Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Síða 8

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Síða 8
birtist þann 27. ágúst s.l. í Journal of American Medical Association. í grein sinni segir Dr. Shulman frá 150 sjúkl- ingum, sem hann hefur læknað með vatnskælingu einni saman. Brenndu svæðin hafa verið misstór, allt upp í fimmta hluta af yfirborði líkamans. Hann fullyrðir, að sársauki og önnur vanlíðan hverfi að mestu leyti við kælinguna og að veik- indatíminn og veikindin verði þrefalt styttri og minni en með nokkurri annarri þekktri aðferð, þrátt fyrir það, að sjúklingarnir fengu ekki vatns- kælingu fyrr en þeir voru komnir á lækningastofu hans eða spítala. En allt bendir til að árangur sé miklu betri ef vatnskælingin hefst viðstöðulaust eftir brunann. Dr. Shulman reyndi þessa aðferð líka á bruna af völdum rafmagns og eiturlyfja með mjög góðum árangri. Þrátt fyrir að mjög margt þarf enn að rannsaka í sambandi við vatnskælingu á bruna, vil ég leyfa mér að koma fram með vissar reglur fyrir al- menning til að fara eftir þegar einhver brennir sig. Þessar reglur eru því þýðingarmeiri, því meiri sem bruninn er. Ef bruninn er lítill, má gjarnan byrja með að kæla hann með of köldu vatni, t. d. undir vatnskrana (ca. 8—10°), en fara svo í hlýrra vatn þegar tími gefst til. Ef hár eða föt loga, slökkvið eldinn tafarlaust með hverju, sem hendi er næst — flíkum, rúmföt- um, vatni eða hvaða öðrum skaðlausum, óeldfim- um vökva (sjó, mjólk o. s. frv.), eða snjó. Minniháttar bruni: 1. Setiið brunann undir kaldan vatnskrana, í mjólk, mysu, sjó, snió, gosdrykki o. s. frv. Athugið að þó maður grípi til hvaða skaðlausrar kælingar, sem hendi er næst fyrst í stað, á að halda áfram að kæla brunann í hreinu, hálfköldu vatni. Varast skal að nota hrá egg, allar olíur, fitu og smyrsl, þ. á m. brunasmyrsl. Ef kælt er með rennandi vatni (kranavatni, brunaslöngum o. þ. h.), verður að forðast of mikinn þrýsting, sem getur skemmt húðina. Hafið vatnið það kalt, að sviðanum sé haldið í skefium og hættið aldrei kælingunni fyrr en allur sviði er að fullu horfinn. 2. Ef blöðrur myndast, forðist að opna þær svo lengi sem unnt er. 3. Notið ekki umbúðir um brunann, nema óhjá- kvæmilegt sé. Þær draga úr kælingu húðarinnar og auka á vanlíðan sjúklingsins. Auk þess gróa sár án umbúða betur, en með umbúðum. Bruni af völdum eiturlyfja: 1. Skolið brennda svæðið vandlega með hálf- volgu vatni. Gætið varúðar að meiða ekki sjúkl- inginn. 2. Náið i lækni eða sendið sjúklinginn til læknis, slysastofu eða spítala, og skýrið um leið frá hvað hefur skeð og hvað hefur verið gert. Meiriháttar bruni: Ef eldur er í hári eða fötum, slökkvið eldinn viðstöðulaust (sjá að framan). 2. Látið sjúklinginn leggjast út af, helst á hlýjum stað, til að draga úr ofkælingu og kulda- losti. 3. Hellið (hálf-)köldu vatni eða öðrum skaðlaus- um legi á brennda svæðið og rennbleytið brenn- andi föt, sem hylja brunann, með dýfingu í bað- ker, bala, fötu, þvottaskál, með hellingu úr krukku fötu, flöskum o. s. frv., með rennandi vatni frá vatnskrana, sturtu, vatnsslöngu, brunaslöngu o. s. frv., með endurteknum dýfingum eða votum, köldum bökstrum (fyrir andlit, háls, búk). 4. Þegar fötin eru orðin nægilega köld til að hægt sé að handleika þau, á að klippa þau strax af sjúklingnum með gœtni, svo að húðin skemm- ist ekki og lyfta hverju stykki frá líkamanum. Forðist að draga föt af brenndum líkama (sokka, vettlinga, buxur o. s. frv.). Hirðið ekki um fötin, hirðið um húð þess slasaða. Sprengið ekki blöðrur. Ef föt eru föst í brunasári, rífið þau ekki af, heldur klippið í burt öll föt umhverfis svæðið og skiljið pjötluna eftir. * 5. Þegar búið er að kæla húðina og klippa í burtu heit föt, skyldu menn gefa sér tíma til að hugsa hvernig haga skuli meðferðinni. a) Brennda svæðið verður að kæla stöðugt, lang- helst með hreinu vatni. b) Sá brenndi verður að vera hlýr og líða eins þolanlega og unnt er. Ef höfuð, háls eða bol- urinn eru brennd, skulu brenndu svæðin sí- fellt kæld með mjúkum, hreinum, ólituðum stykkjum, lauslega undnum úr köldu vatni. Skipta þarf stöðugt um stykki. Hreinar, þurrar flíkur eiga að hylja hina óbrenndu hluta lík- amans, til að halda sjúklingnum þægilega hlýjum, en forðast skal að hann svitni. Ef sjúklingurinn er með rænu og biður um að gefa sér að drekka, þá má hann fá það, en ekki mikið í senn, né mjög kalt og aldrei áfengi eða önnur örvandi lyf! Látið sjúkling- inn ákveða hve kalt kælivatnið á að vera, nema þegar hrollur er í honum, eða ef brun- inn er mjög útbreiddur, þá að nota volgt vatn, allt upp í 30°. Ef hrollur er í sjúklingn- um, gefið honum heitan drykk (ekki kaffi), eða þunna súpu, bætið fötum á heilbrigðu hluti líkamans (ekki hitabrúsa) og nuddið þá, t. d. iljarnar o. s. frv., ef þær eru kaldar. Ef bruninn er mjög útbreiddur, jafnvel þó hann sé mjög grunnur, á kælivatnið að vera volgt, 6 SLÖKKVIUÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.