Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Qupperneq 19

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Qupperneq 19
að halda nokkuð reglulega, þó svo að minni tími gefist alltaf yfir vertíðina, þegar unnið er alla daga jafnt. Við höfum tekið upp þá nýbreytni hér að hafa vaktir, mestu ferðahelgar sumarsins, til að trj'ggja það, að ávallt sé eitthvað af slökkviliðs- mönnum til taks, ef á þarf að halda. 5 menn eru hafðir á vakt hverju sinni, en innifalin í vakt- greiðslunni er æfing, sem haldin er milli kl. 10—12 á sunnudagsmorgnum. Ekk þarf ég að kvarta und- an áhugaleysi minna manna og eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að allt gangi sem best og rækja menn skyldur sínar við slökkviliðið mjög samviskusamlega. — Hvað viltu segja okkur um eldvarnaeftirlit í Miðneshreppi? — Samhliða því að vera slökkviliðsstjóri, þá er ég einnig eldvarnaeftirlitsmaður hér. Starfið er fólgið í því, að athuga kynditæki og umbúnað þeirra í íbúðarhúsum a. m. k. einu sinni á ári og að sjálfsögðu bendir maður fólki á allar þær íkveikjuhættur sem maður verður var við á eftir- litsferðum, þó þær snerti ekki kynditækin og um- búnað þeirra beint. í fyrirtæki fer ég oftar og huga þar að ýmsu fleiru sem orsakað gæti íkveikju, einnig þarf að athuga allar útgöngudyr, stað- setningu gastækja, geymslu efna sem notuð eru til hreinsunar á vélum og vélahlutum o. m. fl. hað er staðreynd, að eldvarnaeftirlit er stærsti þátturinn í eldvörnum og ber því að rækja þau störf vel. Yfirleitt hefur ábendingum mínum um úrbætur verið vel tekið og finnst mér það sýna skilning fólksins á nauðsyn þessara mála. — Þið hafið stofnað félag slökkviliðsmanna í Miðneshreppi, hvernig gengur félagsstarfið? — Það er rétt, við stofnuðum félag 27. maí 1973 með það fyrir augum að gerast aðilar að L.S.S. og vorum við stofnfélagar þar. Algjör einhugur ríkti um þessa félagsstofnun og markmið hennar. Við gerðum okkur alveg ljóst að mikil nauðsyn var á að slökkviliðsmenn um land allt byndust sam- tökum um hagsmunamál sín, svo og til þess að vekja athygli almennings á nauðsyn þessarar ör- yggisþjónustu í hverju byggðarlagi. Við bindum miklar vonir við störf L.S.S. og erum sannfærðir um að mikils má af þeim vænta í framtíðinni. Félag slökkviliðsmanna í Miðneshreppi lagði sitt af mörkum í sölu happdrættismiða fyrir L.S.S. og vorum við ánægðir með útkomuna, þar sem við seldum 350 miða. Félagið gekkst fyrir 2 heimsókn- arferðum á Keflavíkurflugvöll þar sem okkur voru sýnd ýmis tæki varnarliðsins, en hápunktur íerðanna voru heimsóknir í slökkvilið vallarins, þar sem móttökur voru mjög glæsilegar. — Hvað viltu segja okkur um samstarf við ná- grannasveitafélögin í eldvarnamálum? Unnið að slökkvistörfum í Fiskmjölsverksrniðju Barðans hf. í Sandgerði. — Nú hafa verið stofnaðar Brunavarnir Suður- nesja með aðild allra hreppa hér á Suðurnesjum nema Miðneshrepps og Grindavíkurhrepps. Ástæð- an fyrir því, að þessir 2 hreppar eiga ekki aðild að B.S. er sú, að þeir höfðu þegar komið sér upp góðum tækjakosti og liðum og eftir að umsögn Brunamálastofnunar ríkisins í þessum efnum hafði verið fengin, en þar sagði m. a. að þessir hreppar ættu að geta verið sjálfum sér nógir í eldvörnum, var ákveðið að þeir gerðust ekki aðilar. Með þessu er ekki þar með sagt, að það eigi eng- in samvinna að vera á milli þessara aðila. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að þarna þurfi ein- mitt að vera mikil og góð samvinna á milli til hagsbóta fyrir alla. Það er staðreynd, að við Suð- urnesjamenn erum mjög vel í sveit settir, hvað eldvörnum viðkemur þar sem við höfum þann stóra bakhjarl, sem slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli er, en þangað hefur oftsinnis verið leitað eftir aðstoð af sveitarfélögunum hér og hefur ávallt verið brugðið skjótt og vel við með tæki og menn. — Ekki er þetta þitt aðalstarf, Jón, að vera slökkviliðsstjóri í Sandgerði? — Nei, ég er slökviliðsmaður á Keflavíkurflug- velli og hef verið þar á sjöunda ár. Að sjálfsögðu hefur sú kunnátta og reynsla sem ég hef fengið þar, komið mér að miklu gagni við störf mín hér. —■ Að lokum Jón, ertu ánægður með framgang slökkviliðs og eldvarnamála í Miðneshreppi? — Já, það er ég. Mig langar einmitt til að nota þetta tækifæri til að lýsa yfir ánægju minni með þær miklu framfarir, sem átt hafa sér stað i þess- um málum hér í Miðneshreppi, og áframhald er á. Ég vil að endingu þakka þann skilning, sem bæði forráðamenn hreppsins svo og allur almenningur hér, hafa sýnt þessum málum. H.R.S. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 17

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.