Bændablaðið - 26.01.2017, Side 23

Bændablaðið - 26.01.2017, Side 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 VÍNYL PARKET – frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl. Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604 vinyl golfefni • Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir Vínyl parket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni. Íslenska landnámshænan Allt sem þú þarft að vita um hænsnahald í borgum og sveitum! Haldið 11. febrúar á Reykjum í Ölfusi Haldið 25. febrúar á Hvanneyri Rúningsnámskeið Vélrúningur á sauðfé, meðferð, flokkun og frágangur á ull. Hefst 7. mars á Hvanneyri Ostagerð Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur Hvernig getum við búið til mismunandi osta heima í eldhúsi? Haldið 25. mars í MK í Kópavogi Torf- og grjóthleðsla Íslensk byggingaarfleifð, byggingar úr hefðbundnu íslensku efni, torfi og grjóti Hefst 21. apríl á Reykjum í Ölfusi Hefst 28. apríl á Reykjum í Ölfusi www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000 Endurmenntun LbhÍ Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Hvaða tré á að fella, hvernig á að grisja skóg og hvernig er öruggast að fella tré? Hefst 31. janúar á Reykjum í Ölfusi Hefst 28. apríl á Hólum í Hjaltadal Málmsuðunámskeið Hvað er pinnasuðu, Mig/Mag-suða, logsuðutæki og plasmaskurður? Hefst 2. mars á Hvanneyri Jarðgerð/Safnhaugagerð Hvernig er hægt að nýta lífrænar afurðir sem falla til á heimilum og í görðum? Haldið 18. mars á Reykjum í Ölfusi Húsgagnagerð úr skógarefni Hvað er hægt að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun skóga? Hefst 10. mars á Snæfoksstöðum Ný brú verður byggð yfir Eldvatn í Skaftárhreppi – Hagkvæmara en að gera við þá gömlu Hönnunardeild Vegagerðarinnar hefur gefið út kynningarskýrslu um gerð nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftárhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. Fyrirhugað er að byggja nýja 78 m langa brú yfir Eldvatn, skammt neðan núverandi brúar, auk vegtenginga til að tengja nýja brú núverandi vega- kerfi. Vegtengingar verða samtals um 840 m langar, þar af eru um 200 m endurbygging núverandi vegar. Sagt er frá þessu í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Hlaupið í október 2015 skemmdi gömlu brúna Aðdraganda verkefnisins má rekja til Skaftárhlaups sem varð í október 2015 og er eitt hið stærsta sem komið hefur úr kötlum Skaftárjökuls í Vatnajökli. Hlaupið rauf víða bakka Skaftár og spillti mannvirkjum, eink- um vegum og undirstöðum brúa, svo og ræktar- og beitarlandi. Þá olli hlaupið miklu rofi á austurbakka far- vegar Eldvatns sem leiddi til þess að núverandi brú á Skaftártunguvegi hjá Ásum skekktist og dró svo verulega úr burðarþoli hennar að sett var upp sjálfvirk vöktun á brúnni og umferð um hana takmörkuð við létt ökutæki. Nokkrar hugmyndir voru metnar Í skýrslu Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að núverandi brú um Eldvatn þarfnist nauðsynlega styrkingar eða hugmyndir verið skoðaðar til að auka öryggi hennar. Niðurstaðan var sú að þær aðgerðir sem gera þyrfti til að tryggja öryggi hennar væru áhættusamar. Auk þess væri óvíst um árangur í stórum Skaftár- hlaupum sambærilegu því sem kom í október 2015. Því telur Vegagerðin Eldvatn, með tilheyrandi vegteng- ingum, en að viðhalda núverandi brú. Fornleifarannsókn við brúarstæðið Framkvæmdin er ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum en kanna þarf mats- skyldu hennar þar sem hún liggur um verndarsvæði. Fornleifarann- sóknir við nýja brúarstæðið eru að hefjast í samvinnu við Minjastofnun og Fornleifastofnun Íslands. Skýrsluna má sjá í heild á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is. /TB Mynd / Vegagerðin Olís opnar bensínstöð og verslun í Vík í Mýrdal „Ég get staðfest það að við höfum hafið hönnun á eldsneytisafgreiðslu og verslunarhúsnæði við Austurveg 16 í Vík í Mýrdal og höfum mark- mið um að fyrir sumar getum við hafið eldsneytisafgreiðsluna. Lengri tíma mun taka að byggja verslunina sjálfa, eðli málsins samkvæmt, enda mun stærri og viðameiri framkvæmd,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís, spurð um hvort rétt væri að Olís væri að opna aðstöðu í Vík. N1 fær samkeppni N1 er fyrir með eldsneytisafgreiðslu í Vík. Olís stefnir á að verslunar- húsnæðið verði tilbúið vorið 2018. „Okkar markmið er að styrkja og efla verslun í Vík sem er í dag ört vaxandi áfangastaður ferðamanna á leið um landið. Við bindum miklar væntingar til verslunarinnar sem við áætlum að verði tæpir 500 m2 að stærð. Endanlegur starfsmanna- fjöldi liggur ekki fyrir á þessu stigi enda talsvert í að við hefjum eig- inlegt ráðningarferli en mönnun verður í takt við afgreiðslutíma og það þjónustustig sem í versluninni verður,“ bætir Sigríður Hrefna við. Hún segir að framkvæmdakostn- aður í Vík hlaupi á hundruðum milljóna króna. Næstu þjónustu- stöðvar Olís við Vík eru á Hellu og Höfn, auk þess sem það er ÓB-stöð á Kirkjubæjarklaustri. /MHH Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.