Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Side 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Side 9
25—30°. Því hlýrra sem kælivatnið er, því minna dregur það úr sársauka. Halda verður áfram kælingunni þar til allur sviði og sárs- auki er horfiin, e. t. v. allt upp í 5 klst. eða lengur. 6. Snertið ekki brenndu svæðin með fingrunum. 7. Ef nauðsynlegt er að setja umbúðir á brun- ann, verður að þvo sér vandlega með sápu og vatni, helst undir rennandi krana. 8. Hringið til læknis og biðjið hann að koma. Sjúkling ætti ekki að flytja á spitala fyrr en lækn- ir hefur séð hann, og undir öllum kringumstæð- um aetti að kæla brunann áður en tekinn er tími til að hringja í lækni, slysavarðstofu eða spitala. 9. Notið ekki nein smyrsl. 10. Ef ómögulegt er að ná til læknis, spítala eða hjúkrunarkonu, verður að reyna að láta sjúkl- ingnum líða eins vel og unnt er, telja í hann kjark °g fylgjast vel með líðan hans fyrstu 3—4 sólar- hringana, a. m. k. 11. Þegar kælingin er afstaðin og sjúklingurinn tiltölulega laus við sársauka, er best að hafa brenndu svæðin ber án nokkurra umbúða. Ef það er ógerlegt, verður að hylja sárin með sótthreins- uðum umbúðum, eða hreinu, mjúku, nýþvegnu lérefti. Munið að láta bómull aldrei næst sári, hún festist í sárinu. 12. Við allan meiriháttar og útbreiddan bruna, jafnvel þó bruninn virðist yfirborðslegur, má bú- ast við hinu hættulega brunalosti. Helstu einkenni hitalosts: Sjúklingurinn er hræddur, órólegur og fölur. Húðin er köld og þvöl, andardráttur hraður, grunnur og óreglulegur. Meðferð: a) Látið sjúklinginn liggja útaf með höfuð lægra en fætur. b) Losið um föt hans. c) Hyljið hann léttum fatnaði til að halda hon- um heitum, en ekki svo að hann svitni. d) Leysið upp eina teskeið af matarsalti og hálfa teskeið af bökunarsóda í einum lítra vatns, og gefið honum smásopa með eins stuttu millibili og unnt er, án þess að honum verði óglatt. Hættið að gefa upplausnina ef sjúklingurinn kastar upp. e) Umfram allt reynið að láta sjúklingnum liða eins vel og hægt er, dragið úr ótta hans og haldið honum rólegum. f) Gefið honum róandi og verkjaeyðandi lyf eftir því sem hann þarf með. Að endingu skal það tekið fram, að því betur og samvizkusamlegar sem þessum ráðum er hlýtt í einu og öllu, því meiri líkur eru fyrir bata. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 7

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.