Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 55 biblian.is Sálm. 18.7 Í angist minni kallaði ég á Drottin, til Guðs míns hrópaði ég. Hann heyrði hróp mitt í helgidómi sínum, óp mitt náði eyrum hans. S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB lyftara Allar gerðir startara og alternatora Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is Renni og vélaverkstæði Hveragerði - Heddplönun - Heddþrýstiprufun - Slípa ventla og ventlasæti - Bora og hóna blokkir - Vélasamsetningar S. 646-5242 Austurmörk 14 810 Hveragerði daggi@vortex.is facebook.com/daggiehf Gunni s: 895-9054 - Maggi s: 852-7577 MÚRVERK STEINSÖGUN KJARNABORUN OG ALMENN VERKTAKAVINNA Bændasamtök Íslands boða hér með til atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016, sem undirritað var 11. janúar 2019. Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í sauðfjárræktarskýrsluhaldi. Þá hafa félagsmenn í Landssamtökum sauðfjárbænda kosningarétt. Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna - www.bondi.is. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá kl. 12:00 á hádegi þann 25. febrúar 2019 til kl.12:00 á hádegi þann 4. mars 2019. Hægt er að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang. Allar nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna eru að finna á heimasíðu Bændasamtakanna - www.bondi.is. Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is. ATKVÆÐGREIÐSLA MEÐAL SAUÐFJÁRBÆNDA Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Framsýn stéttarfélag um tillögur átakshóps í húsnæðismálum: Ekki horft til vanda landsbyggðar Framsýn stéttarfélag í Norðurþingi hefur vakið athygli á því að í nýlegum tillögum átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði er ekki sérstaklega horft til vanda landsbyggðarinnar þar sem húsnæðisskortur er víða alvarlegt vandamál. Meira jafnvægi hefði þurft að vera í tillögum starfshópsins varðandi úrbætur í húsnæðismálum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. „Því verður ekki á móti mælt að vandinn er mikill á höfuðborgarsvæðinu en hann er einnig til staðar á landsbyggðinni, því mega menn ekki gleyma í umræðunni,“ segir í umfjöllun um málið á heimasíðu Framsýnar. Fram kemur að Framsýn stéttarfélag hafi lengi barist fyrir því að almenningur í landinu, ekki síst verkafólk, hafi möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið eða standi til boða leiguhúsnæði á sanngjörnu leiguverði í stað okurleigu sem tröllríður leigumarkaðinum. Til viðbótar hefur félagið ítrekað bent á mikilvægi þess að tillögur sem væru lagðar fram af stjórnvöldum, sveitarfélögum og aðilum vinnumarkaðarins til lausnar þessum mikla vanda tækju mið af þörfum allra landsmanna, ekki eingöngu þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og/eða í stærstu þéttbýliskjörnum landsins. Er það mat forsvarsmanna Framsýnar að átakshópurinn hefði þurft að horfa til sértækra aðgerða á svonefndum köldum svæðum á landsbyggðinni enda sé þar fyrirliggjandi vandi sem þurfi að leysa. Því miður sé tillögur af því tagi ekki að finna í niðurstöðum hópsins. Framsýn varpar fram fjölda hugmynda sem til bóta geta talist í þessum efnum og væntir þess að áfram verði unnið með niðurstöðu átakshópsins og hlustað verði á rödd landsbyggðarinnar sem kallar eftir lausn á fyrirliggjandi vanda í húsnæðismálum víða um land. /MÞÞ Húsavík. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.