og félagslyndir fuglar Kalkúnar eru félagsverur og hávaðasamir og sýna greinileg merki um streitu séu þeir einangraðir frá öðrum sér líkum. Fullorðnir kalkúnar þekkja aðra fugla í sama hópi og sé ókunnugur kalkúnn setur í hóp er hiklaust ráðist á hann, hann rekinn burt eða drepinn. Kalkúnar á Íslandi Saga kalkúnaeldis á Íslandi er stutt og neysluhefðin stutt. Vitað er að bandaríska hernámsliðið flutti til landsins mikið af kalkúnakjöti á stríðsárunum og þá aðallega í kringum þakkargerðarhátíðina. Kaþólski presturinn á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði var með nokkra kalkúna í eldi á fimmta áratug síðustu aldar og Karmelsystur ráku síðar lítið fuglabú á sama stað og ræktuðu meðal annars brúna kalkúna. Einhverjir fengu egg hjá prestinum og nunnum og reyndu fyrir sér með að rækta kalkúna sér til gamans og til sölu. Málfríður Bjarnadóttir, ekkja Jóns Guðmundssonar á Reykjum í Mosfellsdal, segir að Jón hafi fengið sína fyrstu kalkúna frá kaþólska prestinum á Jófríðarstöðum, einn hana og tvær hænur, skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og haft kalkúnaeldi fyrir tómstunda- gaman í mörg ár. Í Sögu alifuglaræktunar á Íslandi segir að Hálfdán Bjarnason og Geirmundur Guðmundsson í Reykjavík og að fyrirtækið Vængir hf. hafi ræktað og selt kalkúnakjöt um miðja síðustu öld. Eldi á kalkúni var einnig reynt í Austurkoti í Flóa um tíma. Á árunum1945 til 1961 var kalkúnaeldi í Hraunkoti í Grímsnesi. Þrátt fyrir góðan vilja náði ræktunin ekki fótfestu. Árið 1965 flutti Jón Guðmundsson á Reykjum inn kalkúnaegg frá Noregi af kyni sem nefnist White Beltsville og eru fuglarnir hvítir eins og nafnið gefur til kynna. Á forsíðu Vísis 22. október 1966 segir í fyrirsögn „Íslenzkur kalkúnn á markað fyrir jól“ og í undirfyrirsögn, „Jón á Reykjum hefur hafið kalkúnarækt“. Í fréttinni segir að „Jón Guðmundsson, bóndi að Reykjum í Mosfellssveit, sem fyrir löngu er kunnur sem athafnamaður á sviði alifuglaræktar, hefur nýlega hafið ræktun ali kalkúna. Til þessa hefur alifugla starfsemi Jóns aðallega takmarkazt við kjúklingarækt og hafa verið aldir kjúklingar af svokölluðu „Plymouth Rock“ kyni. Hefur sú starfsemi gefið allgóða raun. Nú hefur Jón sem sé tekið þá ákvörðun að færa út kvíarnar og hefja starfrækslu kalkúnræktarstöðvar. Að því er Jón sagði fréttamanni Vísis á dögunum, er hann bjartsýnn á kalkúnræktina. Hann býst við að geta sent á markaðinn fyrir jólin um 75 kalkúna, en hver þeirra vegur um 5 kíló. Ekki kvaðst Jón kvíða því að geta ekki selt kalkúninn, enda er hann talinn herramanns matur. Jón kvað byrjunina að þessari ræktun vera þá, að hann keypti egg frá Noregi, og hefur hann síðan alið ungana í sumar. Kalkúnarnir eru af svokölluðu „Beltsville White“ kyni, en það er nefnt eftir borginni Belts ville í ríkinu Maryland á vesturströnd Bandaríkjanna. Í þeirri borg var fyrrgreint kyn ræktað upp, eftir allvíðtækar kynbætur. Er það samdóma álit sérfræðinga, að kynbætur þessar hafi tekizt afburðavel, enda eru Bandaríkjamenn framarlega á þessum sviðum.“ Árið 1972 var fluttur inn stórvaxnari stofn af sama kyni frá Bretlandi. Upp úr 1990 fer að bera talsvert á auglýs ingum um kalkúnakjöt í blöðum samhliða kalkúnauppskriftum. Kalkúnaeldi og neysla hefur verið í talsverðum vexti undanfarin ár og í dag þykir sjálfsagt að hafa kalkún á matseðlinum yfir jólahátíðina. Matreiðsla kalkúnakjöts Á heimasíðu Ísfugls segir að steikingartími kalkúnakjöts sé mismunandi og fari eftir því hvort fuglinn er heill eða í bitum. Mjög mikilvægt er að gæta hreinlætis þegar fuglakjöt er eldað. Vökvi úr kjötinu má aldrei snerta grænmeti eða aðra ferska matvöru. Alltaf skal gegnsteikja kalkúnakjöt, en muna að bringurnar eru magurt kjöt og geta því þornað við of langa steikingu eða á grilli. Við steikingu á kalkúnabringum er miðað við 30 til 40 mínútur á hvert kíló við 170° á Celsíus. Gott getur verið að brúna bringurnar fyrst á pönnu og miða þá við aðeins styttri steikingartíma. Magurt kjöt er gott að hægelda við lágan hita, til dæmis 140° á Celsíus í um það bil 50 til 60 mínútur. Kalkúnalæri og -leggi í ofnrétti er gott að elda við lágan hita, 160° á Celsíus í um eina og hálfa klukkustund. Heill fylltur kalkúnn skal steikjast í 40 til 45 mínútur fyrir hver kíló við 160° á Celsíus. Steikingartími er aðeins styttri, eða 30 mínútur á hvert kíló ef fuglinn hefur ekki verið frystur. Mjög gott og jafnvel nauðsynlegt er að nota kjöthitamæli við eldun, því ofnar og grill geta verið misjöfn. Alltaf skal miða við kjarnhitann 70° á Celsíus á fullsteiktu kalkúnakjöti.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.