Bændablaðið - 24.05.2018, Page 34

Bændablaðið - 24.05.2018, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Föstudaginn 11. maí var nýr elda- skáli og þjónustuhús með snyrting- um vígt í Laugarvatnsskógi. Af því tilefni voru 100 tré gróðursett í sérstökum fullveldislundi, eitt tré fyrir hvert ár fullveldis Íslands. Eldaskálinn er allur úr íslensku timbri en timbur er byggingarefni framtíðarinnar enda bindur það í sér kolefni öfugt við stál og stein- steypu sem hefur í för með sér mjög mikla losun. Ívar Örn Þrastarson, byggingameistari og skógfræðing- ur, hefur stýrt framkvæmdum við eldaskálann. Í Laugarvatnsskógi hefur Skógræktin ásamt heima- fólki, skólum á staðnum og fleirum starfað að skógafriðun og skógrækt allan fullveldistímann og því var þessi staður valinn til hátíðarhalda í tilefni fullveldisafmælisins. Svæðið hefur breyst úr berangri með lágvöxnu kjarri í blómlega skóga. Eldaskálinn og nýja þjón- ustuhúsið er samstarfsverkefni Skógræktarinnar, Bláskógabyggðar og skóla í sveitarfélaginu. Til stend- ur að koma upp fleiri eldaskálum upp á nokkrum stöðum á landinu á næstu misserum. /MHH Forsvarsmenn verkefnisins gróðursettu nokkrar plöntur í tilefni dagsins en þetta eru þau, talið frá vinstri, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla, Halldór Páll Halldórsson, skólameistari menntaskólans, Þröstur Eysteinsson, Skógræktarinnar og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon á Flúðum á heiðurinn af smíði þjónustuhússins sem er klætt að utan með lerki, mjög fallegt hús og mikil prýði af því á Laugarvatni. Eldaskálinn er um 250 fermetrar að stærð, allur byggður úr íslenskum trjám, aðallega sitkagreni úr Hauka- dalsskógi. Húnavallaskóli: Vinna verk með tilvísun í fullveldisafmælið Húnavallaskóli tekur þátt í verkefni á vegum Textílsetursins en markmið þess er að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðararfs í sögu landsins. Nemendur vinna verk sem hefur tilvísun í fullveld- isafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Verkið verður sýnt á Prjónagleði 2018, sem haldin verður á Blönduósi í júní, og síðan mun það prýða súlu í Leifsstöð. Sagt er frá þessu á vef Húnavallaskóla. Jóhanna Pálmadóttir, forstöðumaður Textílsetursins, heimsótti nemendur í 4.–8. bekk og hóf verkefnið form- lega nú fyrir skömmu. Í verkið er notuð ull í fánalitunum og prjónaðir eru bútar sem verða settir saman í teppi. Allir í skólanum geta tekið þátt. Á vef skólans kemur einnig fram að nemendur í 4. og 5. bekk fara í árlega heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Eins og venja er fengu nemendur leiðsögn og fræðslu um safnið. Einnig fengu þau að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull. /MÞÞ Nemendur í 4. og 5. bekk fara árlega í heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og fá þar leiðsögn og fræðslu auk þess að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull. Jóhanna Pálmadóttir, forstöðumað- ur Textílsetursins, heimsótti nem- endur í 4.–8. bekk og hóf verkefnið formlega, en það hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 7. júní Nýr eldaskáli og þjónustuhús í Laugarvatnsskógi Umhverfisverðlaun veitt í Eyjafjarðarsveit – Páll Snorrason í Hvammi hlaut hvatningarverðlaun fyrir skógrækt Umhverfisverðlaun Eyja fjarðar - sveitar fyrir árið 2017 voru afhent nýlega, en þau eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr í tengslum við umgengni og umhirðu á sínu nánasta umhverfi. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni hlutu viðurkenningar ábúendur að Villingadal, eigendur Brúnahlíðar 8 og hvatningarverðlaun hlaut Páll Snorrason. Villingadalur hlaut viður- kenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallega ásýnd. Bærinn ber þess merki að vel hefur verið hugsa um allt nærumhverfið. Í Villingadal er vélum og tækjum vel upp raðað, girðingar í lagi, vel málað og ekki sýnilegur kerfill eða njóli. Ábúendur eru Guðrún Jónsdóttir, Árni Sigurlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Þá hlaut Brúnahlíð 8 viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð og fallegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Rannveig Guðnadóttir og Snorri Ragnar Kristinsson. Páll Snorrason, Hvammi, hlaut hvatningarverðlaun fyrir lofsvert starf á sviði skógræktar. Hann hefur gróðursett og hugsað af mikilli natni um skógræktarsvæðin í Hvammi og á Kroppi. /MÞÞ www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HLIÐGRINDUR - ÝMSAR STÆRÐIR Númer Lýsing Verð án vsk. Verð með vsk. F000 2147 03 Hlið 0,91 m, 7 sláa kr. 11.018 kr. 13.662 F000 2147 04 Hlið 1,22 m, 7 sláa kr. 12.900 kr. 15.996 F000 2140 05 Hlið 1,52 m, 7 sláa kr. 14.264 kr. 17.687 F000 2147 06 Hlið 1.83 m, 7 sláa kr. 17.222 kr. 19.147 F000 2140 07 Hlið 2,13 m, 7 sláa kr. 15.779 kr. 21.355 F000 2140 09 Hlið 2.75 m, 7 sláa kr. 20.549 kr. 25.481 F000 2140 10 Hlið 3,05 m, 7 sláa kr. 21.396 kr. 26.531 F000 2140 11 Hlið 3,35 m, 7 sláa kr. 23.211 kr. 28.782 F000 2140 12 Hlið 3,66 m, 7 sláa kr. 23.376 kr. 28.986 F000 2140 13 Hlið 3,95 m, 7 sláa kr. 26.658 kr. 33.056 F000 2140 14 Hlið 4,27 m, 7 sláa kr. 28.509 kr. 35.351 F000 2140 15 Hlið 4,57 m, 7 sláa kr. 29.639 kr. 36.752 F000 2140 16 Hlið 4.88 m, 7 sláa kr. 30.327 kr. 37.605

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.