Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 8

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 8
hefur tekist um verkefnið bæði með skólayfirvöldum svo og slökkviliðsstjórum og slökkviliðsmönnum en þeir bera hit- ann og þungann af framkvæmdinni í héraði en heildarskipulag er á hendi félagsins. Þá hafa landsmenn almennt kunnað vel að meta framtakið: Fjár- mögnun átaksins hefur hins vegar verið erfið og er nú mikilvægt að kalla fleiri aðila til þar sem framtakið hefur ótvírætt sannað gildi sitt. Slökkvi- liðsmenn hafa um langt árabil lagt mikla áherslu á gildi forvarna ekki eingöngu vegna almenns forvarna- gildis heldur einnig í þeim tilgangi að skapa jákvæða ímynd almennings til starfa slökkviliðsmanna. Jákvætt viðhorf til slökkviliðsmanna getur skipt sköpum fyrir þá við störf sín sem oftar en ekki eru unnin við afar erfiðar kringumstæður á vettvangi slysa og annarra ófara er hent hafa borgarana. Áfangasigrar í kjaramálum Kjarasamningar Landssambands slökkviliðsmanna eru tveir: Annars vegar við Reykjavíkurborg og fjár- málráðherra f.h. ríkissjóðs, þ.e. einn sameiginlegur samningur vegna félagsmanna starfandi hjá Slökkviliði Reykjavíkur og vegna félagsmanna hjá Flugmálastjórn. Hins vegar við Launa- nefnd sveitarfélaga vegna félags- manna starfandi hjá Slökkviliðunum á Akureyri og Brunavörnum Suður- nesja. Auk þessa þarf LSS að ná niðurstöðu í kjaramál félagsmanna á Keflavíkurflugvelli við Starfsmanna- hald Varnarliðsins og Kaupskrárnefnd Varnarsvæða í kjölfar kjarasamnings- gerðar hverju sinni en slökkviliðs- menn í Reykjavík eru viðmiðunarstétt þeirra þar sem ekki er um fullan samningsrétt að ræða. Þá hefur félagið staðið fyrir útgáfu á svokallaðri launatöflu LSS fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn á landsbyggðinni . Það má segja að um langt árabil hafi ríkt nokkur konar ófremdarástand í kjaramálum slökkviliðsmanna. Slökkvi- liðsmenn voru áður dreifðir í fjölda starfsmannafélaga, bein áhrif þeirra á samningagerðina voru lítil og kröfðust þeir fulls samningsréttar. Þrátt fyrir að iðnmenntun væri skilyrði fyrir ráðningu í starf slökkviliðsmanna auk annarra sérhæfðra menntunar -og þjálfunarkrafna voru byrjunarlaun nálægt atvinnuleysisbótum. Þannig hafði láglaunastefnan komið hart niður á starfstéttinni eins og reyndar fjölmörgum öðrum og þurfti ekki að leita út fyrir landsteinana til að varpa ljósi á þessa mótsögn og skömm. Hér áður fyrr eða í gamla daga eins og eldri menn orða það héldust laun slökkviliðsmanna gjarnan nokkuð í hendur við laun hjúkrunarfræðinga en mikil breyting hafði orðið á í tímans rás. Eftir að samningsréttardeilu lauk komst á fyrsti kjarasamningur starfsstéttar slökkviliðsmanna. Samningurinn var mikill sigur og fól í sér fyrsta og kannski stærsta skrefið í þá átt að sérsníða kjarasamning að sérstökum aðstæðum slökkviliðsmanna. Kjararáð LSS setti fram þá stefnu að ná skyldi fram helstu leiðréttingum í þremur áföngum. í fyrsta kjara- samningi LSS undirrituðum í júni 1994 náðust fram helstu markmið fyrsta áfanga en þau voru: Að koma á fyrsta kjarasamningi með launatöflu er tæki mið af áfangaskilum menntunar slökkviliðsmanna, miðað var við svokallaðan þjónustualdur við inn- röðun í launaflokka, þá var prós- entubil milli launaflokka fært úr 3% í 1.5%. Launataflan byggði á þeirri miklu breytingu sem orðin var á verðlagsþróun í landinu en síðar var yfirlýst af hálfu viðsemjenda að þar hefði verið um tímamótabreytingu að ræða í þessu tilliti. Þá náðu nú slökkviliðsmenn hæstu starfsaldurs- hækkun eftir 13 ára starf í stað 18 ára áður og var þar einnig um einstætt samningsákvæði að ræða. Annar kjara- samningur félagsins byggði á kröfum Kjararáðs, áfanga tvö þ.e. að ná fram sérstökum hækkunum til handa stjórn- endum slökkviliða sem gekk að mestu eftir en um var að ræða afar erfiða samningagerð innbyrðis þar sem hún varpaði enn frekara ljósi á óásættan- lega stöðu byrjendalauna slökkviliðs- manna. A þessu ári var svo þriðja samningagerð LSS sem í reynd fól í sér gerð fimmta og sjötta kjarasamnings félagsins frá upphafi. Kröfugerð félagsins var reist hátt eins og mark- mið þriðja áfanga Kjararáðs gerði ráð fyrir. Nú var komið að því að ná fram leiðréttingu á grunnlaunum til jafns við laun iðnaðarmanna. Slökkviliðs- menn voru reiðubúnir til að fylgja kröfunni eftir með hörðum aðgerðum og þá verkfalli ef nauðsyn krefði. Aðrar mikilvægar kröfur voru að sér- nám væri metið til launa ss. vegna sjúkraflutninga og að starfslok mið- uðust við 55 ára aldur. Ekki kom til átaka en fast var tekist á við samninga- borðið í langri samningalotu sem lauk með vel ásættanlegum kjarasamningum eins og niðurstaða atkvæðagreiðslna segir til um. Þannig var kjara- samningurinn við Reykjavíkurborg og fjármálaráðherra svo og við Launa- nefnd sveitarfélaga samþykktur með milli 80 og 90% atkvæða félagsmanna. Þá urðu ákveðin tímamót við samninga- gerðina með gerð fyrsta kjarasamnings fyrir hlutastarfandi félagsmenn LSS (landsbyggðaslökkviliðsmenn í minni og meðalstórum sveitarfélögum) en nú er hafin vinna við það að koma honum í framkvæmd. Við gerð næstu kjarasamninga þ.e. árið 2000 ætti að vera orðið mögulegt að ná því stefnumarki að koma á einum heild- stæðum kjarasamningi fyrir alla félagsmenn með þeim innbyrðis breyti- leika sem nauðsynlegur kann að vera. Samtök slökkviliðsmanna hafa látið að sér kveða í fag-, réttinda- og kjaramálum á sl. fimm árum. 8 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.