Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
„Pabbi, ekki sleppa fiskinum“
Sumarið er tíminn söng
veiðimaðurinn Bubbi Morthens
og það eru orð að sönnu. Og
veiðimönnum finnst líka sumarið
vera tíminn, þeir eru byrjaðir á
fullu að veiða, vötnin hafa opnað
og veiðimenn eru byrjaðir að
renna víða um land. Við fengum
okkur smá bíltúr og kíktum á
veiðimenn kasta fyrir fiska.
Við Hafravatn voru feðgarnir
Hilmar Heimisson og sonur hans,
Hermann Árni, báðir með mikla
veiðidellu.
„Við vorum að landa fiski en
slepptum honum,“ sögðu þeir og
héldu áfram að veiða, en fiskurinn
var að vaka aðeins og gæti tekið
hvað úr hverju.
Skömmu seinna tók urrriði
kringum eitt pundið og hann tók
sæmilega í.
„Pabbi, ekki sleppa fiskinum,
ekki,“ sagði sonurinn Hermann Árni
og hann meinti það. Fiskurinn var
drepinn, ungi veiðimaðurinn vildi
það og aftur var kastað eftir góða
myndatöku.
Fleiri veiðimenn voru að renna,
þarna voru tveir Pólverjar, þeir
voru sofnaðir í bílnum sínum og
stangirnar lágu útí. Aðrir tveir
veiðimenn voru á vatni á bát og biðu
eftir að fiskurinn tæki. Við yfirgáfum
Hafravatn, fiskurinn var þarna og
allir mega veiða þar frítt, sem er það
góða við Hafravatnið.
Einn og einn veiðimaður var
við Þingvallavatn en veiðin var
frekar róleg. Jón Karl var að hætta
veiðum og veiðin hafði gengið
rólega. „Við höfum ekki fengið
neitt en reyndum,“ sagði Jón Karl,
næsti veiðitúr gæti gefið fisk, jafnvel
nokkra.
Veiðin í vötnunum hefur gengið
ágætlega, Hraunsfjörðurinn hefur
verið að gefa og þar var Atli
Bergmann fyrir skömmu og veiddi
fínar bleikjur. Veiðin er bara svona
í dag.
Urriðafoss hefur komið
verulega á óvart
Óhætt er að segja að samstarfs-
verkefni landeiganda og Iceland
Outfitters í Urriðafossi sé
ævintýri líkast. Stangveiði hófst
með miklum krafti, frá fyrsta degi
og fram í miðjan júlí voru nánast
allir að veiða kvótann og margir
þegar snemma dags.
Eins og gefur að skilja þá er
veiðin afar eftirsótt og nánast allir
dagar fullbókaðir frá opnun fram
í miðjan júlí. Laxveiðin hefst 27.
maí í Urriðafossi. Veitt var á tvær
stangir 2017 og veiddust þá 755
laxar. Í maí er veitt á þrjár stangir
og á fjórar stangir frá og með 1.
júní. Tvær stangir í fossinum og
tvær stangir veiða fyrir ofan og
neðan foss, þá er þriggja tíma
skipting.
Keypt hafa verið upp öll net í
fossinum og nú er komin aðstaða
fyrir veiðimenn í litlu sumarhúsi
við fossinn, þar sem þeir geta
grillað sér hádegisverð, komist á
salerni og þ.h. Verið er að útbúa
kort af veiðisvæðinu.
Meðalveiði í Þjórsá er á milli
4000–5000 laxar á ári og allt að
helmingur þeirra hefur verið að
veiðast við Urriðafoss.
Hafa ber í huga að enn er veiði
í Urriðafossi á tilraunastigi og
ekki hefur skapast þar reynsla á
stangveiði en reynsla 2017 sýnir
að meira veiddist á stöng en í
þau net sem eftir voru á svæðinu.
Aðstæður til veiða sumarið 2017
voru þó mjög erfiðar því áin litaðist
mikið og meira en í meðalári.
Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er
allflesta daga litað en mismunandi
mikið litað. Svo maðkveiði eða
veiðar með t.d. túbu og sökku
hentar mjög vel. Þá daga sem
vatnið er fallegt á litinn er einnig
hægt að nota venjulegar flugur og
útbúnað sem hentar þannig veiðum.
Athugið að einungis má veiða á
maðk og flugu, ekki spún.
HLUNNINDI&VEIÐI
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Hilmar Heimisson og Hermann Árni Hilmarsson við Hafravatn með urriða. Myndir / María Gunnardóttir
Jón Karl var að hætta veiðum þegar
við hittum hann á Þingvöllum. Veiðin
var róleg en útiveran góð.
Veiðifélagið Hreggnasi og Veiðifélag Laxdæla
framlengja leigu á Laxá í Dölum
Á dögunum var undirritaður
samningur á milli Veiðifélagsins
Hreggnasa annars vegar og
Veiðifélags Laxdæla um áfram-
haldandi leigu þess fyrrnefnda
að Laxá í Dölum næstu árin.
Samstarf félaganna tveggja nær
aftur til ársins 2014, en þá hófst
leiga Hreggnasa að vatnasvæð-
inu.
Markviss uppbygging á laxastofni
árinnar hefur átt sér stað síðan
þá, meðal annars með breytingu á
veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda
og fiskrækt.
„Laxá í Dölum er án efa meðal
bestu laxveiðiáa landsins. Hún renn-
ur um söguslóðir í Laxárdal og fellur
til sjávar skammt sunnan Búðardals.
Veitt er á fjórar til sex stangir og
er gott veiðihús til afnota fyrir gesti
við Þrándargil. Meðalveiði undan-
farinna þriggja ára er mjög góð eftir
mögur ár á undan, eða tæplega 1.400
laxar. Þetta er með hæstu veiði á
landsvísu sé miðað við afla á hverja
dagsstöng, segir Jón Þór Júlíusson
er við heyrum í honum nýkomnum
af leik Vals og Fylkis.
„Veiðifélagið Hreggnasi ehf.
var stofnað árið 2000 af mér og
Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði
með eitt veiði svæði en í dag bjóð-
um við viðskipta vinum okkar upp
á fjölbreytta kosti víðs vegar um
landið, Hafralónsá, Laxá í Kjós,
Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá,
Laxá í Dölum, Krossá á Skarðsströnd
og Svalbarðsá, Hofsá.“
Lax hefur tekið hjá veiðimanni í Þjórsá og eins gott er að fara varlega á
svæðinu.
Árni Heiðberg og Jón Þór Júlíusson með vænan lax.
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
BÍLAR
Kæli- & frystibúnaður
frá Carrier í miklu úrvali.
Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum.
HURÐIR
Hentar afar vel fyrirtækjum
í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði.
fyrir kæla
KÆLI & FRYSTI
BÚNAÐUR
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300