Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 22
mun svo verða áfram. Var fjöldi nem- enda 3.bekkja samtals yfir landið 4.492 skólaárið '96 - '97 í 178 skólum, er því mikil vinna hjá slökkviliðsmönnum um land allt að fara í skólana og standa fyrir eldvarnafræðslu. Liður í bruna- varnaátakinu var símalímmiðar með neyðarnúmerinu 112 sem er sam- eiginlegt númer fyrir slökkvilið, lög- reglu og sjúkrabifreiðar í landinu og fengu öll skólabörn í grunnskólunum afhent símalímmiða auk verkefnis og eldvarnagetraunar. Hafa símalím- miðarnir einnig verið til sölu hjá LSS. Verðlaunaafhending fór fram um allt land og voru vegleg verðlaun styrkt af Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Samtals bárust 810 svör. Einnig var efnt til samkeppni um nafn á eldvarnafræðarann en hann hlaut nafnið „Trausti11 og var límmiða með áprentaðri mynd af honum í hvalslíki einnig dreyft til barnanna. Þrjú börn voru með sömu tillöguna og fengu þau öll verðlaun. 5. þing LSS ályktaði um að mikilvægi þess að sveitarfélög og/eða samtök þeirra komi með beinum hætti að brunavarnaátaki og framkvæmd þess, ekki síst þar sem þau hafa yfirtekið fræðslumálin. LSS hefur notið mjög lítilla fjárhagsstyrkja opinberra aðila vegna átaksins og mun á grundvelli samþykkta 5. þings verða leitað til Sigrún Jónsdóttir starfsmaður LSS dreg- ur í eldvarnargetrauninni. Sigurþór Gunnlaugsson frá Sjðvá-Almennum og Einar M. Einarsson varaformaður LSS fylgjast glaðbeittir með. Á níunda hundrað svör bárust. fjárhagsnefndar Alþingis um fjárfram- lag. I samþykkt 5. þings er hvatt til að eldvarnadagurinn verði gerður að enn frekari viðburði, þar sem almenningi verði enn frekar kynnt slökkviliðin í landinu. Stjórn LSS er ætlað að skipa nefnd til að vinna að málinu. ÉG VIL HJÁLPA TIL VIÐ ELDVARNIR IA\DSSAMB4NI> SLOKKVIIIÐSMANN Landssamband slökkviliðsmanna hefur árlega efnt til brunavarnaátaks í byrjun desember allt frá árinu 1985. Brunavarnaátakið hefur verið að þróast í góðu samráði við fjölda aðila og þá einkum skólayfirvöld í landinu, segja má að með því hafi komist á samræmd eldvarnarfræðsla yngstu barnanna. Brunavarnaátakið hefst á eldvarna- deginum sem haldinn er fyrsta mánu- dag í desember ár hvert, s.l. ár var eldvarnafræðslunni beint sérstaklega að þriðju bekkjum grunnskólanna og Trausti skal hann heita. Eldvarna- frœðarinn Trausti sem gengið hefur til liðs viðLSS.. Svefngalsi á samninganótt. Kjartan Sigurðsson Reykjavíkurflugvelli, Óli R. Gunnarsson Reykjavík og Ármann Björnsson Reykjavíkurflugvelli. Hendur standa fram úr ermum á rit- nefndarfundi. Eggert Snorri Guðmunds- son, Jón Guðlaugsson og Halldór Vil- hjálmsson formaður ritnefndar á fundi í höfuðstöðvum Landssambandsins við Síðumúla. 22 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.