Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 7
umhverfisráðuneytisins. 2. að stjórn Brunamálastofnunar fari ótvírætt með yfirstjórn hennar. 3. að staða Bruna- málaskólans verði tryggð í Iögum. 4. að skýrt verði kveðið á um þátt slökkviliða í umhverfisslysum. Eftir að niðurstaða fékkst i deiluna um BR var stjórn stofnunarinnar og skólanefnd svo endurskipaðar. í lok síðasta árs ákvað ríkistjórnin að flytja málaflokkinn frá Félagmálaráðu- neytinu yfir til Umhverfisráðuneytisins og má segja að almenn sátt ríki um þá gjörð. Tekur breytingin gildi um næstu áramót og má í framhaldi af því gera ráð fyrir breytingum á lögum um brunavarnir og brunamál. LSS mun Ieggja ríka áherslu á að sem bestur friður geti ríkt um starfsemi BR í framtíðinni. Annað átakamál þar sem félagið hefur þurft að láta til sín taka varðar neyðarsímsvörun landsmanna. Arið 1993 á 20 ára afmæli samtaka slökkvi- liðsmanna (fagfélagið stofnað 1973) var haldin sérstök ráðstefna LSS í tilefni þessara merku tímamóta með þátttöku dómsmálaráðuneytisins um neyðarsímsvörun landsmanna og var öllum hagsmunaaðilum boðið þar til skoðanaskipta um þetta brýna öryggis- mál landsmanna. Um svipað leyti var nefnd dómsmálaráðherra að skila áliti sínu um setningu löggjafar um sam- ræmda neyðarsímsvörun. Á þessum tíma gætti mikillar ásóknar fjölda hagsmunaaðila í að komast að málinu. Sjónarmið lögreglu - og slökkviliðs- manna komu skýrt fram bæði í umsögnum um lagafrumvarpið og á um 300 manna sameiginlegum fundi fagstéttarfélaga þeirra þ.e. LSS og LL sem haldinn var á Hótel Loftleiðum 20. mars árið 1996. Sjónarmiðið byggði á því að gerðar væru endurbætur á starfsemi lögreglu og slökkviliðs þannig að þessir aðilar gætu sam- einast um að reka samræmda neyðar- símaþjónustu fyrir landsmenn en samkeppnisaðilar á markaði ættu ekki að koma þar að eins og reyndin síðar varð á. Þrátt fyrir það hefur barátta félagsins í þessu máli skilað verulegum árangri. Allan tímann hefur félagið haft jákvæð áhrif en baráttan einkennst af varnarstöðu. Þannig náðist fram krafa LSS um að fulltrúi félagsins ætti sæti í samráðnefnd dómsmálaráðherra um neyðar- símsvörun en hann var síðar skipaður í framkvæmdastjórn nefndarinnar. Þá fara slökkviliðsmenn starfandi á vaktstofu Neyðarlínunnar hf með alla stjórn og ábyrgð þeirra verkefna er snúa að slökkviliðinu eins og krafa var gerð um og áfram fer LSS með samningrétt þeirra en til stóð að svo yrði ekki í upphaflegum áformum. Alþingi lét bæði deiluna við embætti brunamálastjóra og um fyrirkomulag neyðarsimsvörun landsmanna til sin taka eins og eftirminnilegt er. Viðamikið forvarnastarf LSS Árið 1991 var hafin skipuleg upp- bygging fyrirbyggjandi forvarnastarfs félagsins á breiðum grundvelli með stofnun sérstakrar Forvarna - og fræðsludeildar LSS. Deildin starfar á landsvísu og er þjónustan seld út í reikning á sanngjörnu verði. Sjö þraut- reyndir slökkviliðsmenn starfa sem leiðbeinendur við deildina og voru haldin á annað hundrað námskeið árið 1996 innan fyrirtækja, stofnana og skóla svo og meðal almennings með vel á fjórða þúsund þátttakendum. Brunavarnaátak LSS hefur verið sérstakt verkefni á vegum LSS og á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1985 en þá var um að ræða samstarfs- verkefni með Brunabótafélagi íslands. Umfang þessa mikilvæga forvarna- verkefnis hefur verið að aukast en það hefur staðið öllum til boða að kostnaðarlausu allt frá upphafi en LSS annast fjármögnun þess. Árið 1992 var ákveðið að þróa átakið sérstaklega innan grunnskólanna en í desember 1994 stóð LSS fyrir sérstökum eldvarnadegi á landsvísu í fysta skipti sem og síðar eldvarnaviku sem hluta átaksverkefnisins. Afar góð samvinna Sögufrœg Ijósmynd úr sögu samtaka slökkviliðsmanna. Slökkviliðsmenn hvaðan- œva að af iandinu krefjast samningsréttar fyrir starfsstéttina - á leið frá Alþingishúsi yfir f Ráðhús Reykjavíkur vorið 1993. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 7

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.