Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
Landsmót hestamanna fer fram í
Reykjavík dagana 1.-8. júlí næst-
komandi. Þar verða á einum stað
sýnd landsins fremstu kynbóta-
hross og þar fer fram glæsileg
gæðingakeppni. Landsmót eru
haldin á tveggja ára fresti, þau
eru stærstu viðburðir sem haldnir
eru í kringum íslenska hestinn og
fjöldi erlendra gesta sækir landið
heim sérstaklega til að koma á
Landsmót. Alls er búist við um
10–12.000 gestum á mótið og þar
af mun um fjórðungur koma
erlendis frá.
„Það verða ekki bara frábærir
hestar sem munu láta ljós sitt skína á
Landsmóti í sumar. Samhliða þéttri
keppnisdagskrá verður boðið upp á
fjölbreytta hliðardagskrá þar sem
fræðsla um allt sem tengist íslenska
hestinum í glæsilegri aðstöðu sem
verkefnið Horses of Iceland stendur
fyrir. Þá verður tónlistin aldrei langt
undan þegar hestafólk kemur saman
og á Landsmóti verða bæði frábær
gítarpartí og alvöru sveitaböll,
segir Áskell Heiðar Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri mótsins.
„Meðal þeirra sem fram koma
eru Albatross með Sverri Bergmann,
Röggu Gísla og Sölku Sól, Alex Ó
og kántrýhljómsveit, Helgi Björns
og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak
og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar
og Hebbi, Dísella Lár. og Magni
Ásgeirsson sem jafnframt er tónlist-
arstjóri mótsins. Þá verður á svæðinu
risaskjár í tjaldi þar sem sýnt verður
frá 16 liða og 8 liða úrslitum á HM
í fótbolta sem fram fer í Rússlandi
á sama tíma og Landsmót.
Landsmótið í sumar hefst á
sérstökum fjölskyldudegi, sem
er sunnudagurinn 1. júlí, en frítt
verður inn á mótssvæðið þann
dag. Þá hefst keppni í barna-
og unglingaflokki og auk þess
verða Jói P. og Króli á svæðinu,
Leikhópurinn Lotta lítur í heim-
sókn og ýmislegt fleira skemmti-
legt verður í boði. Alla móts-
dagana verður svo opið sérstakt
leiksvæði fyrir börn.
Áhugafólk um verslun og
viðskipti fær nóg fyrir sinn snúð á
glæsilegu markaðssvæði Landsmóts
þar sem hægt verður að skoða og
kaupa ýmiss konar varning, bæði
hestatengdan og ekki.
Á svæðinu verður fjölbreytt
úrval af mat, bæði í Reiðhöll Fáks
sem verður breytt í matsal og eins
úti þar sem fjölbreytt úrval af götu-
mat verður í boði.
Tjaldstæði standa öllum móts-
gestum til boða og auk þess geta
gestir keypt sér aðgang að ákveðn-
um tjaldstæðareitum með raf-
magnstengi.
Miðasala á Landsmót stendur
yfir á vefnum landsmot.is og hjá
tix.is og miðar fást á sérstöku for-
söluverði til 15. júní. Hægt er að
kaupa vikupassa og helgarpassa en
á mótinu sjálfu verða jafnframt til
sölu dagmiðar,“ segir Áskell.
/HKr.
Hérna verður farið
yfir atriði sem snúa
að kynbótahrossum
á Landsmóti 2018
og einnig nýjum
áhersluatriðum
í dómum í ár sem gott er að
minna á.
Hvað varðar kynbótahross á
Landsmóti 2018 eru nokkur atriði
sem þarf að koma á framfæri.
Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vinnur
sér þátttökurétt á mótinu og miðað
er við að hafa 170 kynbótahross á
mótinu. Fjöldann í hverjum flokki
má sjá inn á heimasíðu RML,
www.rml.is, undir kynbótastarf >
hrossarækt > kynbótasýningar. Til að
auðvelda bestu klárhrossum landsins
að komast inn á mótið er 10 stigum
bætt við aðaleinkunn klárhrossa
í sætisröðun hrossa inn á mótið.
Þegar sýningarnar eru komnar í
gang má á heimasíðunni www.
worldfengur.com finna lista yfir þau
kynbótahross sem búin eru að vinna
sér þátttökurétt á Landsmót hverju
sinni. Endanlegur listi lítur ekki
dagsins ljós fyrr en 16. júní þegar
vordómum lýkur. Yfirlitssýningu á
Hellu lýkur þann dag en vegna fjölda
hrossa á þeirri sýningu líkur henni
degi síðar en öðrum sýningum. Ekki
þarf að skrá sig inn í WorldFeng til
að sjá þennan lista heldur má opna
hann á forsíðunni með því að smella
á „Sýningarskrá fyrir Landsmót
2018“.
Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í
síðasta sæti inn á mótið (til dæmis
fleiri en ein hryssa í 15. sæti í flokki
7 vetra og eldri hryssna) þá er þeim
öllum heimil þátttaka á mótinu. Þá
eru eigendur hrossa sem vinna
sér þátttökurétt á mótinu en
ætla sér ekki að mæta með þau
af einhverjum ástæðum beðnir
um að láta vita í síðasta lagi
fyrir 18. júní, þannig að hægt sé
að bjóða hrossum sem eru neðar á
listanum þátttöku á mótinu. Hægt
er að láta vita í síma 892-9690 eða
á netfanginu thk@rml.is.
Úrvalssýning kynbótahrossa
Á laugardeginum á Landsmóti
verður úrvalssýning kynbótahrossa
þar sem hugmyndin er að virða
fyrir sér bestu hross landsins fyrir
ákveðna eiginleika; kynna fjölhæfni
og fegurð íslenska hestsins og
í raun þá miklu vídd sem býr í
reiðhestskostum hans. Á þessa
sýningu mega koma hross með 9.5
– 10 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk,
fet og fegurð í reið. Þessi sýning
er opin þeim hrossum sem hafa
hlotið þessar einkunnir á sýningum
vorsins, óháð því hvort þau vinna
sér þátttökurétt á Landsmóti sem
einstaklingar eða ekki. Nánari
upplýsingar um þetta sýningaratriði
verða birtar innan tíðar.
Sýningargjald af
kynbótahrossum á Landsmóti
Á Landsmóti 2018 verður
nauðsynlegt að innheimta sýningar-
gjald af einstaklingssýndum
kynbótahrossum á mótinu.
Samningar hafa náðst á
milli Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins og Landsmóts
2018 ehf. um skiptingu kostnaðar
við sýningar kynbótahrossa á
mótinu og verður hægt að hafa
þetta gjald nokkru lægra en á
öðrum kynbótasýningum. Gjaldið
mun því verða 14.315 kr. fyrir
utan vsk., samtals 17.750 kr.
Þetta var nauðsynlegt að gera á
síðasta móti einnig en ánægjulegt
er engu að síður að niðurstaðan
skuli vera lægra gjald en á öðrum
kynbótasýningum.
Sýningar ársins
Sýningarnar byrja í Spretti,
Kópavogi 22. maí. Það eru nokkur
atriði sem eru ný í dómum í ár og
er gott að rifja þau upp hér:
Dómar á tölti og stökki
Í dómskala kynbótahrossa hefur
staðið að 8.00 sé hámarkseinkunn
fyrir tölt ef ekki er sýnt hægt tölt og
einnig að 8.00 sé hámarkseinkunn
fyrir tölt ef eingöngu er sýnt hægt
tölt. Þá þarf einkunn fyrir hægt
tölt að vera að lágmarki 7.0 eigi
einkunnin 8.0 fyrir tölt að nást. Þetta
hefur þótt ruglandi og gerir það að
verkum að í sumum tilvikum er betra
að sýna ekkert hægt tölt í stað þess
að sýna afar lélegt hægt tölt. Það var
ákveðið í vetur að gera einnig meiri
kröfur til sýninga á hægu tölti og
lækka þá einkunn sem hrossið getur
hlotið að hámarki ef t.d. ekkert hægt
tölt er sýnt. Þetta lítur því svona út í
dómskalanum núna:
7,5 er hámarkseinkunn
fyrir tölt ef:
Hægt tölt er ekki sýnt.
Eingöngu hægt tölt er sýnt.
Til að hljóta einkunnina 8.0 fyrir tölt
þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera
að lágmarki 7.0.
Það sama á við um stökk; að 7.5
er nú hámarkseinkunn fyrir stökk ef
hægt stökk er ekki sýnt eða eingöngu
hægt stökk er sýnt. Ennfremur; til
að hljóta einkunnina 8.0 fyrir stökk
þarf einkunn fyrir hægt stökk að vera
að lágmarki 7.0. Afar fátítt er að
eingöngu hægt tölt eða stökk sé sýnt.
Þá þykir það mikið af upplýsingum
um gangtegundirnar vanta ef þær
eru ekki sýndar á hægu, að rétt sé
að hafa hámarks einkunnina 7,5 í
þeim tilfellum. Þá er það viðmið nú
á yfirlitssýningum að ef hækka á
einkunn fyrir tölt og stökk upp úr
8.0, þá þarf að sýna gangtegundirnar
bæði á hægu og hraðari ferð.
Mat á samræmi
Þegar samband byggingar og
hæfileika var kannað á sínum tíma
komu í ljós mikil áhrif breiddar
um brjóst á hæfileika. Þetta var sú
einstaka mæling sem hafði einna
mest áhrif á hæfileika. Aukin
breidd um brjóst skapar m.a. betra
jafnvægi í hestinum sem er ein af
grunnforsendum afkasta af einhverju
tagi. Áhrifin eru það mikil að ástæða
þykir að horfa sérstaklega til breiddar
um brjóst þegar samræmi hrossa er
metið en breidd um brjóst hefur ekki
haft teljandi áhrif á einkunnagjöf
fyrir samræmi hingað til. Aðal áhrifin
eru þau að mjög grannt brjóst hefur
neikvæð áhrif á hæfileika en þegar
breidd um brjóst er komin upp fyrir
40 cm þynnast áhrifin út. Það er því
markmiðið að koma breidd um brjóst
upp fyrir ákveðið lágmark en stefna
ekki að sífellt breiðara og breiðara
brjósti enda eru áhrifin á hæfileika
ekki línuleg upp á við. Það kom í ljós
að best er að hafa breidd um brjóst
ca. 3 cm yfir meðaltali. Meðaltal
hjá stóðhestum er um 37 cm og
meðaltal hjá hryssum 36 cm. Af
þessari ástæðu var ákveðið að setja
ákveðna vinnureglu nú fyrir vorið um
hvaða áhrif breidd um brjóst hefur á
einkunnagjöf fyrir samræmi. Þessi
vinnuregla var samþykkt á fundi
ræktunarleiðtoga FEIF-landanna í
byrjun febrúar. Reglan er eftirfarandi:
Mat á samræmi:
Til að hljóta 8.5 eða hærra fyrir
samræmi þurfa stóðhestar að hafa
að lágmarki 35 cm í breidd um
brjóst og hryssur 34 cm.
Þetta eru ekki mjög miklar kröfur
þar sem það eru ekki mörg hross
sem eru fyrir neðan þessi viðmið
um brjóstbreidd en mikilvægt að
taka tillit til þessa atriðis við mat á
samræmi.
Aðrar vinnureglur við dómana,
eins og með mat á skeiði og
vilja og geðslagi, sem teknar
voru upp í fyrra má finna inn á
heimasíðu RML undir kynbótastarf
> hrossarækt>kynbótasýningar
(Vinnureglur FEIF við kynbótadóma).
Sýningarárið 2018 og ekki síst
Landsmót hestamanna í Víðidal
er sannkallað tilhlökkunarefni og
væntum við hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins góðs samstarfs við
hrossaræktendur og sýnendur nú
í vor sem endranær.
HROSS&HESTAMENNSKA
Þorvaldur Kristjánsson
ábyrgðarmaður í
hrossarækt
thk@rml.is
Fagráð í hrossarækt starfar
samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga
nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal
annarra verkefna, með stjórn
Stofnverndarsjóðs sem starf-
ræktur er samkvæmt ákvæðum
í sömu lögum og reglugerð nr.
1123/2015 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru að
veita styrki til þróunar- og
rannsóknaverkefna í hrossa-
rækt. Verkefnin skulu stuðla að
viðhaldi verðmætra eiginleika
í íslenska hrossastofninum,
verndun erfðafjölbreytileika
stofnsins og/eða auka þekk-
ingu á stofninum og útbreiðslu
hans. Fagráð í hrossarækt aug-
lýsir eftir umsóknum ár hvert
og tekur ákvörðun um styrk-
veitingar.
Fagráð tekur ákvörðun um
styrkveitingar í júní 2018. Nánari
upplýsingar fást hjá Bænda sam-
tökunum.
Frestur til að skila inn
umsóknum er til 18. júní 2018 og
skal umsóknum skilað til:
Fagráð í hrossarækt, Bænda-
höll inni v/Hagatorg, 107
Reykjavík.
Fagráð í hrossarækt.
Frá Bændasamtökum Íslands:
Umsóknir um styrki úr Stofnverndar-
sjóði íslenska hestakynsins
Glæsilegir hestar en líka ótrúlega margt annað
á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í júlí
Fátt er betra en væn tugga. Mynd / HKr.
Landsmót og kynbótasýningar 2018
Frá setmningarathöfn Landsmóts hestamanan
í Reykjavík 2012.