Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Senda samræmd skilaboð og auka sýnileika íslenska hestsins um allan heim:
Aukinn slagkraftur í markaðsstarfi með víðtæku samstarfi
Markaðsverkefni um íslenska
hestinn á heimsvísu er að gefa góða
raun strax á fyrsta ári og stefnt er
á enn víðtækari útbreiðslu á ímynd
hins náttúrulega, kraftmikla og
tilgerðarlausa íslenska reiðhesti
á næstu árum. „Við vonum inni-
lega að fleiri vilji njóta íslenska
hestsins sem er svo magnaður,“
segir Jelena Ohm, verkefnastjóri
hjá Íslandsstofu, sem sér um fram-
kvæmd Horses of Iceland.
Horses of Iceland markaðsverk-
efninu var ýtt úr vör formlega í apríl
2015 en þá hófst stefnumótun og
undirbúningur. Því er ætlað að styrkja
ímynd íslenska hestsins alþjóðlega, og
auka verðmætasköpun og gjaldeyris-
aukningu tengda greininni. Að verk-
efninu koma samtök og hagsmuna-
aðilar um allan heim, ásamt íslenska
ríkinu. Um er að ræða fjármögnun
verkefnis til fjögurra ára og er það
Íslandsstofa sem sér um framkvæmd-
ina.
Í fyrra, á fyrsta ári aðgerð-
aráætlunarinnar, var lögð áhersla
á að kynna verk efnið innan
Íslandshestasamfélagsins til þess
að afla fjármuna fyrir verkefnið.
„Þar sem við fáum krónu frá ríkinu
á móti hverri krónu frá fyrirtækjum
og hagsmunasamtökum, telur hver
króna frá atvinnulífinu gríðarlega.
Í dag standa 48 samstarfsaðilar að
verkefninu, sem flestir eru íslenskir.
Sænsku Íslandshestasamtökin gengu
nýlega til liðs við okkur og vonandi
taka fleiri erlend samtök við sér. Það
er mikilvægt fyrir okkur að nýta víð-
tæka reynslu og þekkingu sem er til
í greininni og þess vegna reyndum
við að ná sem mestri samstöðu meðal
allra hestamanna sem gengur vel. Við
höldum fundi með samstarfsaðilum
reglulega til að ræða áherslur og þeir
fá einnig fræðslu sem tengist mark-
aðsmálum,“ segir Jelena Ohm, verk-
efnastjóri markaðsverkefnisins. „Á
þessum fjórum árum sem þessi fjár-
mögnun nær til, fáum við tækifæri til
að vekja athygli á íslenska hestinum
úti um allan heim með öflugri hætti
en áður hefur verið gert. Okkur þykir
mikilvægt að senda sterk samræmd
skilaboð og vinna saman að því að
auka sýnileika íslenska hestsins. Á
erlendri grundu erum við að keppa
við önnur hestakyn og hér heima
við mismunandi afþreyingu. Þess
vegna þarf aukin nýliðun og auð-
veldur aðgangur fólks að íslenska
hestasamfélaginu að vera í forgangi.“
Breið samstaða
Meðal verkefna Horses of Iceland
í fyrra var framkvæmd alþjóðadags
íslenska hestsins þann 1. maí, en þá
opnuðu hestamenn hesthús sín fyrir
áhugasömum og farið var í skipulagða
félagsreiðtúra. Þá fór fram mikil
skrúðreið um miðborg Reykjavíkur
þann 30. apríl, þar sem 120 knapar
og hestar tóku þátt. „Viðburðurinn var
auglýstur fyrir ferðamenn og fylgdist
stór hópur þeirra með skrúðreiðinni
í blíðskaparveðri,“ segir Jelena. Þá
var góður rómur gerður að Horses of
Iceland café á Landsmótinu á Hólum
í Hjaltadal, en þar voru fræðsluer-
indi í boði og samstarfsaðilar kynntu
starfsemi sína í huggulegri kaffihúsa-
stemningu. Í september var vefurinn
horsesoficeland.is settur í loftið, en
hann er kynningarvefur fyrir íslenska
hestinn og samfélag hans um allan
heim. Einnig er þar að finna upplýs-
ingar um verkefnið sjálft og sam-
starfsaðila. Vefurinn er sem stendur
á ensku en ráðgert er að hann verði
einnig á íslensku, sænsku og þýsku á
næstu misserum.
Í tengslum við Laufskálarétt var
erlendum blaðamönnum boðið í ferð
um Norðurland. Blaðamennirnir voru
annars vegar frá fagtímaritum í hesta-
mennsku frá Svíþjóð, Danmörku og
Þýskalandi og hins vegar frá ferðasíð-
um stærsta dagblaðs Þýskalands. „Við
tókum upp mikið af kvikmynduðu
efni og ljósmyndum til að nýta í mark-
aðsstarfinu og á samfélagsmiðlum.
Þrjú myndbönd hafa verð gerð og
deilt á samfélagsmiðum og fleiri eru í
bígerð. Póstkort eru komin í dreifingu
hjá samstarfsaðilum og í vinnslu er
stór kynningarbæklingur um íslenska
hestinn á þremur tungumálum, sem
kynntur verður á hestatengdum við-
burðum á næstunni. Við erum einnig
með stóra auglýsing í Leifsstöð sem
vekur mikla lukku,“ segir Jelena.
Hún segir að árangur af verkefninu
árið 2016 felist meðal annars í því hve
breið samstaða hefur náðst um verk-
efnið og hve margir samstarfsaðilar
taki þátt nú þegar. „Almennt má segja
að við höfum alls staðar fengið mjög
jákvæð viðbrögð og það er ánægjulegt
að erlendir aðilar séu nú þegar komnir
til liðs við okkur og við stefnum að
því að breikka samstöðuna erlendis
á þessu ári,“ segir Jelena.
Mikil viðbrögð á
samfélagsmiðlum
Árangur verkefnisins er mældur á
skipulegan hátt, með því að fylgjast
með fjölda innri og ytri mælikvörð-
um, á borð við veltu og gjaldeyris-
tekjur af útflutningi og ferðaþjónustu
tengdum íslenska hestinum, með
virkni og útbreiðslu á samfélags-
miðlum og könnunum á vitund og
viðhorfi gagnvart íslenska hestinum.
Jelena segir samfélagsmiðlana
eiga stóran þátt í góðum árangri
verkefnisins árið 2016. „En auð-
vitað er verkefnið langhlaup og ekki
hægt að búast við að allt breytist á
einni nóttu. Í dag erum við með tæp-
lega 25.000 fylgjendur á Facebook,
Instagram, Twitter, Pinterest og
Tumblr. Þetta er afar virkur hópur
sem er duglegur að dreifa okkar efni
og því náum við oft til 200.000–
300.000 manns úti í heimi sem sjá
myndir og skilaboð um íslenskan
hestinn reglulega. Við höfum farið
í nokkur „Facebook live events“ þar
sem hægt er að fylgjast með í beinni,
t.d. á Sweden International Horse
Show og í samstarfi við Inspired
by Iceland. Það myndband náði til
336.000 manns og erum við afar
ánægð með það. Í gegnum umfjöll-
un fjölmiðla í kjölfar fjölmiðlaferða
til landsins, höfum við einnig náð að
koma greinum um íslenska hestinn
til almennings,“ bætir Jelena við.
Vilja standa fyrir fagmennsku
Nú, á öðru ári verkefnisins, verður
meiri áhersla lögð á markaðssetn-
ingu á vefnum, sem og á alþjóðleg-
um viðburðum tengdum hrossum. Þá
á að ná enn frekar til erlendra ferða-
manna, framleidd verða myndbönd
með örsögum um íslenska hests-
inn. „Þetta snýst um að auka vitund
með samræmdum skilaboðum og
byggja upp vörumerkið eða brand
fyrir íslenska hestinn,“ segir Jelena.
Stefnt er að því að íslenski hestur-
inn verði þekktur á heimsvísu sem
hinn náttúrulegi reiðhestur, kraft-
mikill, ævintýragjarn, án tilgerðar og
ósvikinn hestur sem tekur þér opnum
örmum. Stoðir vörumerkisins byggja
á tengslum hans við sögu Íslands og
menningu, ævintýri og félagsskap,
nálægð við náttúruna.
„Áherslurnar verða mótaðar út
frá þeirri stefnu sem mótuð var í
upphafi og þeim áherslum sem
samstarfsaðilar og verkefnisstjórn
mæla með. Einnig er horft til rann-
sókna og gagnlegra upplýsinga sem
aflað er,“ segir Jelena. Stefnt er að
því að eftir fjögur ár verði komin
góð reynsla af markaðsstarfi fyrir
íslenski hestinn hérlendis og erlendis
og að þá sé eðlilegt að halda áfram.
„Þá höfum við ekki bara náð til
Íslandshestasamfélagsins og erlendra
ferðamanna á Íslandi, heldur líka
vakið athygli hestamanna annarra
hestkynja um fjölhæfni íslenska
hestsins og þær skemmtilegu áskor-
anir í reiðmennskunni fyrir þá sem
vilja keppa. Við viljum standa fyrir
fagmennsku, þekkingu og hágæða
menntunarkerfi.“
HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com
Stöðugur vöxtur frá 2010
Alls voru 1.474 hross flutt frá Íslandi árið 2016 samkvæmt Worldfeng, upprunaættbók Íslenska
hestsins. Er það tæp 8% fjölgun frá árinu 2015. Hrossin fóru til 21 lands, flest til Þýskalands eða
626 talsins. Þá fóru 232 hross til Svíþjóðar, 144 til Danmörku og 115 til Sviss og 71 til Austurríkis.
Athygli vekur að 2 hross fóru til Azerbadjan og mun það vera í fyrsta sinn sem hross eru flutt
frá Íslandi þangað.
Af hrossunum voru 109 fyrstu verðlauna hross, sem hlotið höfðu einkunnina 8,00 eða hærra í
kynbótadómi. Hæst dæmdur er Hersir frá Lambanesi, með 8,57 í aðaleinkunn, en hann fór til
Belgíu. Vökull frá Leirubakka, sem hlaut 8,56 í aðaleinkunn, fór til Danmerkur og Hlekkur frá
Ytra-Vallholti, með 8,54 í aðaleinkunn, fór til Noregs.
Fjöldi útfluttra hrossa hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2010, þegar faraldur smitandi hrossa
leiddi til stöðvunar og hruns í útflutningi.
Stefnt er að því að íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu sem hinn náttúrulegi reiðhestur, kraftmikill, ævintýra-
gjarn, án tilgerðar og ósvikinn hestur sem tekur þér opnum örmum. Stoðir vörumerkisins byggja á tengslum hans
við sögu Íslands og menningu, ævintýri og félagsskap, nálægð við náttúruna. Mynd / Gígja Einarsdóttir
Í dag standa 48 innlendir og erlendir samstarfsaðilar að Horses of Iceland, en fjármögnun þess er einnig tryggð
með mótframlagi frá ríkinu. Íslandsstofa sér um framkvæmd þess. Mynd / Gígja Einarsdóttir
Jelena Ohm, verkefnastjóri hjá Ís-
landsstofu.