Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Sláturfélag Suðurlands var stofnað 1907 og fagnar 110 ára afmæli um þess-ar mundir. Við stofnun félagsins var sauðfjár- rækt ríkjandi í landbúnaði en gæðamálum var áfátt og alvarleg áföll höfðu orðið í útflutningi á lambakjöti. 110 árum síðar er SS í fararbroddi á sviði matvælafram- leiðslu og umsvifamikið í innflutn- ingi á matvælum og vörum tengd- um matvælaframleiðslu á landinu. Slagorð Sláturfélags Suðurlands hafa alltaf verið grípandi og hver man ekki eftir „Gæðafæða bragðast best“ og í seinni tíð „Fremstir fyrir bragðið“. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að SS hafi frá upphafi verið samvinnu- félag í eigu bænda og í dag séu virkir eigendur félagsins um 900. „Það er merkilegt að hugsa til þess að fyrir stofnun SS hafi bændur víða að rekið fé til Reykjavíkur og freistast til að selja kaupmönnum. Fé sem ekki seldist þann daginn var rekið út fyrir bæinn á kvöldin til beitar og aftur í bæinn á morgnana í von um að það seldist. Seldist slát- urféð alls ekki, sem dæmi voru um, var það rekið aftur heim síðla hausts. Söltun var algengasta geymslu- aðferðin á þeim tíma og töluvert af söltuðu lambakjöti selt úr landi. Gallinn var sá að ímynd kjötsins erlendis var mjög slæm. Fénu var oftast slátrað á blóðvelli og kjötið saltað utandyra af mönnum sem lítið kunnu til verka. „Er til útlanda kom var ástand kjötsins einatt þannig að aðeins fátæklingar lögðu það sér til munns og það jafnvel ekki talið mannafæða,“ eins og segir í 25 ára sögu Sláturfélags Suðurlands. Við þessar aðstæður komu bændur saman við Þjórsárbrú 28. janúar 1907 og stofnuðu Sláturfélag Suðurlands. Stofnfélagar voru 565 og stofnfé samtal 11 þúsund krón- ur. Fyrsti forstjóri Sláturfélags Suðurlands var Hannes Thorarensen. Fyrsti yfirslátrari félagsins var Tómas Tómasson og þótti hann hinn mesti röskleikamaður við öll störf. Samvinnufélög bænda Steinþór segir að á Norðurlöndunum séu samvinnufélög bænda, eins og Sláturfélag Suðurlands, ráðandi í kjötvinnslu og sölu í dag. „Má þar nefna Danish Crown og DLG sem bæði eru samvinnufélög bænda og mjög stór, annars vegar á kjötmarkaði og hins vegar á fóð- urmarkaði. Á Íslandi voru á þessum tíma yfirleitt ekki stofnuð samvinnufélög bænda heldur opin samvinnufélög eins og kaupfélögin þar sem allir gátu verið félagsmenn. Undantekning á þessu var á Suðurlandi þar sem til urðu tvö öflug samvinnufélög bænda, SS, sem var samvinnufé- lag kjötframleiðenda og Mjólkurbú Flóamanna, sem var samvinnufélag mjólkurframleiðenda.“ Hröð uppbygging Gríðarlegur kraftur var í upp- byggingu félagsins allt frá upphafi. Sett voru á fót sláturhús og verslanir undir merkjum SS og félagið náði fljótlega sterkri stöðu á markaði. Strax fyrsta árið voru byggð- ar höfuðstöðvar og sláturhús við Skúlagötu í Reykjavík, sem á þeirra tíma mælikvarða var stór- hýsi, og slátrun þar hófst haustið 1907. Í kjölfarið fylgdi kjötvinnsla og frystihús. Fyrsta matvöruverslun SS var opnuð 1908 og var til húsa í Hafnarstræti í Reykjavík og á þeim tíma var þegar búið að kaupa fyrstu pylsugerðarvélarnar. Steinþór segir að SS hafi rekið sláturhús allt frá frá Kirkjubæjarklaustri að Borgarnesi í samkeppni við marga minni aðila sem hafi smám saman helst úr lestinni. Auk þess rak félagið sút- unarverksmiðju og prjónastofu. Ísskápar voru óþekktir á heimil- um landsmanna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar og frystigeymslur fáar. Haustið 1920 setti SS á lagg- irnar niðursuðuverksmiðju og rak hana í marga áratugi. Fyrstu tvö árin var eingöngu soðið niður beinlaust kindakjöt og kæfa en síðar bættust við fiskbollur og lax og seinna fleiri matvæli. SS geymdi smjör og sá um útflutning þess á síðustu árum smjörbúanna auk þess sem félagið seldi mjólkurafurðir frá Mjólkurbúi Flóamanna og Deildársmjörbúinu í verslunum sínum. Breytingar á markaði „Með þróun markaðarins og milli 1950 og 1960 urðu aðrir aðilar öflugir í smásöluverslun. Má þar nefna Silla og Valda, Víðir og Hagkaup. SS var því farið að keppa við kúnnana sína með því að reka sjálft matvöruverslanir. Sláturfélag Suðurlands lenti þar í erfiðri stöðu og var of seint að bregðast við henni. Það leiddi til þess að félagið komst í talsverðar ógöngur og stóð tæpt árið 1988. Í kjölfar þess endurskilgreindi félagið sig og markaði sér nýja stefnu sem fólst í því að einbeita sér að fram- leiðslu og verslun á heildsölustigi. Í framhaldi af því var annarri starfsemi hætt í áföngum. Frá þeim tíma hefur mikil áhersla verið lögð á hagræðingu og í því sam- bandi má nefna að frá árinu 1985 hefur sauðfjársláturhúsum verið fækkað úr sjö í eitt. Á sama tíma hefur frystihús- um félagsins verið fækkað úr sex í tvö. Eftir nokkur erfið ár tók hagur félagsins að vænkast á ný og í dag stendur SS traustum fótum og er leið- andi á sínu sviði. Félagið hefur þróað starfsemi sína inn á nýjar brautir. Í dag er SS umfangsmikið í innflutningi á mat- vælum og búrekstrarvörum. Það á að fullu Reykjagarð, sem er stærsta kjúklingafyrirtæki á landinu, og Hollt og gott sem er stærsta fyrirtæki lands- ins á sviði unnins grænmetis,“ segir Steinþór. Umfangsmikill innflutningur Starfsemi Sláturfélags Suðurlands er umfangsmikið þegar kemur að inn- flutningi á matvöru og vörum tengdum búrekstri. „Stærstu umboðin sem við erum með tengd búrekstri eru Yara, sem er mjög stór áburðarframleiðandi og DLG, sem er stærsta fóðurfyrirtækið á Norðurlöndum, auk þess sem við flytjum líka inn rúlluplast og sáðvörur og erum að skoða fleiri vöruflokka. Sláturfélag Suðurlands fagnar 110 ára afmæli Haustið 1920 setti SS á laggirnar niðursuðuverksmiðju og rak í marga áratugi. Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands. Fyrsta vörumerki Sláturfélags Suðurlands. Urszula Balejko og Karolina Rynkowska við pökkun á skólamat. Kjötskurður á Hvolsvelli, Maraiusz Lis og Roman Zimnoch, fyrir aftan Rafa Rudak og Adam Wyciszkiewicz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.