Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 24

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 24
Atök á 38. þingi BSRB Faghóparnir sækja í sig veðrið Mynda samráðsvettvang innan BSRB - Vaxandi kröfur um endurskipulagningu verkalýðshreyfingarinnar í landinu Fagfélögin innan BSRB hafa komið sér upp sameigin- legum vettvangi innan heildarsamtakanna í kjölfar átaka á vorþingi BSRB. Vaxandi þrýstingur er á heildarupp- stokkun og endurskipulagningu innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Á BSRB-þinginu reyndu faghópar (slökkvi- liðsmenn, leikskólakennarar, lögreglumenn, ljósmæður, sjúkraliðar, tollverðir, auk þroskaþjálfa, leikara og fanga- varða) að auka veg sinna fulltrúa í heildarstjórn BSRB og hvetja tii breytinga án árangurs. Skipulagsmál allrar verkalýðshreyfingarinnar hafa verið mjög í umræðunni að undanförnu. I ljósi alls þessa lagði Slökkviliðsmað- urinn þá spurningu fyrir forystumenn þriggja fagstéttarfélaga: Hvernig telur þú að þínu félagi sé best borgið skipulagslega í framtíðinni? Allir kennarar kanni sameiningu Björg Bjarnadóttir formaður Félags íslenskra leik- skólakennara: Félag íslenskra leikskólakennara var stofnað sem stéttarfélag með sjálfstæðan samningsrétt árið 1988. Með því að leikskólakennarar væru sameinaðir í eitt fagstéttarfélag, horfði stéttin bjartari augum fram á veginn, bæði með tilliti til aukinna möguleika á sterkari fagvitund og bættra kjara. Á þessum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar í margvíslegum skilningi. Leikskólinn hefur verið festur í sessi sem fyrsta skólastigið í menntakerfinu og til stendur að sameina kenn- aramenntun. Um nokkuð skeið hafa leikskóla- kennarar velt fyrir sér spurningum varðandi framtíðarskipulag og stöðu félagsins, þ.e. með hvaða stéttum þeir vilji skipa sér í sveit í fag- og kjarabaráttu sinni. Þessar vangaveltur komu m.a. til vegna þess að fólki hefur fundist að félagið finndi ekki nægilegan samhljóm innan BSRB, þar væri ekki hugað nægilega mikið að þáttum er varða fagmennsku, m.a. í tilliti til ákvarðana launa. Það var mat fulltrúa félagsins á BSRB-þinginu að framboð til varaformennsku myndi styrkja félagið bæði inn á við og út á við og bandalagið í heild sinni. Kjörorð þingsins „Samstiga til fram- tíðar“ þótti ögrandi og falla vel að þeim hugmyndum sem farnar voru að þróast í félaginu um að leita annarra leiða hvaða varðaði skipulagsform, en þarna væri tækifæri til að skoða framtíðina í víðara samhengi. En svo fór sem fór að þessu sinni. Um framtíðarskipulag félagsins fer nú fram ítarleg skoðun. Ég tel í ljósi þessa og þróunar síðustu ára að fyrsta skrefið sé að allir kennarar kanni hvort grundvöllur sé fyrir því að þeir sameinist undir einn hatt. Forsenda fyrir því er að sátt náist um skipulagsformið og að séreinkenni og sjálfstæði félaga á hverju skólastigi haldi sér. Það verður að vera jafnvægi á milli heildarhagsmuna og sérmála, þannig að allir hafi visst frelsi en standi saman um sameinginlegu bar- áttumálin hverju sinni og þar hafi allir jöfn áhrif. Ég tel að út frá þeirri hug- myndafræði eigi samstarf að ganga hvar í bandalagi sem stéttarfélög skipa sér og einnig í samvinnu milli heildarsamtaka. Öll starfsemi þarfnast endurskoðunar Jónas Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna: Öll starfsemi þarfnast endur- skoðunar með reglulegu millibili, ella er hætt við stöðnun. Hvort sem við viljum eða ekki mun félagafrelsið halda innreið sfna hér á landi áður en langt um líður. Þá er hætt við að um tíma dragi verulega úr áhrifamætti einstakra félaga, bregðist þau ekki skynsamlega við og lagi sig að háttum nútímans. Margir hafna hugtakinu „fagfélag" og telja „sitt félag“ rúma allar starfs- greinar og öll sjónarmið. Fólki hættir til að hafna „sérstöðu“ og láta „fljóta í meðalmennsku". Sumir reiðast, þegar einn telur hagsmunum sínum betur borgið „annars staðar“. Afneita því að “meðalmennskan” er oft á kostnað þeirra sem í hópi þrengri sjónar- og markmiða ná betri samstöðu til bættra kjara og vinnuumhverfis. Ekki er ólíklegt að á næstu miss- erum muni fólk úr forystusveitum ólíkra stéttarfélaga huga að endur- nýjun á ytri ásýnd þeirra. Líklegt er að ýmis sérgreinasambönd verði til, svo sem innan uppeldis- og kennslusviðs, heilbrigðissviðs, öryggis- og löggæslu- sviðs svo dæmi séu tekin. Á sama hátt er ekki ólíklegt að stærri bandalög muni fá nýja ytri ásýnd, þau breytast í þjónustubandalög (sambönd) og e.t.v. finna hagsmunum sínum betur borgið í samvinnu og samnýtingu t.d. húsnæðis og starfskrafta, án þess þó að um samruna verði að ræða. Ekkert skipulags- form er eilíft Guðmundur Vignir Óskarsson formaður LSS Slökkviliðs- menn eru meðal elstu starfsstétta opinberra starfs- manna og hafa verið innan heildarsamtaka BSRB allt frá upphafi. í dag skiptast opinberir starfsmenn í mörg heildarsamtök svo og stöðugt fleiri stéttarfélög. Allt er því breytingum háð. Samningsrétti opinberra starfs- manna var breytt árið 1986 m.a. vegna kröfu ýmissa hópa um að fara með sín sérmál. í kjölfar þess voru stofnuð fjölmörg fagstéttarfélög innan BSRB (og meðal háskólamanna) sem ótví- rætt hafa sannað gildi sitt og er LSS 24 SLOKKVIUÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.