Bændablaðið - 17.11.2016, Side 49

Bændablaðið - 17.11.2016, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Hafmeyjuteppi HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Hafmeyjuteppi hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og hafa yfirleitt verið hekluð. Ég er mun meiri prjónakona og ákvað í sumar að prjóna svona teppi og hafa múrsteinamunstur. Ég notaði tækifærið til að mynda 9 ára frænku mína þegar hún kom í heimsókn frá Kaupmannahöfn, með teppið ásamt því að sjá hvort hún teldi að vel hefði tekist til hjá mér. Þetta teppi sló í gegn hjá Stínu frænku og Aþenu ömmugulli og þær voru alsælar og pöntuðu sér teppi í sínum uppáhaldslitum. Auðvelt er að stækka teppið með því að fjölga lykkjum í uppfiti og prjóna það lengra ef maður vill prjóna t.d. fullorðinsteppi. Það er gaman að segja frá því að Móri ömmugull pantaði sér líka teppi og sagði hann að það væri jú til Hafmeyjukóngur svo þetta teppi er svo sannarlega ekki bundið við kvenkynið eingöngu. Stærðir: u.þ.b. 4-6 (7-11) 12-14 ára. Garn: Kartopu Basak og Kartopu Kar-Sim. (söluaðilar víða um land, sjá auglýsingu hér til hliðar). Teppið kemur einnig fallega út í einum lit. - Kartopu Basak, litur A: 3 (5) 7 dokkur - Kartopu Kar-Sim, litur B: 2 (2) 3 dokkur Prjónar: Hringprjónn 80 sm, nr 7-8 eða sú stærð sem þarf til að prjónfesta í garðaprjóni, með tvöföldum þræði, sé 13 lykkjur = 10 sm Annað: 2 prjónamerki Múrsteinamunstur: Munstrið er deilanlegt með 6 + 3 lykkjur. Óprjónuð lykkja er alltaf tekin eins og prjóna eigi hana brugðið. Umferðir 1-2 (með lit B): Prjónið slétt Umferð 3 (með lit A): Prjónið 4 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða *prjónið 5 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða* Endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir. Prjónið 4 lykkjur slétt Umferð 4 (með lit A): Prjónið 4 lykkjur brugðið, takið 1 lykkju óprjónaða, *prjónið 5 lykkjur brugðið, takið 1 lykkju óprjónaða* Endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir. Prjónið 4 lykkjur brugðið Umferð 5 (með lit A): Prjónið eins og umferð 3 Umferð 6 (með lit A): Prjónið eins og umferð 4 Umferðir 7-8 ( með lit B): Prjónið slétt allar lykkjur Umferð 9 (með lit A): Prjónið 1 lykkju slétt, takið 1 lykkju óprjónaða * prjónið 5 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða* Endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir. Prjónið 1 lykkju slétt Umferð 10 (með lit A): Prjónið 1 lykkju brugðið, takið 1 lykkju óprjónaða, *prjónið 5 lykkjur brugðið, takið 1 lykkju óprjónaða* Endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja eru eftir. Prjónið 1 lykkju brugðið Umferð 11 (með lit A): Prjónið eins og umferð 9 Umferð 12 (með lit A): Prjónið eins og umferð 10 Endurtakið þessar 12 umferðir þar til réttri lengd er náð Aðferð: Fyrstu 6 og síðustu 6 lykkjurnar eru alltaf prjónaðar slétt og teljast ekki með í munstri. Teppið er prjónað með tvöföldum þræði allan tímann, ofan frá og niður, fram og til baka. Sporður er prjónaður sér og saumaður á teppið í lokin. Teppið: Fitjið upp með lit A 99 (111) 123 lykkjur með tvöföldum þræði og prjónið 7 umferðir slétt = 4 garðar (1. umferð er frá röngu). Prjónið nú múrsteinamunstur þannig: 6 lykkjur garðaprjón (kantur), munstur, 6 lykkjur garðaprjón (kantur). Prjónið þar til teppið mælist 74 (90) 100 sm (eða um 25 sm styttra en endanleg lengd teppisins á að vera, án sporðs). Prjónið áfram eftir munstri en nú hefjast úrtökur í hvorri hlið þannig: Prjónið 6 lykkjur slétt (kantur), 2 snúið slétt saman (eða takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir), prjónið samkvæmt munstri þar til 8 lykkjur eru eftir af umferðinni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt (kantur). Takið úr þannig í 4. hverri umferð 3 (3) 3 sinnum og síðan í 2. hverri umferð 12 (12) 12 sinnum = 69 (81) 93 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú *1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið síðan stroff *1 slétt, 1 brugðin* um 8-10 sm. Fellið af allar lykkjur. Skiljið eftir langan þráð til að sauma saman teppið að aftan um 25 sm upp. Sporður Sporðurinn er prjónaður fram og til baka og mótaður með styttum umferðum. Þegar snúið er við á miðju stykki er fyrsta lykkja tekin óprjónuð af vinstri prjóni yfir á þann hægri, herðið lykkjuna svo ekki myndist gat í hverjum viðsnúningi. Fitjið upp 45 (50) 60 lykkjur og prjónið 2 umferðir slétt = 1 garður. Prjónið *23 (26) 31 lykkjur slétt, setjið prjónamerki, snúið við og prjónið brugðið til baka. Prjónið 35 (40) 46 lykkjur slétt, setjið prjónamerki, snúið við og prjónið slétt til baka. Prjónið 2 umferðir slétt yfir allar lykkjurnar 45 (50) 60* Endurtakið frá *-* 1 (1) 1 sinni enn. Nú hefjast úrtökur þannig: prjónið 2 lykkjur slétt saman í 4. hverri umferð, ásamt því að halda áfram að prjóna eins og áður frá *-* styttar umferðir, prjónamerki sýna hvar snúa á við þar sem lykkjum að fyrsta prjónamerki fækkar smátt og smátt. Haldið áfram þar til 26 (33) 38 lykkjur eru eftir á prjóninum prjónið þá án úrtöku 2 garða (4 umferðir slétt) yfir allar lykkjurnar. Nú byrjar útaukning og mótun seinni helmings sporðsins, sem er í raun speglun á fyrri helmingi hans. Aukið er út með því að prjóna framan og aftan í fyrstu lykkju umferðar, endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð þar til 45 (50) 60 lykkjur eru á prjóninum ásamt því að prjóna styttar umferðir eins og áður. Fellið af allar lykkjur. Frágangur: Saumið saman teppið að aftan frá stroffi og upp að umferð þar sem úrtaka byrjar á teppinu. Saumið sporðinn neðan á stroffið neðst á teppi og lokið um leið enda teppisins. Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is . Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 7 2 1 8 6 9 3 1 9 2 6 4 7 9 5 2 7 4 6 1 8 3 7 9 4 7 1 8 5 5 8 4 6 9 5 3 Þyngst 9 3 7 2 4 1 5 9 1 5 2 1 4 8 9 6 8 7 3 8 7 6 9 4 2 3 7 4 8 6 9 2 1 3 7 9 5 3 1 5 6 3 9 9 8 6 7 8 1 7 8 6 1 8 5 4 5 2 9 5 1 4 6 3 7 9 3 7 3 4 8 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Langar að flytja lögheimilið mitt í tjaldvagninn Hestar eru uppáhaldsdýrin hans Ernis Daða. Þegar kemur að hljómsveitum er það Amabadama. Nafn: Ernir Daði Arnberg Sigurðsson. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Borgarbyggð. Skóli: Grunnskóli Borgarfjarðar Hvanneyrardeild. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar Solla kennari les ,,Varið ykkur á Valahelli“. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar, enda fer ég oft í reiðtúr með pabba og afa. Uppáhaldsmatur: Lax. Uppáhaldshljómsveit: Amadabama. Uppáhaldskvikmynd: Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Gói er uppáhaldsleikarinn minn. Fyrsta minning þín? Þegar ég var að labba með mömmu í leikskólann á nærbolnum og ég var fjögurra ára. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á gítar, æfi sund og dans og er að fara að æfa körfubolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari. Ég ákvað það þegar ég var tveggja ára! Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég giftist bekkjarsystur minni í 1. bekk og við héldum brúðkaupsveislu með gestum og fengum flottar brúðkaupsgjafir. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í tjaldvagninn með fjölskyldunni minni sem ég elska. Mig langar að flytja lögheimilið mitt í tjaldvagninn. Næst » Ernir Daði skorar á Óliver Orra Bergmann, vin sinn úr Garðabænum. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.