Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 17

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 17
Æfing hjá Slökkviliði Miðneshrepps. í september 1970. Hver voru fyrstu viðbrögð þín til að bæta ástandið? — Ég fór þess á leit við sveitarstjórann, Alfreð G. Alfreðsson, að hann boðaði til fundar með brunamálanefnd hreppsins og var það gert. Á fundi brunamálanefndar, sem haldinn var 19. sept. 1970, var tekin fyrir endurskipulagning slökkviliðsins, kaup og tryggingamál slökkviliðs- manna, en fyrir öllu var þó látið ganga að auka tækjakostinn til þess að liðið gæti talist starf- hæft. Við sendum skýrslu til hreppsnefndar um ástandið og brá hún skjótt við og heimilaði kaup á slöngum, stútum, reykgrlmum og ýmsum öðrum nauðsynlcgum útbúnaði, svo og viðgerð á dælunni, sem knýjandi nauðsyn var á að framkvæma. — En var ekki sitthvað fleira sem gera þurfti? — Jú, en eftir þessar breytingar má segja, að liðið hafi orðið starfhæft. Áfram var samt haldið nð þinga um málin og varð niðurstaðan sú, að keypt var slökkvibifreið af Bedford gerð ásamt ýmsum fylgihlutum. Þetta er samskonar bifreið °g mörg önnur smærri slökkvilið úti á lands- byggðinni hafa fengið fyrir milligöngu Bruna- málastofnunar ríkisins. Hjá okkur hefur bifreiðin reynst mjög vel enda hafa dælustjórar liðsins ávallt séð um að allt væri í góðu lagi. — Hvernig eru húsakynni slökkviliðsins? — Slökkviliðið hefur verið til húsa í gömlu björgunarsveitarskýli undanfarin ár og er að- staðan þar gjörsamlega ófullnægjandi vegna mik- illa þrengsla og má segja að þetta hafi háð starfseminni nokkuð. En nú er að birta yfir hjá okkur í húsnæðismálunum þar sem vonir standa til, að við getum flutt í nýtt húsnæði seinni hluta þessa árs, sem verið er að byggja í samvinnu við björgunarsveit Slysavarnafélagsins hér á staðn- um. Húsnæði þetta er um 130 m2 ásamt aðstöðu í litlum fundarsal sem verður í húsinu. — Á hvern hátt eru liðsmenn boðaðir þegar edsvoða ber að höndum? — Við höfum tvær sirenur í kauptúninu og er 1 brunaboði fyrir þær báðar og er hann staðsettur á slökkvistöðinni. Þetta er að sjálf- sögðu mjög úrelt kerfi og slæmt að því leyti, að það tekur oft of langan tíma, frá því fólk verður vart við eld, þangað til búið er að setja sírenurnar SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 15

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.