Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 13

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 13
Menntun yfirmanna í Svíþjóð Sænsk lög fela í sér kröfur um menntun stjórnanda við björgunar- störf slökkviliða, ráddningtjánst. í sveitarfélögunum skal ávallt vera yfirmaður á vakt eða bakvakt og á hann samkvæmt Iögunum að vera brunatæknifræðingur, „brand- ingenjör“. Minni sveitarfélög geta fengið undanþágur frá þessu, m.a. með því að semja um slíka vakt við nágrannasveitarfélög. Fyrir utan hefðbundin slökkvistörf snúa ýmis önnur björgunarstörf að sænskum slökkviliðum. í lögum um slökkvilið sveitarfélaga segir að þau skuli bjarga mannslífum, eignum og umhverfi, en einnig reyna að fyrir- byggja atburði þar sem mannslíf, eignir eða umhverfi eru í hættu. Starfssvið sænskra slökkviliða er því mjög vítt. Svíar hafa farið þá leið að tækni- mennta fólk í stöður vakthafandi yfir- manna hjá slökkviliðum og til að fara með yfirstjórn aðgerða á vettvangi. Auk tæknimenntunarinnar verður við- komandi að taka sértakt viðbótarár við björgunarskóla áður en starf hjá slökkviliðum hefst. Tækninámið Tækniháskólinn í Lundi hefur nú í rúm tíu ár menntað brunatæknifræð- inga, „brandingenjörer". Námið, sem var tvö og hálft ár hefur nýlega verið lengt í þrjú og hálft ár, enda aukast stöðugt kröfurnar frá samtökum sveit- arfélaganna. Námið hefst á almennum fögum, s.s. stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Síðan tekur við eðlisfræði bruna og þróun hans utanhúss sem innan. Eldvörnum má í meginatriðum skipta í tvennt; hlutbundna þætti og starfræna. Þeir hlutbundnu eru ávallt til staðar og gera sitt gagn í kyrrþey, s.s. eldvarnarveggir og einangrun stál- bita, en hinir starfrænu bregðast við eða fara í gang þegar eldur kemur upp, s.s. viðvörunarkerfi, reyklosun og vatnsúðakerfi. Notkun ýmissa tölvuforrita fer mjög vaxandi. Má þar nefna forrit sem spá fyrir um útbreiðslu elds og reyks, áhrif reyklosunar o.s.frv. Einnig rýmingar- forrit sem áætla þann tíma sem tekur að rýma byggingar. Höfundur greinarinar, Birgir Finnsson tók snemma á árinu við stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá Slökkvi- liði Akureyrar. Birgir er nýútskrifaður sem brunatœknifrœðingur frá Lundi f Svíþjóð en hafði áður starfað hjá Slökkviliði ísafjarðar í nokkur ár og í lögreglunni þar í nokkra mánuði. Hluti námsins úti fólst í starfsþjálfun við Slökkviliðið í Malmö, og eftir tœkninámið lauk hann eins árs viðbótarnámi fyrir yfirmenn slökkvi- liða við Ráddningsverkets skola i Revinge. Sambýliskona Birgis er Ólöf Björnsdóttir og eiga þau saman eina dóttur, Brynju. I náminu er mikið fjallað um mann- lega þáttinn, þ.e. hvernig manneskj- urnar bregðast við bruna eða annarri vá og hvernig hafa má áhrif á hegðun þeirra. Allir þessir þættir tengjast að lok- um í stóru verkefni, sem er bruna- tæknileg úttekt á stórri byggingu. Farið er í gegnum lög og reglur, eldvarnir í byggingunni, eldhættur og þróun eldsins. Tölvuforrit eru notuð til að spá fyrir um þróun nokkurra brunaferla og hversu mikinn tíma fólk hefur til að rýma bygginguna í hverju tilviki. Fyrir utan þessa þætti kemur efna- fræði og meðferð hættulegra efna inn í námið, auk áhættumats, slökkviefna og slökkvifræða. Nýleg lenging náms- ins stafar einkum af aukinni áherslu á áhættumatið, en einnig hefur verið bætt við námsskeiði um skipulag sveitarfélaga. Björgunarnámið Til að brunatæknifræðingurinn verði hæfur til að starfa innan slökkvi- liða verður hann að taka eitt ár við Ráddningsverkets skola i Revinge. Hann er einn af fjórum björgunar- skólum í Svíþjóð en annar slíkur, sem margir íslenskir slökkviliðsmenn þekkja, er í Sandö. Náminu í Revinge má skipta í tvo meginþætti, annars vegar stjórnun og þróun slökkviliða og hins vegar atferlisfræði sem snýr almennt að mannlegum samskiptum, fræðslu og starfsmannastjórnun. Kennsla í stjórnun slökkviliða á vettvangi fer að miklu leyti fram í formi verklegra æfinga. Fyrst eru tekin fyrir minniháttar óhöpp, sem áhöfn einnar slökkvibifreiðar ræður við. „Óhöppin" fara síðan stækkandi, og að lokum eru störf í stjórnstöð æfð, við svipaðar aðstæður og gilda í skipulagi almannavarna hér á landi. Margar æfinganna eru haldnar sameiginlega með öðrum hópum, sem eru í námi við skólann, s.s. flokksstjórum og varð- stjórum. Æfingarnar fara aðallega fram á æfingasvæði skólans, en einnig í yfirgefnum byggingum í nágrenninu. Auk verklegra æfinga úti við eru settir á svið ýmsir „leikir“ eða eftirlíkingar af atburðum til að æfa vissa þætti stjórn- unar á vettvangi. Auk æfinganna sækja nemendur fyrirlestra um ýmis málefni. Reynt er að hafa þá sem fjölbreyttasta og þannig að vel sé fylgst með nýjungum í málaflokknum. Fengnir eru gesta- fyrirlesarar víða að, s.s. yfirmenn slökkviliða, kennarar frá öðrum skólum auk aðila frá fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast þessum mála- flokki. Að lokum Þess má geta að lokum, að starfsvettvangur brunatæknifræðinga breikkar stöðugt og einskorðast ekki við slökkvilið og eldvarnareftirlit. Margir þeirra starfa nú hjá trygginga- félögum og stórum iðnfyrirtækjum og einnig fjölgar þeim sem starfa á mark- aðinum sem ráðgjafar og brunatækni- legir hönnuðir. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 13

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.