Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Francesco Cassani var undrabarn og frumkvöðull þegar kom að hönnun og smíði dráttarvéla. Tvítugur smíðaði hann fyrstu dísildráttarvélina ásamt bróður sínum. Árið 1942 stofnuðu þeir SAME sem í dag er hluti af SAME Deutz-Fahs, eins stærsta dráttarvélaframleiðanda í heimi. Þrátt fyrir að Francesco Cassani sé ekki jafnþekkt nafn og Harry Ferguson og Henry Ford í heimi dráttarvélaframleiðslu var hann undrabarn og frumkvöðull þegar kom að vélahönnun og smíði dráttarvéla. Árið 1942 stofnuðu ítölsku bræðurnir Francesco og Eugenio Cassani dráttarvélaframleiðslu- fyrirtækið Società Accomandita Motori Endotermici, skammstafað SAME. Smíðaði fyrstu dísildráttarvélina tvítugur Francesco fæddist skömmu eftir aldamótin 1900 og fyrsti mótorinn sem hann smíðaði var flugvélamótor. Tæplega tvítugur að aldri hóf hann að gera tilraunir með dísilvélar sem var það nýjasta nýja á þeim tíma. Bræðurnir smíðuðu sinn fyrsta traktor 1927 sem fékk heitið Cassani 40. Jafnframt því að vera fyrsta ökutæki með dísilvél sem smíðað var utan Þýskalands var það fyrsta dísildráttarvélin. Vélin var tveggja strokka á fjórum stálhjólum, 40 hestöfl við 550 snúninga á mínútu. Traktorinn var fjögurra gíra, þrír áfram og einn aftur á bak og náði fimmtán kílómetra hámarkshraða. Aðdragandi SANE Bræðurnir hófu að kanna möguleikann á að fjöldaframleiða dráttarvélar árið 1942 og sama ár stofnuðu þeir SAME. Þremur árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, 1948, settu þeir fyrstu dráttarvélina á markað, þriggja hjóla smátraktor sem kallaðist Trattorino Universale. Traktorinn þótti ódýr og fjölhæfur en klunnalegur í notkun. Vélin var tíu hestöfl og gekk fyrir parafíni og með einfalda lyftu. Trattorino Universale var fyrsti traktorinn í heimi með snúningssæti fyrir ökumanninn. Árið 1952 setti fyrirtækið á markað fyrstu fjórhjóladrifnu dísildráttarvélina, DA 25. Sú dráttarvél var tveggja strokka, 25 hestöfl og loftkæld. Sex árum síðar kynnti fyrirtækið til leiks beltadráttarvél sem byggði á grunnhugmynd Ferguson. Francesco bar mikla virðingu fyrir Harry Ferguson og leit reyndar á hann sem sinn eina keppinaut þegar kom að hönnun og smíð dráttarvéla. Útþensla SANE Snemma á áttunda áratug síðustu aldar keypti SANE traktorsdeild Lambourghini. Árið 1979 bættist svissneski drát tarvélaframleiðandinn Hürlimann í safnið og nafni SAME breytt í SAME-Lambourghini- Hürlimann, skammstafað SLM. Rekstrarerfiðleikar Efnahagssamdrátturinn á níunda áratug síðustu aldar reyndist SLM erfiður en fyrirtækið stóð þrengingarnar af sér. Snemma árs 1995 keypti SLM þýska dráttarvélaframleiðandann Deutz-Farh og var nafni SLM breytt í SDF, SAME Deutz-Farh. Í dag er SDF einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi. Það framleiðir dráttarvélar víða um heim og er með söluskrifstofur víða, þar á meðal á Íslandi. Haft er eftir Francecco Cassini að SAME hafi ekki verið stofnað til að græða peninga heldur til að færa Ítalíu virtan iðnað. /VH Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi Rannsóknir sýna að hákarlar geta lært að þekkja djasstónlist sé fæða í boði en að klassísk tónlist gerir þá áttavillta. Nýleg rannsókn við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu bendir til að hákarlar geti lært að þekkja og átta sig á hvaðan djasstónlist kemur séu fæðugjafir í boði en að klassísk tónlist rugli þá í ríminu og geri þá áttavillta. Rannsóknin sem um ræðir fólst í því að kanna skynjun hákarla á hljóði. Lengi hefur verið vitað að hákarlar laðast að vélarhljóði báta og talið að þeir setji það í samhengi við fæðu sem ferðamenn og leiðsögumenn henda í sjóinn til að laða hákarlana að. Dæmi sýna að hákarlar eru ótrúlega fljótir að læra þetta atferli og nýta sér það óspart. Til að kanna getu til að setja ólík hljóð í samhengi við fæðu var spiluð fyrir þá ólík tónlist, djass og klassík. Hegðun hákarlanna sýndi greinilega að hákarlarnir lærðu að staðsetja mismunandi fæðustaði þar sem djasstónlist var spiluð. Aftur á móti virtust þeir missa áttir þegar spiluð var klassísk tónlist. Greinilegt var að þeir áttuðu sig á að eitthvað átti að gera en þeir rötuðu ekki á fæðugjöfina. /VH Undur náttúrunnar: Djassaðir hákarlar UTAN ÚR HEIMI Rannsakendurnir Ola Flaten hjá norsku lífhagkerfisstofnuninni (NIBIO) og Lars Rønning hjá Byggðarannsóknum í Noregi rannsökuðu 72 sauðfjárbú á árunum 2007–2009 og komust að því að það er ekki kjötframleiðslan á hvern skrokk sem ákvarðar arðsemi sauðfjárgreinarinnar heldur vélakostnaður. „Það að hafa góða stjórn á vélakostnaði er mikilvægara en að ná hámarksframleiðsluniðurstöðum. Bændurnir, sem voru með háan vélakostnað, voru jafnframt með lægstu arðsemina og verða því ekki nógu góðir sauðfjárbændur fyrir vikið,“ segir Ola Flaten. Mikið tekjubil hjá bændunum Rannsóknin sýndi svo ekki um villtist að það er ekki samasemmerki á milli þess að eiga stóra dráttarvél og að reka gott sauðfjárbú. Rannsóknin nær til lengri tíma einnig til beitarlands, fóðrunar og bygginga. „Það sem er mikilvægt er að vera með dráttarvél sem ræður við þau verkefni sem þarf að vinna þannig að sauðfjárbændur ættu ekki að hafa sem markmið að vera með stærstu mögulegu vélina á markaðnum,“ segir Ola en hann og Lars, félagi hans, könnuðu einnig velferð og ánægju sauðfjárbændanna í könnuninni: „Allra flestu sauðfjárbændurnir sem tóku þátt voru mjög ánægðir með að stunda búskapinn, óháð arðsemi við hann. Hér kom fram mikil gleði hjá bændunum með að annast dýrin og að halda bæjunum í byggð. Það sem kom okkur á óvart var hversu mikið tekjubil var á milli bændanna, allt frá tímalaunum upp á rúmar 2 þúsund krónur íslenskar og niður í tímakaup upp á rúmar 500 krónur íslenskar í mínus. Svo hér var klárlega þáttur sem hægt væri að fara frekar ofan í saumana á til að auka skilvirkni. Meðalbúið þénaði um 700 krónur íslenskar á tímann samkvæmt þeim tölum sem bændurnir gáfu upp. Það var tilhneiging til að vera betri arðsemi á stærri búunum en þó var það ekki afgerandi að menn væru með stóran rekstur.“ Góð stjórn á föstum kostnaðarliðum Ola skrifaði grein í fyrra um svipað málefni þar sem hann líkti sauðfjárbúskap í Noregi við geitfjárrækt og birtist greinin í norska fagtímaritinu Sau og Geit. Samanburður á greinunum tveimur sýndi að arðsemisþróun hefur verið góð í geitfjárrækt undanfarin 10 ár. „Það hefur verið hóflegri framför í sauðfjárræktinni á sama tímabili en í báðum rekstrarformunum þarf að hafa góða stjórn á föstum kostnaðarliðum og skilvirk notkun á starfskröftum er mikilvæg til að ná góðri arðsemi. Sameiginlegt með bæði sauðfjár- og geitfjárræktinni er að skilyrði sem greinunum eru gefnar frá stjórnvöldum hafa mikil áhrif á framtíðararðsemi þeirra,“ útskýrir Ola og segir jafnframt: „Veður, markaðir og stjórnmálin geta notendur eða réttara sagt bændurnir í þessu tilfelli gert lítið með. Það hefur þó sýnt sig að hin miklu tilbrigði innan greinanna er hægt að gera ýmislegt með til að bæta arðsemina í rekstri hvers og eins. Betri stjórnun kostnaðar og skilvirk notkun á starfsfólki eru oft og tíðum mikilvægar ráðstafanir en þó þarf að passa upp á að skera ekki á kostnað og vinnuframlag á kostnað arðseminnar.“ /ehg - Ostlendingen.no Vélakostnaður ákvarðar arðsemi sauðfjárbænda - Mynd / Ola Flaten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.