Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 6
Fímm ár frá stofnun
fagstéttarfélags LSS
Fimm ár eru nú liðin frá því að fagstéttarfélagið Landssamband
slökkviliðsmanna var stofnað eða þann 2. maí 1992
í Munaðarnesi Borgarfirði.
í lok árins 1990 má segja að
skipulegur aðdragandi að stofnun
stéttarfélagsins hafi byrjað með kosn-
ingu nýrrar stjórnar fagfélagsins sem
fékk það meginverkefni að gera
könnun á vilja slökkviliðsmanna í
aðalstarfi til stofnunar stéttarfélags en
jafnhliða að gera drög að nýju
félagsmódeli þar sem félagið færi bæði
með fagleg og kjaraleg málefni starfs-
stéttarinnar. Þessi draumur hafði lengi
blundað með slökkviliðsmönnum eða
allt frá 1973, þ.e. við stofnun gamla
fagfélagsins. Þann 22 febrúar 1991 var
opnuð með formlegum hætti ný og
vegleg skrifstofu - og félagsaðstaða að
Síðumúla 8 Reykjavík sem þáttur í
þessum áformum og var m.a. þáver-
andi félagsmálaráðherra boðið við
það tækifæri. Breyting á samnings-
réttarlögum opinberra starfsmanna
1986 fól í sér nýja möguleika fyrir
faghópa til að öðlast samningsrétt en
þær skorður voru þó settar að fag-
hópurinn þurfti m.a. að hafa lög-
formlega menntun og/eða starfs-
réttindi. Meinatæknar nýttu sér fyrstir
réttinn og stofnuðu sitt fagstéttarfélag
en í kjölfarið komu síðan fóstrur (nú
leikskólakennarar), sjúkraliðar og
slökkviliðsmenn og fleiri hópar.
Á 19. og síðasta þingi fagfélagsins
sem haldið var í apríl 1992 var sam-
þykkt að slíta fagfélaginu og að eignir
þess rynnu til nýs stéttarfélags. Þetta
var síðan staðfest í allsherjaratkvæða-
greiðslu með 94.6% (þ.e. 526) félags-
manna. Slökkviliðsmenn sýndu þannig
afdráttarlausan vilja sinn til málsins.
Tillaga að drögum að lögum fyrir nýtt
félag var einnig samþykkt. Mikil og
vönduð vinna var lögð í allt það verk
með aðstoð Viðars Más Matthíassonar
hrl. Reynslan hefur sýnt að laga-
ramminn hefur rúmað vel allan þann
fjölbreytileika er félagið inniber hvort
heldur um er að ræða faglega eða
kjaralega þætti félagsstarfsins. Sama á
við um árangursríkt starf LSS að
forvörnum sem nú nýtur góðrar
viðurkenningar landsmanna.
Stofnfundur LSS var haldinn þann 2.
maí 1992 í orlofsbyggð BSRB að
Munaðarnesi þar sem m.a. voru sam-
þykkt endanlega lög fyrir nýtt fag-
stéttarfélag og fyrsta stjórn þess
kjörin.
En félagstofnunin átti eftir að mæta
miklum andbyr væntanlegra viðsemj-
enda og reyndar fjölda annarra aðila.
Viðsemjendurnir neituðu að viður-
kenna samningsrétt LSS fyrir hönd
slökkviliðsmanna á grundvelli þess að
ekki væri um lögformlega menntun að
ræða. Slökkviliðsmenn brugðust hart
við töldu lítið úr sinni menntun og
réttarstöðu gert og stóðu þétt saman í
baráttunni. Náði samstaðan táknrænu
hámarki með fjölmennri mótmæla-
göngu félagsmanna alls staðar að af
landinu þann 20. apríl 1993, fyrst að
Alþingishúsinu þar sem forsætis-
ráðherra var afhent mótmælayfir-
lýsing en síðan í Ráðhús Reykjavíkur
þar sem borgarstjóranum í Reykjavík
var einnig afhent mótmælayfirlýsing.
Þá mótmæltu félagsmenn á Akureyri
með sama hætti við ráðhúsið þar í bæ.
Deilan stóð allt fram til desember 1993
og lauk formlega með undirritun
fyrsta kjarasamnings félagsins þann
13. júní 1994. í byrjun október 1992 var
LSS samþykkt sem 39. aðildarfélag
BSRB. En hefur LSS staðið undir þeim
væntingum sem slökkviliðsmenn
almennt gerðu til eigins fagstéttar-
félags? Því svarar hver og einn félags-
maður en hér á eftir verður gerð grein
fyrir helstu verkefnum félagsins á
umliðnum 5 árum.
Helstu baráttu -
og hagsmunamál
Stofnun skólans og löggilding
Á því tímabili sem hér um ræðir
hafa ýmis baráttumál verið að ná landi
er lúta bæði að faglegum og
réttindalegum þáttum starfa slökkvi-
liðsmanna. Þar ber hæst stofnun
Brunamálaskólans og löggilding
starfsheitisins slökkviliðsmaður svo
og réttindaviðurkenning til handa
hlutastarfandi slökkviliðsmönnum.
Eftir áralanga baráttu slökkviliðs-
manna var sett reglugerð um menntun,
réttindi og skyldur slökkviliðsmanna
fyrst árið 1991 og síðar 1994 bætt um
betur og kveðið sérstaklega á um
stofnun Brunamálaskólans í reglugerð.
Skólinn var settur þann 24. október
1994 en fram að því hafði menntun
starfsstéttarinnar farið fram með
margvíslegum hætti án formlegrar
viðurkenningar stjórnvalda.
Löggilding starfsheitisins „slökkvi-
liðsmaður“ varð að veruleika með
setningu laga 18. apríl árið 1994. En af
fleiru er að taka svo það helsta sé
nefnt: Fræðslusjóður brunamála komst
á laggirnar í mars árið 1994, áragamalt
baráttumál og hefur verið árlega
úthlutað um 3.5 milljónum króna úr
sjóðnum aðallega til náms slökkviliðs-
manna.
Átök við embætti bruna-
málastjóra og neyðar-
símsvörun
Hörð átök urðu vegna samskipta-
örðugleika við brunamálastjóra sem
lauk með því að fimm manna stjórn
Brunamálastofnunar(BR) sem skipuð
er helstu hagmunaaðilum ásamt
þriggja manna skólanefnd Brunamála-
skólans sagði öll af sér vorið 1995. LSS
á aðild að stjórn stofnunarinnar og
hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á
mikilvægi starfsemi hennar fyrir
málaflokkinn. Má nefna að hugmyndin
að reykköfunargámi BR kom fyrst fram
á þingi LSS á sínum tíma. Þá lagðist
LSS hart gegn því að stofnunin yrði
felld inn í Vinnueftirlit ríkisins sem
deild eins og ráðgert var árið 1981 en
ekki varð af því. Áherslur LSS f þessum
efnum hafa beinst að eftirfarandi: 1.
Að málefni brunamála og Bruna-
málastofnun væru flutt yfir til
6
SLOKKVILIÐSMAÐURINN