Bændablaðið - 14.02.2019, Page 55

Bændablaðið - 14.02.2019, Page 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 55 biblian.is Sálm. 18.7 Í angist minni kallaði ég á Drottin, til Guðs míns hrópaði ég. Hann heyrði hróp mitt í helgidómi sínum, óp mitt náði eyrum hans. S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB lyftara Allar gerðir startara og alternatora Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is Renni og vélaverkstæði Hveragerði - Heddplönun - Heddþrýstiprufun - Slípa ventla og ventlasæti - Bora og hóna blokkir - Vélasamsetningar S. 646-5242 Austurmörk 14 810 Hveragerði daggi@vortex.is facebook.com/daggiehf Gunni s: 895-9054 - Maggi s: 852-7577 MÚRVERK STEINSÖGUN KJARNABORUN OG ALMENN VERKTAKAVINNA Bændasamtök Íslands boða hér með til atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016, sem undirritað var 11. janúar 2019. Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í sauðfjárræktarskýrsluhaldi. Þá hafa félagsmenn í Landssamtökum sauðfjárbænda kosningarétt. Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna - www.bondi.is. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá kl. 12:00 á hádegi þann 25. febrúar 2019 til kl.12:00 á hádegi þann 4. mars 2019. Hægt er að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang. Allar nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna eru að finna á heimasíðu Bændasamtakanna - www.bondi.is. Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is. ATKVÆÐGREIÐSLA MEÐAL SAUÐFJÁRBÆNDA Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Framsýn stéttarfélag um tillögur átakshóps í húsnæðismálum: Ekki horft til vanda landsbyggðar Framsýn stéttarfélag í Norðurþingi hefur vakið athygli á því að í nýlegum tillögum átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði er ekki sérstaklega horft til vanda landsbyggðarinnar þar sem húsnæðisskortur er víða alvarlegt vandamál. Meira jafnvægi hefði þurft að vera í tillögum starfshópsins varðandi úrbætur í húsnæðismálum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. „Því verður ekki á móti mælt að vandinn er mikill á höfuðborgarsvæðinu en hann er einnig til staðar á landsbyggðinni, því mega menn ekki gleyma í umræðunni,“ segir í umfjöllun um málið á heimasíðu Framsýnar. Fram kemur að Framsýn stéttarfélag hafi lengi barist fyrir því að almenningur í landinu, ekki síst verkafólk, hafi möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið eða standi til boða leiguhúsnæði á sanngjörnu leiguverði í stað okurleigu sem tröllríður leigumarkaðinum. Til viðbótar hefur félagið ítrekað bent á mikilvægi þess að tillögur sem væru lagðar fram af stjórnvöldum, sveitarfélögum og aðilum vinnumarkaðarins til lausnar þessum mikla vanda tækju mið af þörfum allra landsmanna, ekki eingöngu þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og/eða í stærstu þéttbýliskjörnum landsins. Er það mat forsvarsmanna Framsýnar að átakshópurinn hefði þurft að horfa til sértækra aðgerða á svonefndum köldum svæðum á landsbyggðinni enda sé þar fyrirliggjandi vandi sem þurfi að leysa. Því miður sé tillögur af því tagi ekki að finna í niðurstöðum hópsins. Framsýn varpar fram fjölda hugmynda sem til bóta geta talist í þessum efnum og væntir þess að áfram verði unnið með niðurstöðu átakshópsins og hlustað verði á rödd landsbyggðarinnar sem kallar eftir lausn á fyrirliggjandi vanda í húsnæðismálum víða um land. /MÞÞ Húsavík. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.