Bændablaðið - 17.11.2016, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Sauðfjársæðingar 2016
– Mikilvægi sauðfjársæðinga
Óhætt er að fullyrða að
einn áhrifamesti þátturinn
í sauð fjárkynbótum hér á
landi síðustu áratugina séu
sauðfjársæðingarnar. Þær gefa
færi á aukinni notkun á reyndum
úrvalsgripum en notkun á þeim
í ákveðnum mæli hámarkar
erfðaframfarirnar.
Rannsóknir hafa sýnt að til
þess að hámarka erfðaframfarir í
íslenskri sauðfjárrækt væri æskilegt
að um 15% af ánum væru sæddar,
35% fái við reyndum heimahrútum
og 50% fái við lambhrútum. Allt
byggir þetta jú á því að val hrúta
á öllum stigum heppnist sem
skyldi en þar höfum við nokkur
öflug hjálpartæki. Má þar nefna
ómmælingarnar, líflambadómana,
EUROP matið og kynbótamatið.
Augljós dæmi eru um ávinning
sæðinganna. Kemur það m.a.
fram í því að ef borin eru saman
þau bú sem skara framúr í gæðum
og magni afurða við lakari bú að
sæðingar eru mun meira stundaðar
af fyrrnefnda hópnum. Eins ef
má rekja framfarir í einstaka
eiginleikum að stærstum hluta til
stöðvarhrútanna. Þannig spilaði t.d.
val og notkun sæðingastöðvahrúta
stóran þátt í að góður árangur hefur
náðst á tiltölulega stuttum tíma í
ræktun fyrir hóflegri fitusöfnun.
Við val á sæðishrútum eru
menn hvattir til að nota fleiri
hrúta en færri og vera duglegir að
prófa þá nýju hrúta sem nú koma
inn á stöðvarnar. Hrútarnir standa
vissulega fyrir mismunandi kosti
og henta því misjafnlega fyrir
einstök bú, en allir eiga þeir að
hafa eitthvað til brunns að bera
sem úrvalskynbótagripir.
Hrútavalið 2016
Í þeirri hrútaskrá sem bændur munu
fá í hendur á næstu dögum verður
kynntur sá öflugi hrútakostur sem
í boði verður á komandi fengitíð.
Reynt er að hafa úrvalið fjölbreytt,
því hluti af ræktunarmarkmiðinu
er að varðveita fjölbreytileikann
m.t.t. þátta eins og hornalags,
lita og ullargæða. Í hrútaskrá má
finna yfirburðaeinstaklinga fyrir
ákveðna eiginleika en jafnframt
fjölgar stöðugt hrútum sem sameina
ólíka kosti og telja má sem alhliða
kynbótahrúta.
Í skránni eru 48 hrútar. Hyrndir
hrútar eru 31 og þar af 12 nýir.
Kollóttir hrútar eru 13 og þar af
5 nýir. Þetta er sami fjöldi nýrra
hrúta og teknir voru inn á síðasta
ári í þessa flokka. Áfram er á stöð
feldfjárhrúturinn Lobbi 09-939. Þá
eru tveir forystuhrútar í hópnum
og annar þeirra er nýr á stöð (Gils
13-976). Síðan var tekinn inn
glæsilegur ferhyrndur hrútur, Alur
13-975 frá Þúfnavöllum 2. Í töflu
1 má sjá lista yfir hrútakostinn og
staðsetningu þeirra í vetur, en hluti
þeirra dvelur á Sauðfjársæðingastöð
Suðurlands í Þorleifskoti og hluti
þeirra á Sauðfjársæðingastöð
Vesturlands í Borgarnesi. Nýju
hrútarnir eru listaðir upp á eftir
reyndu hrútunum í töflunni og eru
skáletraðir.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Eyþór Einarsson
ábyrgðamaður í sauðfjárrækt
ee@rml.is
Búnaðarsamtök Vesturlands Mán. 21. nóv. Hvanneyri kl. 20:30
Búnaðarsamtök Vesturlands Þri. 22. nóv. Grunnskólinn Reykhólum kl. 14:00
Búnaðarsamtök Vesturlands Þri. 22. nóv. Breiðabliki, Snæfellsnesi kl. 20:30
Búnaðarsamtök Vesturlands Mið. 23. nóv. Holt, Önundarfirði kl. 17:30
Búnaðarsamtök Vesturlands Fim. 24. nóv. Dalabúð, Búðardal kl. 20:00
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Mán. 28. nóv. Sævangur, Ströndum kl. 13:30
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Mán. 28. nóv. Ásbyrgi, Miðfirði Kl. 20:00
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Þri. 29. nóv. Sal BHS Húnabr. 13, Blönduósi kl. 13:30
Búnaðarsamband Skagafjarðar Fim. 24. nóv. Tjarnarbær, Sauðárkróki kl. 20:00
Búnaðarsamband Eyjafjarðar Mið. 30. nóv. Hlíðarbæ kl. 20:00
Búnaðarsamband S-Þingeyinga Þri. 29. nóv. Breiðamýri kl. 20:00
Búnaðarsamband N-Þingeyinga Þri. 29. nóv. Svalbarði, kl. 13:00
Búnaðarsamband Austurlands Mán. 28. nóv. Breiðdalsvík, Hótel Bláfell, kl: 15:00
Búnaðarsamband Austurlands Mán. 28. nóv. Hótel Valaskjálf (Þingmúli), Egilsstöðum kl. 20:00
Búnaðarsamband Suðurlands Mán. 21. nóv. Hótel Klaustur kl. 13:00
Búnaðarsamband Suðurlands Mán. 21. nóv. Smyrlabjörg kl. 20:00
Búnaðarsamband Suðurlands Þri. 22. nóv. Smáratún, Fljótshlíð kl. 14:00
Búnaðarsamband Suðurlands Þri. 22. nóv. Þingborg kl. 20:00
Hyrndir hrútar: Hyrndir hrútar:
Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd Borkó 11-946 frá Bæ, Árneshreppi
Salamon 10-906 frá Hömrum, Grundarfirði Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði
Höfðingi 10-919 frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal Jónas 12-949 frá Miðgarði, Stafholtstungum
Kölski 10-920 frá Svínafelli (Víðihlíð), Örævasveit Kjarni 13-927 frá Brúnastöðum, Fljótum
Kornelíus 10-945 frá Stóru-Tjörnum, Ljósavatnsskarði Burkni 13-951 frá Mýrum 2, Hrútafirði
Drífandi 11-895 frá Hesti, Borgarfirði Dreki 13-953 frá Hriflu, Þingeyjarsveit
Kraftur 11-947 frá Hagalandi, Þistilfirði Grímur 14-955 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Hrauni 12-948 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi Malli 12-960 frá Bjarteyjarsandi, Hvalfjarðarsveit
Kaldi 12-950 frá Oddstöðum, Lundarreykjardal Stólpi 13-963 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi
Lækur 13-928 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum Toppur 13-964 frá Kaldbak, Rangárvöllum
Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum, Fitjárdal Kústur 14-965 frá Garði, Þistilfirði
Tangi 13-954 frá Klifmýri, Skarðsströnd Vinur 14-966 frá Haukatungu, Snæfellsnesi
Gróði 11-958 frá Hólsgerði, Eyjafirði Tinni 15-968 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Hörður 11-959 frá Gerði, Suðursveit Alur 13-975 frá Þúfnavöllum 2, Hörgárdal - Ferhyrndur
Bergur 13-961 frá Bergsstöðum, Miðfirði Ungi 13-938 frá Sandfellshaga 1, Öxarfirði – Forystuhrútur
Klettur 13-962 frá Borgarfelli, Skaftártungu
Bjartur 15-967 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
Hroki 15-969 frá Hesti, Borgarfirði
Gils 13-976 frá Klukkufelli, Gilsfirði - Forystuhrútur
Kollóttir hrútar: Kollóttir hrútar:
Roði 10-897 frá Melum 1, Árneshreppi Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Eyjafjöllum
Krapi 13-940 frá Innri-Múla, Barðaströnd Hnallur 12-934 frá Broddanesi 1, Kollafirði
Serkur 13-941 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi Voði 13-943 frá Heydalsá, Steingrímsfirði
Magni 13-944 frá Heydalsá, Steingrímsfirði Brúsi 12-970 frá Kollsá, Hrútafirði
Þoku-Hreinn 13-937 frá Heydalsá, Steingrímsfirði Ebiti 13-971 frá Melum 1, Árneshreppi
Fannar 14-972 frá Heydalsá, Steingrímsfirði Plútó 14-973 frá Heydalsá, Steingrímsfirði
Lobbi 09-939 frá Melhól, Meðallandi - Feldfjárhrútur Spessi 14-974 frá Melum 1, Árneshreppi
Hrútaskráin er væntanleg
úr prentun mánudaginn 21.
nóvember.
Ritstjóri hennar er, líkt og
undanfarin ár, Guðmundur
Jóhannesson en textar um hrúta
eru ritaðir af sauðfjárráðunautum
RML. Í kjölfar útgáfunnar hefst
röð kynningarfunda á vegum
búnaðarsambandanna vítt og
breitt um landið og þar verður m.a.
skránni dreift. Á fundunum
munu sauðfjárráðunautar RML
lýsa kostum hrútanna og ræða
ræktunarstarfið. Yfirlit yfir
fundina er að finna í töflu 2.
Vonandi sjá sem flestir
áhugamenn um sauðfjárrækt
sér fært að mæta og bændur
hvattir til að vera duglegir að
nýta sér kosti sæðinganna til
að kynbæta fé sitt.
„Hrútafundir“
og hrútaskrá
HRÚTASKRÁ
Sauðfjársæðingastöð Vesturlands
Sauðfjársæðingastöð Suðurlands
2016 - 2017