Bændablaðið - 26.01.2017, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Það er mikil gróska í ferðaþjónustu um allt
og bændur eru áberandi á meðal þeirra sem
stunda ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það
sást glögglega á Mannamóti í Reykjavík
á fimmtudaginn var en viðburðurinn er
skipulagður af markaðsstofum lands-
hlutanna.
Mannamótið fór fram í flugskýli Ernis
á Reykjavíkurflugvelli og fjöldi gesta kom
til þess að kynna sér þá þjónustu sem er í
boði. Áberandi margir bændur voru á meðal
sýnenda, ferðaþjónustubændur, hestamenn,
garðyrkjubændur og fleiri. Greinilegt er að
menningartengd ferðaþjónusta er í vexti og það
eru æ fleiri sem gera út á sérkenni síns héraðs.
Mannamót markaðsstofanna er kynningar-
vettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni
og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í
greininni. Tilgangurinn er að kynna lands-
byggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum
sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Mannamót sem þessi hjálpa til við að mynda
tengsl innan ferðaþjónustunnar, á milli starfs-
fólks ferðaskrifstofa, upplýsinga- og bókunar-
miðstöðva, leiðsögumanna, nemenda og fjölda
annarra sem starfa í ferðaþjónustunni. /TB
Ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni kynntu sína þjónustu í höfuðstaðnum:
Mannamót í Reykjavík
– Bændur áberandi meðal sýnenda
Líf og starf MÆLT AF
MUNNI FRAM
Vonandi hafa allir haldið sæmilegri geðró yfir lestri síðasta vísnaþáttar, og viðbúnir kveðskap frá svipuðum
tíma og hin kostulega „Kleppsför“ var ort.
Þegar Björn Sveinsson, kenndur við
Botnastaði, flutti sig um set upp í Laxárdal
orti hann:
Hvar sem eyða ævi skal,
ég til reiðu svara,
út á leiðan Laxárdal
líst mér neyð að fara.
Sigfús frá Eyvindará orti til manns sem
loksins undir miðjan aldur fann löngun sinni
„farveg“:
Tuttugu ár með tóman skut
til og frá hann bráréri.
Á endanum fékk hann einn í hlut
afar stóra hámeri.
Friðbjörn Björnsson í Staðartungu, listi-
lega hagortur, orti um Jóhann frá Flögu:
Þitt ég hljóma heyri raus,
hálf-ófrómi drulluhnaus,
innantóman hefur haus,
hjarta-, sóma- og ærulaus.
Og svipaða útreið hlaut Sigmundur
Björnsson starfsmaður KEA:
Orðið flýtur okkur hjá,
einkis nýtur skolli.
Hárið lítið hefirðu á
heimskum skítakolli.
Jón Pálmason alþingismaður frá Akri var
lipur hagyrðingur og gamansamur vel. Jón
var á ferð með Gunnari bílstjóra sínum.
Milli Gunnars og Jóns sat ónefnd kona sem
kvartaði sáran undan hita og svita á annarri
hliðinni, en kulda og dofa á hinni. Jón orti:
Gunnars vors er holdið heitt,
hitar því að vonum,
er á frúnni orðið sveitt
allt, sem snýr að honum.
Svona verkar sitt á hvað
sálar aflið dulda.
Hinum megin- hart er það-,
hún er blá af kulda.
Andinn sveimar eftir þrá
úti í geimi svölum.
Mig var að dreyma myndir frá
mínum heimadölum.
Fjöldinn allur af svonefndum þingvísum
lifir enn frá þessum árum. Jafnvel frum-
vörp voru lögð fram í bundnu máli. Bjarni
Ásgeirsson lagði fram 3 frumvörp í einu
með þessum formála:
Fjórir mættir, fundur settur,
fyrir tekið er:
Frumvarpsbunki býsna þéttur
borinn fram af mér.
Jóhannes úr Kötlum tók sæti á Alþingi
sem varamaður. Á sama tíma var þráttað
um frumvarp sem tók á „Þegnskylduvinnu“.
Jóhannes talaði gegn frumvarpinu og í
ræðu sinni nefndi hann orðið „taxtakaup“.
Jóhannes hafði þá nýverið hlotið skálda-
styrk, og lá því vel við höggi þegar Bjarni
Ásgeirsson kom í pontu, talandi fyrir „þegn-
skyldufrumvarpinu“ með þessari stöku:
Teygað hefir þorstlát þjóð
af þínu Boðnar-staupi.
Ortir líka öll þín ljóð
undir taxtakaupi.
Jónas frá Hriflu hafði orð á því á Alþingi,
að áður en hann varð formaður menntamála-
ráðs, þá hefðu margir okkar helstu lista-
menn alveg gleymst, eins og t.d. Jóhannes
Kjarval, en nú yrði úr því bætt. Þá orti
Bjarni Ásgeirsson:
Lævi blandið húm af heimsku
hylur allan þingsins geim.
Síga menn í svefn og gleymsku
svo að Kjarval gleymist þeim.
Meinleg gleymska margan hrjáði
meðan í stjórn og þingi sat,
en uppi í Menntamálaráði
mundi allt sem hugsast gat.
Skúli Guðmundsson alþingism. kvað í
einhverri vísnahríðinni á þingi:
Betra væri þetta þing
og þrasað heldur minna,
væri engan Vestfirðing
í vorum hópi að finna.
170
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Í ár eru 180 ár frá því að fyrstu samtök
bænda á Íslandi voru stofnuð. Að því tilefni
hefur verið sett á laggirnar nefnd sem ætlað
er að útfæra verkefni til að auka þátttöku
kvenna í félagsstörfum landbúnaðarins.
Búnaðarsamband Suðuramtsins var stofnað
árið 1837 og taldi búnaðarfélag Íslands upphaf
sitt til þess árs. Bændasamtök Íslands urðu
til við samruna Stéttarsambands bænda og
Búnaðarfélags Íslands árið 1995 en rætur þess
ná 180 ár aftur í tímann.
Verkefni til að auka þátttöku kvenna
Í tilefni af afmælinu lagði Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands, til fyrir
skömmu að skipuð verði þriggja manna nefnd
sem falið verði að útfæra verkefni um aukna
þátttöku kvenna í félagsstörfum landbúnað-
arins. Hann lagði jafnframt til að nefndina
skipi, auk hans, Katrín María Andrésdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda
og Guðrún Tryggvadóttir bóndi, Svartárkoti.
Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.
Eitt til fjögur kýrverð
Stofnendur Búnaðarsambands Suðuramtsins
voru ellefu embættismenn og þar á meðal voru
stiftamtmaður, biskup, háyfirdómari og land-
læknir. Stofnfundur sambandsins var 28. janúar
1837. Á fundinum var ákveðið að árgjaldið
væri einn til fjórir ríkisdalir og greiddu menn tíu
ríkisdali gátu þeir orðið ævifélagar. Stofnárið
var kýrverð í Suðuramtinu 25 ríkisdalir og 19
skildingar en árgjald Bændasamtaka Íslands í
dag er 42 þúsund krónur.
Í árslok 1837 voru félagar í Búnaðarsambandi
Suðuramtsins 105 en í dag, 180 árum síðar,
teljast félagar í Bændasamtökum Íslands um
6.000.
Bændasamtökin eru málsvari bænda
Hlutverk Bændasamtaka Íslands er að vera
málsvari bænda og vinna að framförum og
hagsæld í landbúnaði.
Höfuðstöðvar samtakanna eru í
Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík
en samtökin eru með starfsstöð á Akureyri,
auk þess sem nokkrir starfsmenn hafa aðset-
ur annars staðar. Samtökin eiga og reka
Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins, sem rekur 13 starfsstöðvar
víðs vegar um land.
Auk þess gefa Bændasamtökin út
Bændablaðið og eiga Hótel Sögu. Skrifstofur
þeirra eru á þriðju hæð hótelsins. /VH
Bændasamtök á Íslandi 180 ára:
Auka skal þátttöku kvenna
í félagsstörfum landbúnaðarins
Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju
hæð Hótel Sögu. Mynd / TB
Aldís Aðalbjarnardóttir hjá Coldspot og Karl
Jónsson hjá Lamb Inn á Öngulsstöðum.
Jóhann Albertsson á Gauksmýri. Sigurður Guðmundsson og Aldís ArnaTryggva-
dóttir sérhæfa sig í slökunarferðamennsku.
Agnes Óskarsdóttir á Hundastapa stóð vaktina
fyrir sveitamarkaðinn Ljómalind í Borgarnesi.
Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum var að kynna sína starfsemi en Sigurlaug Gissurardóttir,
formaður Félags ferðaþjónustubænda, var gestur á sýningunni að þessu sinni. Myndir / TB
Jónína Aradóttir, móttöku- og veitingastjóri í Friðheimum, var sannfærandi þegar hún sagði frá
því helsta sem ferðamenn geta tekið sér fyrir hendur þar á bæ.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ferðaklasastjóri
og Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður.