Bændablaðið - 26.01.2017, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Unnið gegn matarsóun:
Vill nýta afgangsbrauð sem dýrafóður
– Bakari segir að á höfuðborgarsvæðinu falli til um 50–60 tonn af brauði á mánuði
Á vef Bændablaðsins, bbl.is,
eru stuttir viðtalsþættir þar sem
bændur eru sóttir heim og rætt
við þá um búskapinn.
Fjórði þáttur var frumsýndur í
vikunni en viðmælendur í honum eru
þau Jónas Erlendsson og Ragnhildur
Jónsdóttir í Fagradal í Mýrdal.
Í þættinum segja þau frá bleikju-
eldinu, sauðfjárræktinni og tilraun-
um með að loftþurrka kindakjöt.
Í fyrri þáttum „ Spjallað við bænd-
ur “ var farið til kúabænda í Kjósinni,
hrossaræktenda á Suðurlandi og kúa-
bænda í Hornafirði. Þættirnir eru
innan við 10 mínútur og sýningar
eru leyfðar fyrir alla aldurshópa!
Slóðin á þættina er www.bbl.is
og þá má einnig finna á Facebook
og YouTube-síðum Bændablaðsins.
/TB
Gróft áætlað falla til milli 50 og 60
tonn af brauði á mánuði í bakaríum
á Reykjavíkursvæðinu. Eitthvað
er um að afgangsbrauðið sé nýtt
sem skepnufóður en hvergi nándar
nærri allt.
Vilhjálmur Þorláksson, fram-
kvæmdastjóri hjá Gæðabakstri, sagði í
samtali við Bændablaðið að svínabúið
Ormsstaðir og fleiri bændur hafi nýtt
brauð frá þeim í fóður í nokkur ár
en það sé einungis brot af heildar-
magninu.
50–60 tonn falla til í hverjum
mánuði
„Ég hef lengi haft áhuga á og velt
fyrir mér hvort ekki sé hægt að nýta
brauðið sem fellur til á einhvern hátt.
Hjá okkur hjá Gæðabakstri falla til
þrjú til fjögur tonn af brauði á viku og
út frá því áætla ég að í heildina falli
til 50 til 60 tonn af brauði frá öllum
bakaríunum á höfuðborgarsvæðinu.
Mér skilst að brauð sé ágætis fóður í
hófi á móti öðru fóðri og að það sé vel
nothæft handa svínum, nautgripum og
sem refafóður.“
Bakarar vilja leggja sitt af mörkum
Vilhjálmur segist vita að í Bretlandi
og víðar sé afgangsbrauði frá stór-
mörkuðum, bakaríum og heildsöl-
um safnað og úr því búið til fóður
í sér stökum fóðurverksmiðjum.
„Mér þætti áhugavert ef þetta væri
kannað betur hér á landi og við hjá
Gæðabakstri myndum styðja við
slíka söfnun og leggja þannig okkar
af mörkum til að draga úr matarsóun.“
Brauð leyfilegt sem fóður á
uppfylltum skilyrðum
Samkvæmt upplýsingum frá
Matvælastofnun er leyfilegt að nota
brauðafganga sem dýrafóður að
uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.
Bakaríið eða brauðframleiðandinn
verður að vera skráður sem fóður-
framleiðandi hjá Matvælastofnun.
Brauðið þarf að vera skráð sem fóður
og ekki má nota brauð sem inniheldur
kjöt eða fiskafurðir. Mjólkurafurðir og
egg eru aftur á móti leyfð.
Gott fóður sem nýta má betur
Guðný Tómasdóttir hjá svínabúinu
að Ormsstöðum segir að búið hafi
notað afgangsbrauð sem svínafóður
frá 1980 og að reynslan af því sé
mjög góð.
„Við fáum brauðið til okkar í
neytendaumbúðum og byrjum á
því að fjarlægja plastið. Því næst er
brauðið hakkað og sett í sýru til að
koma í veg fyrir að það skemmist.
Brauðið er geymt í stórum tanki í
vökvaformi og blandað saman við
það vítamínum, steinefnum og
próteinum úr soja eða fiskimjöli
áður en það er gefið. Ég er sann-
færð um að það væri hægt að nýta
afgangsbrauð mun meira en gert er
í dag. Ormsstaðir er eina svínabúið
sem nýtir afgangsbrauð að einhverju
ráði í dag,“ segir Guðný.
Auk svínabænda geta nautabænd-
ur hæglega nota brauðafganga að
sögn Guðnýjar.
/VH
Spjallað við
bændur á bbl.is
Fréttir
Nokkur innflutningsfyrirtæki
hafa stefnt ríkinu eða ákveðið
að stefna því og krefjast endur-
greiðslu útboðsgjalds sem hefur
verið innheimt vegna úthlutunar
á tollkvóta fyrir búvörur.
Fyrstu málin voru þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni
og segir á vef Félags atvinnurek-
enda að krafist sé hundruða milljóna
króna endurgreiðslu.
Fyrir ári var ríkið dæmt til að
endurgreiða þremur fyrirtækjum
oftekið útboðsgjald þar sem það
væri skattur og ekki mætti framselja
landbúnaðarráðherra hvort skattur
væri lagður á eða ekki. /VH
Innflutningsfyrirtæki
stefna ríkinu
Í Bretlandi og víðar er afgangsbrauði
frá stórmörkuðum, bakaríum og
heildsölum safnað saman og notað
í dýrafóður. Mynd / Odd Stefán
Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á Ormsstöðum, hefur góða reynslu af því
að nota afgangsbrauð sem fóður. Mynd / smh
Áburðarsalar birta verðskrár:
Áfram veruleg
verðlækkun
Allir íslensku áburðarsalarnir
hafa birt verðskrár sínar fyrir
nokkru og ljóst er að verðlækkun
er á bilinu 22–26 prósent frá því
þegar þær voru síðast birtar.
Á síðustu tveimur árum er verð-
lækkunin á áburði því að nálgast
40 prósent í einhverjum tilvikum,
því algengt var að áburðartegund-
ir lækkuðu um 12-15 prósent síð-
ast þegar verðskrár voru gefnar
út. Áburðarsalar eru sammála um
að styrking íslensku krónunnar og
verðlækkun hráefna á heimsmarkaði
valdi mestu um verðbreytingarnar.
Í öllum tilvikum má nálgast
góðar upplýsingar um verð og inni-
hald áburðartegundanna á vefjum
áburðarsalanna. /smh
Erlent smjör.
Uppskipun á áburði.
Tæplega 31 þúsund tonn framleidd af kjöti í fyrra:
Kjötsala jókst mikið á síðasta ári
– Alifuglakjötið er vinsælast en kindakjöt sækir á eftir samdráttartímabil
Kjötsala á Íslandi jókst á nýliðnu
ári um 6,2% en innanlandsfram-
leiðslan um 3,3%. Alls framleiddu
bændur 30.847 tonn af kjöti árið
2016. Mesta aukningin er í fram-
leiðslu og sölu á nautgripakjöti en
söluaukning á því nam rúmu 21%
á milli ára. Þetta kemur fram í
nýju yfirliti Matvælastofnunar um
framleiðslu og sölu helstu búvara
vegna ársins 2016.
Minna var flutt inn af nautgripa-
kjöti sem skýrir að hluta til aukna
sölu á íslensku nautgripakjöti. Margir
bændur hafa aukið framleiðslu sína
jafnt og þétt og sinnt þannig ákalli
markaðarins um meira nautakjöt.
Einnig má ætla að sumir bændur
séu að minnka við sig mjólkurfram-
leiðslu og senda gripi í sláturhús.
Á síðasta ári voru framleidd 4.386
tonn af nautgripakjöti. Án efa hefur
ferðamannastraumurinn mest áhrif
á þessa þróun en einnig breyttar
neysluvenjur landans.
Alifuglakjötið er langvinsælasta
kjötið á meðal neytenda en þriðjung-
ur allrar kjötsölu er af fiðurfénaði.
Alls voru framleidd rúm 9 þúsund
tonn af alifuglakjöti sem öll eru seld
hérlendis. Framleiðsluaukning milli
ára er 8,2%.
Meira selst af kindakjöti en áður
Kindakjötið bætir í á milli ára en
sala á því var 5,2% meiri árið 2016
en árið þar á undan. Hlutdeild þess
á markaði er nú 25,4%. Alls seldust
6.797 tonn innanlands í fyrra en
salan hefur ekki verið meiri síðan
hrunárið 2008. Markaðssetning
til ferðamanna skilar ótvíræðum
árangri að mati formanns sauðfjár-
bænda. „Það er jákvætt að þetta ger-
ist á sama tíma og við erum að horfa
upp á vandræði á sumum erlend-
um mörkuðum fyrir aukaafurðir og
ódýrari bita vegna viðskiptadeilu
Rússlands og Vesturveldanna,“
segir Þórarinn Ingi Pétursson,
formaður Landssamtaka sauðfjár-
bænda, á vefnum saudfe.is. Hann
þakkar aukna sölu á lambakjöti
meðal annars að verð sé mjög
hagstætt og vöruþróun komin á
skrið. „Aldrei hefur verið ráðist í
öflugra og markvissara kynningar-
starf gagnvart erlendum ferðamönn-
um en núna og árangurinn af því
er ótvíræður,“ segir Þórarinn. Þrátt
fyrir aukna sölu innanlands hafa
birgðir aukist af kindakjöti. Kemur
það m.a. til af því að Norðmenn
kaupa ekki sama magn og áður auk
þess sem markaðir í Rússlandi eru
nær lokaðir. Heildarframleiðsla
kindakjöts árið 2016 var 10.375
tonn.
Heimtaka á kindakjöti hefur
aukist
Upplýsingar um heimtöku á kinda-
kjöti hjá bændum sýna að hún hefur
aukist mikið á milli ára. Alls tóku
bændur heim tæp 680 tonn af kjöti
sem liggur nærri að sé um 6,5%
framleiðslunnar. Heimtaka dilka
jókst um 17% árið 2016 og full-
orðins fjár um 10% miðað við árið
á undan. Kjötsins neyta bændur
sjálfir eða selja beint frá býli.
Samdráttur í svína- og
hrossakjötssölu
Samdráttur var í framleiðslu svína-
kjöts um 10,5% á árinu 2016. Salan
dalaði aðeins á innlendu kjöti eða
um 3,6%. Þegar innflutningi á svína-
kjöti er bætt við sölu innanlands er
þó ljóst að neysla á svínakjöti hefur
aukist heilt yfir enda töluvert flutt
inn af þessari kjöttegund.
Hrossakjötsneysla er ekki svipur
hjá sjón en árssalan á hrossakjöti var
rétt rúm 500 tonn og dróst saman
um 5,5% milli ára. Um helmingur
hrossakjötsframleiðslunnar er seldur
út landi. /TB
Alls voru seld 26.730 tonn af íslensku kjöti hérlendis árið 2016. Það er 6,2% aukning frá árinu áður.
Mynd / Odd Stefán