Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Sláturfélagið er einnig með umboð
fyrir McCormick, sem er stærsta
kryddfyrirtæki í heimi, Barilla, sem er
stærsta pastafyrirtæki í heimi og Mars,
sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki
í heimi og framleiðir meðal annars
Mars og Snickers súkkulaði, M&M
og Uncle Bens-hrísgrjón og sósur og
dýramat svo dæmi séu nefnd.“
Steinþór segir að SS reyni að stýra
innflutningnum þannig að hann sé
ekki í samkeppni við þær vörur sem
þeir framleiða á innanlandsmarkaði.
„Auðvitað getur alltaf átt sér stað skör-
un en við reynum að velja vörur sem
eru ekki í andstöðu við okkar eigin
framleiðslu.“
Vöruþróun á lambakjöti
Því er stundum haldið fram að tak-
mörkuð vöruþróun standi í vegi fyrir
aukinni sölu á lambakjöti. Steinþór
segir þetta ekki alls kostar rétt. „Hjá SS
hafa verið þróaðir margs konar tilbúnir
og auðmatreiddir réttir úr lambakjöti.
Vandamálið er að koma þeim inn í
yfirfullar verslanir. Þegar við komum
með nýjar vörur, sem við viljum koma
inn, erum við spurðir hvað við ætlum
að taka út í staðinn.
Í dag er tilbúinn eldaður kjúklingur
gríðarlega vinsæll og til þessa hefur
okkur einfaldlega ekki tekist að búa
til eitthvað hliðstætt úr lambi. Víðast
er samt sem áður boðið upp á margs-
konar útfærslur á lambakjöti sem búið
er að skera til og krydda.
Megnið af kjúklingi, svína- og
nautakjöti er selt sem ferskt af nýslátr-
uðu og lítur því betur út en lambakjöt
sem er búið að þíða upp af því að grip-
unum sem er nánast öllum slátrað á
haustin og afurðirnar geymdar eru
frosnar stóran hluta ársins.
Fyrir vorið ætlum við að setja á
markað nýja vöru úr lambakjöti sem
er foreldað lambalæri í sneiðum og í
brúnni sósu fyrir tvo sem tekur tuttugu
mínútur að elda. Það sem meira er,
þessi réttur verður á svipuðu verði og
tilbúinn kjúklingur.“
Margs konar áskoranir
fram undan
Steinþór segir að SS og landbúnaður
í heild standi frami fyrir margs konar
áskorunum í framtíðinni.
„Innflutningur á matvælum mun
aukast í náinni framtíð og við verðum
að mæta honum með enn meiri hag-
ræðingu en þegar hefur átt sér stað.
Við munum að sjálfsögðu endur-
meta aðstæður með tilliti til þess að
það er búið að gera tollasamning
við Evrópusambandið. Í kjölfar þess
mun innflutningur á matvælum aukast
verulega í náinni framtíð og við tapa
hluta markaðarins vegna þess. Áhrifin
verða mest í upphafi en ég reikna með
að áhrifin minnki er frá líður og inn-
lendur markaður stækkar svo fremi
sem stjórnvöld geri ekki einhverjar
meiri breytingar.
Alvarlegasta ógnin við kjötmark-
aðinn í dag, að mínu mati, er ef það
verður leyft að flytja inn ferskt kjöt.
Það mun stórauka innflutning og
einnig hættuna á að hingað berist
dýrasjúkdómar.
Framtíðin býður einnig upp á
margs konar tækifæri sem meðal
annars er að finna á erlendum mörk-
uðum þar sem neytendur eru tilbúnir
að borga hátt verð fyrir gæði og sér-
vörur. Sláturfélagið er að selja inn á
nokkra slíka markaði, meðal annars í
Bandaríkjunum og Japan, en magnið
þarf að aukast verulega til að þetta telji
að ráði í heildina.“
Ímyndarmál landbúnaðarins
„Í mínum huga er deginum ljósara
að landbúnaður og íslensk landbún-
aðarframleiðsla hefur farið hallloka
í ímyndarumræðunni undanfarin ár.
Þeim, sem hafa hag af því að flytja
inn matvöru, hefur tekist að hafa sterk
áhrif á almenningsálitið og snúa því
gegn íslenskum landbúnaði og mat-
vælaframleiðslu.
Vegna þessa er mjög mikilvægt að
hagsmunaaðilar í landbúnaði vinni
saman við að bæta ímynd greinarinnar.
Síðastliðið sumar tókst að ná miklum
fjölda fyrirtæja og samtaka saman í
slíkt átak sem kallaðist Sumarilmur.
Landbúnaður snýst ekki bara um
framleiðslu á kjöti og mjólk. Hann er
einnig grunnurinn að búsetu og þeirri
þjónustu sem er að finna um allt land.
Án landbúnaðar hefði ekki verið hægt
að taka á móti öllum þeim erlendu
ferðamönnum sem eru að heimsækja
landið. Hvað þá veita þeim þjónustu
nema af því að það er landbúnaður
og byggð í sveitum landsins. Vöxtur
ferðaþjónustunnar byggir því að hluta
til á landbúnaði og virðisauki sem því
fylgir réttlætir fyllilega að stutt sé við
innlendan landbúnað.
Annað sem skiptir máli og mun
skipta mun meira máli í framtíðinni
eru umhverfismál og hið svokallaða
kolefnisspor. Þriðja atriðið sem ég vil
nefna er að ef horft er lengra fram á
veginn þá er greinilegt að landbúnaður
víða erlendis stefnir í miklar ógöngur
vegna vatnsskorts.
Aðstæður á Íslandi til mat-
vælaframleiðslu eru mjög jákvæðar
fyrir framleiðslu á gæða matvælum
og mikið glapræði að kasta því fyrir
róða vegna hugsanlegs skammtíma-
ávinnings,“ segir Steinþór Skúlason,
forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
/VH
Pylsugerð SS í kringum 1940.
Söltun og reyking 1930–1940.
Útkeyrsla á SS-vörum á glæsilegum Chevrolet.
Unnið við kjötskurð um 1950, Geir M. Jónsson heitinn, verksmiðjustjóri, fremst á myndinni.