Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Fuglarnir mættu daginn eftir að skurðgrafan fór – segir Andrés Skúlason, oddviti í Djúpavogshreppi, um vel heppnaða endurheimt votlendis í hreppnum og gróskumikið fuglalíf Einlægur áhugi á umhverfismálum einkennir Andrés Skúlason, odd- vita Djúpavogshrepps. Andrés er fæddur og uppalinn í náttúrupara- dísinni Borgarfirði eystri en bróð- urpart ævinnar hefur hann þó lifað og starfað í annarri náttúrupara- dís, sem er Djúpavogshreppur. Oddvitastarfinu hefur hann gegnt í sextán ár. Andrés er auk þess for- maður skipulags- og umhverfis- nefndar. Umhverfi mótar fólk og Andrés er ekki í vafa um áhrif austfirskrar náttúru á hann sjálfan. „Áhugi og tenging við náttúruna hefur því fylgt mér frá blautu barnsbeini. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt eftir því sem ég hef aflað mér meiri þekkingar á náttúru- og umhverfisvernd í sínum víðasta skilningi.“ Oddvitinn bætir því við að hann hafi fundið fyrir knýjandi þörf að beita sér fyrir umhverfismálum sem hafi óumdeilt haft góð áhrif á samfélagið. Umhverfismál eru eilífðarverkefni Andrés segir að umhverfismálin eigi sér enn of fáa talsmenn á sveitarstjórnarsviðinu. Hann hafi hins vegar ekki hikað við að taka einarða afstöðu þegar umhverfismálin séu annars vegar. Þau séu einfaldlega mál málanna. „Ég tel mig geta kinnroðalaust haldið því fram að Djúpavogshreppur hafi verið í fararbroddi sveitarfélaga í landinu þegar kemur almennt að náttúruvernd og umhverfismálum og auk þess minjaverndarmálum, þó er auðvitað hér eins og annars staðar alltaf hægt að bæta úr. Umhverfismál eru eilífðarverkefni.“ En hvernig líður manni sem er alinn upp í samfélagi veiðimanna og bænda og var vanur því að handleika byssur og veiðarfæri af ýmsu tagi? Saknar hann ekki þess tíma? „Nei, nú horfi ég á náttúruna og lífríkið öðrum augum en áður. Ég nýt þess að fylgjast með atferli fugla og mynda þá en læt ógert að drepa þá, nema hvað ég geng enn þá til rjúpnaveiða, það er hluti af menningararfleifðinni.“ Náttúrubarnið Andrés segir að hann horfi á umhverfi sitt í öðru og stærra samhengi en áður. „Þegar kemur að umhverfinu verður náttúran og lífríkið að njóta vafans. Við sjáum örar breytingar eiga sér stað í loftslagsmálum. Það er ekki í boði að segja að við séum svo lítil eða fá að við skiptum ekki máli. Við erum öll hluti af þessari jörð og berum ábyrgð á henni.“ Djúpavogshreppur hefur friðlýst nokkur svæði Djúpavogshreppur hefur unnið í mörgum athyglisverðum verkefnum á sviði umhverfismála á liðnum árum. „Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem oddvita og fulltrúa sveitarfélagsins að fá að taka þátt í að móta metnaðarfulla stefnu í þessum málum. Við höfum meðal annars friðlýst nokkur svæði og tekið í umsjón og ber þar Teigarhorn auðvitað hæst. Við erum líka fyrsta sveitarfélagið til að friðlýsa búsvæði tjarnarklukkunnar og þar með fyrsta sveitarfélagið til að vernda smádýralíf og taka þar með þátt í að verja og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Þá settum við fram mjög metnaðarfulla verndarstefnu í Aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008 – 2020 og fengum til þess mjög góðan stuðning úr nærsamfélaginu,“ segir náttúruverndarsinninn Andrés sem hefur einnig unnið í metnaðarfullum og stórum verkefnum sem varða menningarminjar í sveitarfélaginu - endurgerð gamalla húsa og skráningar verkefnum, sbr. forn- leifa skráningum þar sem verndar- sjónarmið er haft að leiðarljósi. „Ég geri engan greinarmun á náttúru- og minjavernd, hvort tveggja er jafn mikilvægt, þetta er órjúfanlegt samspil í mínum augum.“ Voru með hugann við loftslagsmálin – Hvers vegna ákvað Djúpavogs- hreppur að endurheimta 20 ha votlendi á Teigarhorni? Hver var hvatinn? „Hann er í raun margþættur. Í fyrsta lagi er landið friðlýst. Með þessu viljum við ekki bara endur- heimta votlendi heldur fjarlægja þessi mannvirki sem skurðir eru. Við erum að færa landið til hins upprunalega með þessu og svo um leið viljum við leggja í púkkið á heimsvísu til að sporna við nei- kvæðum afleiðingum í loftslags- málum. Þá hefur þegar komið í ljós að lífríki hefur aukist til muna á svæðinu á Teigarhorni þar sem við endurheimtum votlendi. Fuglalíf er mun meira á þessu svæði og má þar nefna að æðarfuglinn var mættur mjög fljótlega eftir votlendisend- urheimtina á Teigarhorni.“ Andrés segir ljóst að víða hafi verið gengið mjög harkalega fram við framræslu lands og þar með hefur verið gengið mjög á mikilvæg búsvæði margra mikil- vægra fuglastofna af fullkomnu skeytingarleysi. „Í langan tíma var það eiginlega hálfgerð þjóðarí- þrótt að ræsa fram land og þá skipti stundum litlu hvort ætti að nýta það til ræktunar eða ekki. Bændur voru beinlínis styrktir til að grafa skurði. Ég ásaka þá ekki. Við vitum bara betur í dag og hvaða afleiðingar framræsla á votlendi hefur gagn- vart fuglum og gróðurhúsaloft- tegundum.“ Ótrúlega skemmtileg þróun í Blánni Skammt frá fótboltavellin- um á Djúpavogi er svokölluð Borgargarðsblá eða Bláin eins og svæðið er kallað. Hluti af landinu, eða um 25 hektarar, hefur verið endurheimtur og má segja að hafi orðið hrein sprenging í fuglalíf- inu og hreint ótrúlegt að sjá hvað svæðið tekur skemmtilega við sér. Andrés sagði að fuglarnir hefðu mætt daginn eftir að grafan sem notuð var til að fylla í skurðina fór af svæðinu. „Þarna má nú sjá fjölmargar andartegundir, vaðfugla og svo er gríðarstór hópur grágæsa sem hefur haldið sig á svæðinu og hafa orpið þar líka. Ég hefði ekki trúað – fyrr en ég sá – þessar jákvæðu breytingar. Það sem gerðist í Blánni fór langt fram úr mínum björtustu vonum.“ – Hvað vakti fyrir ykkur með því að endurheimta votlendi í Blánni? „Markmiðið er það sama og á Teigarhorni, taka ábyrgan þátt gegn loftslagsbreytingum, endurheimta, ásýnd svæðisins og auka fuglalíf AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Djúpavogshreppur og Cittaslow – Markmið í umhverfismálum Djúpavogshreppur hefur innleitt hér hugmyndafræði sem nefnist Citta slow. Í þeirri hugmyndafræði þarf að uppfylla 70 viðmið og þar inni eru mörg og stór markmið sem sett eru fram m.a. í umhverfismálum og þar með vernd náttúru- og menningarminja. „Við vorum það sveitarfélag á landinu sem byrjaði hvað fyrst að flokka úr- gangsefni frá heimilum og fyrirtækjum og erum sífellt að þróa það til að ná betri árangri og þessa dagana erum við einmitt að vinna markvisst að þeim málum. Sömuleiðis eru fráveitumál stórt umhverfismál sem við erum búin að gera áætlun um að ljúka á næstu árum. Öll eru þessi mál hluti af því að uppfylla viðmið sem Cittaslow-hugmynda- fræðin setur okkur. Þá skal síðast en ekki síst að nefna endurheimt votlendis sem er stórt fram- lag til loftslagsmála. Þá er stefnt í aðalskipulagi okkar að frekari friðlýsingu svæða í sveitarfélaginu,“ segir Andrés Andrés Skúlason. Í bakgrunni er svokölluð Borgargarðsblá eða Bláin eins og svæðið er kallað. Mynd / ask Skurður í Teigarhorni fyllist af mold. Mynd / Guðmundur Gunnlaugsson gröfumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.