Bændablaðið - 26.01.2017, Side 49

Bændablaðið - 26.01.2017, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Laus kragi í stað trefils HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Með þennan hálskraga verður börnunum ekki kalt í vetur, þeir eru mjög góðir fyrir börn í stað trefils í kuldanum. Ég prjónaði þessa kraga á barnabörnin mín og þeir hittu vel í mark og eru mikið notaðir. Stærðir: 6-12 mán. (2-4 ára) 6-8 ára. Garn: Drops Baby Merino, 50 (50) 100 gr. Prjónar: 40 sm hringprjónn nr. 2,5-3 Tvöfalt perluprjón: umf. 1: prjónið *1 lykkja sl. og 1 lykkja br.* endurtakið *-* út umf umf. 2: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur umf. 3: prjónið *1 lykkja br. og 1 lykkja sl.* endurtakið *-* út umf. umf. 4: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur Endurtakið umf. 1-4 upp stykkið Fitjið upp á hringprjón nr. 2,5-3, 48 (56) 60 lykkjur og prjónið fram og til baka tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 10 (10) 12 sm, leggið til hliðar og prjónið annað stykki eins þar til það er 12 (13) 15 sm. (ég hef bak- stykkið aðeins síðara svo það kippist ekki upp þó svo barnið horfi niður). Sameinið stykkin á hringprjónin = 96 (112) 120 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú í hring, 2 umf slétt og síðan stroff 2 sl. og 2 br. þar til stroffið mælist 10 (12) 14 sm. Fellið laust af með sl og br lykkjum. Gangið frá endum. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 9 3 1 6 5 6 1 7 2 9 5 4 8 8 9 3 1 7 3 2 6 6 4 1 5 2 6 3 9 4 2 7 5 3 5 2 8 6 7 4 Þyngst 1 4 7 8 1 2 3 2 3 5 6 8 7 4 1 3 6 9 8 4 3 9 1 5 4 2 7 8 5 2 8 6 9 9 5 6 5 7 9 3 9 6 4 6 8 1 8 2 7 5 4 6 3 1 7 1 5 2 5 9 2 4 9 3 5 3 8 2 2 9 6 2 7 9 6 7 1 1 5 6 8 6 9 2 5 1 7 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hlustar mikið á íslenska rappara Daníel er 10 ára Garðbæingur sem finnst fátt skemmtilegra en að leika sér úti með vinum sínum. Hann hlustar mikið á tónlist og finnst gaman að hlusta á íslenska rappara. Hann á eina eldri systur og einn yngri bróður. Nafn: Daníel Pétur Gunnþórsson. Aldur: Verður 10 ára í mars. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Garðabæ. Skóli: Hofstaðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Hitta vinina. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Maya, hundurinn minn. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: GKR. Uppáhaldskvikmynd: Horfi ekki mikið á sjónvarp. Fyrsta minning þín? Leikskólinn minn í Ameríku. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi golf á sumrin. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögreglumaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Pass. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Á hverju sumri fer ég til ömmu og afa á Spáni. Næst » Daníel skorar á frænda sinn, Sigurð Darra Tómasson, að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.