Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Föstudaginn 11. maí var nýr elda- skáli og þjónustuhús með snyrting- um vígt í Laugarvatnsskógi. Af því tilefni voru 100 tré gróðursett í sérstökum fullveldislundi, eitt tré fyrir hvert ár fullveldis Íslands. Eldaskálinn er allur úr íslensku timbri en timbur er byggingarefni framtíðarinnar enda bindur það í sér kolefni öfugt við stál og stein- steypu sem hefur í för með sér mjög mikla losun. Ívar Örn Þrastarson, byggingameistari og skógfræðing- ur, hefur stýrt framkvæmdum við eldaskálann. Í Laugarvatnsskógi hefur Skógræktin ásamt heima- fólki, skólum á staðnum og fleirum starfað að skógafriðun og skógrækt allan fullveldistímann og því var þessi staður valinn til hátíðarhalda í tilefni fullveldisafmælisins. Svæðið hefur breyst úr berangri með lágvöxnu kjarri í blómlega skóga. Eldaskálinn og nýja þjón- ustuhúsið er samstarfsverkefni Skógræktarinnar, Bláskógabyggðar og skóla í sveitarfélaginu. Til stend- ur að koma upp fleiri eldaskálum upp á nokkrum stöðum á landinu á næstu misserum. /MHH Forsvarsmenn verkefnisins gróðursettu nokkrar plöntur í tilefni dagsins en þetta eru þau, talið frá vinstri, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla, Halldór Páll Halldórsson, skólameistari menntaskólans, Þröstur Eysteinsson, Skógræktarinnar og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon á Flúðum á heiðurinn af smíði þjónustuhússins sem er klætt að utan með lerki, mjög fallegt hús og mikil prýði af því á Laugarvatni. Eldaskálinn er um 250 fermetrar að stærð, allur byggður úr íslenskum trjám, aðallega sitkagreni úr Hauka- dalsskógi. Húnavallaskóli: Vinna verk með tilvísun í fullveldisafmælið Húnavallaskóli tekur þátt í verkefni á vegum Textílsetursins en markmið þess er að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðararfs í sögu landsins. Nemendur vinna verk sem hefur tilvísun í fullveld- isafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Verkið verður sýnt á Prjónagleði 2018, sem haldin verður á Blönduósi í júní, og síðan mun það prýða súlu í Leifsstöð. Sagt er frá þessu á vef Húnavallaskóla. Jóhanna Pálmadóttir, forstöðumaður Textílsetursins, heimsótti nemendur í 4.–8. bekk og hóf verkefnið form- lega nú fyrir skömmu. Í verkið er notuð ull í fánalitunum og prjónaðir eru bútar sem verða settir saman í teppi. Allir í skólanum geta tekið þátt. Á vef skólans kemur einnig fram að nemendur í 4. og 5. bekk fara í árlega heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Eins og venja er fengu nemendur leiðsögn og fræðslu um safnið. Einnig fengu þau að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull. /MÞÞ Nemendur í 4. og 5. bekk fara árlega í heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og fá þar leiðsögn og fræðslu auk þess að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull. Jóhanna Pálmadóttir, forstöðumað- ur Textílsetursins, heimsótti nem- endur í 4.–8. bekk og hóf verkefnið formlega, en það hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 7. júní Nýr eldaskáli og þjónustuhús í Laugarvatnsskógi Umhverfisverðlaun veitt í Eyjafjarðarsveit – Páll Snorrason í Hvammi hlaut hvatningarverðlaun fyrir skógrækt Umhverfisverðlaun Eyja fjarðar - sveitar fyrir árið 2017 voru afhent nýlega, en þau eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr í tengslum við umgengni og umhirðu á sínu nánasta umhverfi. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni hlutu viðurkenningar ábúendur að Villingadal, eigendur Brúnahlíðar 8 og hvatningarverðlaun hlaut Páll Snorrason. Villingadalur hlaut viður- kenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallega ásýnd. Bærinn ber þess merki að vel hefur verið hugsa um allt nærumhverfið. Í Villingadal er vélum og tækjum vel upp raðað, girðingar í lagi, vel málað og ekki sýnilegur kerfill eða njóli. Ábúendur eru Guðrún Jónsdóttir, Árni Sigurlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Þá hlaut Brúnahlíð 8 viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð og fallegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Rannveig Guðnadóttir og Snorri Ragnar Kristinsson. Páll Snorrason, Hvammi, hlaut hvatningarverðlaun fyrir lofsvert starf á sviði skógræktar. Hann hefur gróðursett og hugsað af mikilli natni um skógræktarsvæðin í Hvammi og á Kroppi. /MÞÞ www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HLIÐGRINDUR - ÝMSAR STÆRÐIR Númer Lýsing Verð án vsk. Verð með vsk. F000 2147 03 Hlið 0,91 m, 7 sláa kr. 11.018 kr. 13.662 F000 2147 04 Hlið 1,22 m, 7 sláa kr. 12.900 kr. 15.996 F000 2140 05 Hlið 1,52 m, 7 sláa kr. 14.264 kr. 17.687 F000 2147 06 Hlið 1.83 m, 7 sláa kr. 17.222 kr. 19.147 F000 2140 07 Hlið 2,13 m, 7 sláa kr. 15.779 kr. 21.355 F000 2140 09 Hlið 2.75 m, 7 sláa kr. 20.549 kr. 25.481 F000 2140 10 Hlið 3,05 m, 7 sláa kr. 21.396 kr. 26.531 F000 2140 11 Hlið 3,35 m, 7 sláa kr. 23.211 kr. 28.782 F000 2140 12 Hlið 3,66 m, 7 sláa kr. 23.376 kr. 28.986 F000 2140 13 Hlið 3,95 m, 7 sláa kr. 26.658 kr. 33.056 F000 2140 14 Hlið 4,27 m, 7 sláa kr. 28.509 kr. 35.351 F000 2140 15 Hlið 4,57 m, 7 sláa kr. 29.639 kr. 36.752 F000 2140 16 Hlið 4.88 m, 7 sláa kr. 30.327 kr. 37.605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.