Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 28

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 28
kalla á þá þegar við þurftum á að halda og þeir á okkur. Það reyndist báðum mjög vel að mínu mati. Við fengum mikla dælu um þetta leyti sem var gott verkfæri og dregin annað hvort af mönnum eða bílum. Synjað um bíl Við útköll urðu menn að koma sér á brunastað eftir getu. Einhverjir gátu komið sér á bíl en aðrir tóku bara til fótanna eða fóru á hjóli. Þegar þar að kom í stríðslok að Innflutings og gjald- eyrisnefnd tók til starfa og úthlutaði tólum og tækjum til innflutnings, skrifaði ég sem slökkviliðsstjóri nefnd- inni og óskaði eftir að fá að kaupa Willys jeppa. Ég taldi mig vera nauð- synlegan í brunavörnum á Suður- nesjum og þyrfti helst að komast fyrstur á brunastað. Oddvitar sveitar- félaganna hér í nágrenninu skrifuðu upp á þessa beiðni. - Við héldum að þetta væri ein- boðið því öryggissjónarmið vega þungt, en ég fékk bara eitt ákveðið svar: „synjað“. Það var ekki talin nokkur þörf á því að slökkviliðs- stjórinn gæti sjálfur komið sér á slys- stað eða brunastað. Nú var ekki um það að ræða að ég ætlaði að hafa fé af opinberum aðiljum, ég ætlaði að borga jeppann sjálfur. En það var ekki að tala um að ég ætti að fá slíkan lúxus. Margir aðrir fengu hins vegar leyfi fyrir að flytja inn slíka jeppa. Það þótti meiri þörf en fyrir slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum sem þyrfti að komast frá Keflavík út í Njarðvíkur, Hafnir eða Sandgerði. Margeir um það leyti sem hann hætti sem slökkviliðsstjóri 1960. Á þakinu er m.a. Ingi Þór Geirsson sfðar slökkviliðsstjóri. Kalli seglasaumari og félagar meðhöndla slöngurnar fullir jafnaðargeðs. Samstarf við setuliðið Við áttum gott samstarf við slökkvi- liðið á vellinum í minni tíð. Af hálfu okkar íslendinga var það mjög vel séð hve setuliðið var okkur mikil hjálpar- hella. Þeir voru oft með okkur í slökkvistörfum, vel búnir tækjum og vel þjálfaðir. Oftast nær nutum við góðs af þekkingu og tækjabúnaði þeirra en það kom einnig fyrir að við værum kallaðir til aðstoðar setuliðinu. Þannig var t.d. um stórbrunann þegar birgðastöðin brann. Við vorum ákaf- lega stoltir af því þegar við fengum tækifæri til að hjálpa þeim. - Okkar gamli góði slökkviliðsstjóri á vellinum, Sveinn Eiríksson sem kall- aður var Patton, var lengi starfsmaður og tengiliður milli okkar og liðsins á Keflavíkurvelli. Það var gert víðtækt samkomulag eins og áður sagði um samstarfið. Ég hafði það fyrir sið eftir að samkomulagið var gert að hvenær sem eldur varð laus, þá bað ég alltaf um að þeir væru í viðbragðsstöðu og þáði aðstoð frá þeim. Það kom nú fyrir að mínir menn voru ekki alveg ánægð- ir með þetta, og kváðust geta ráðið við þetta án aðstoðar frá þeim. Ég leit hins vegar svo á að allur væir varinn góður og engin ástæða væri til að taka óþarfa áhættu á að eldur færi úr böndum. Tækjabúnaður batnar - Fyrsti slökkviliðsbíllinn kom ekki fyrr en í stríðslok, árið 1945. Nokkru síðar fengum við annan bíl, nokkru eldri 1942 módelið. Þetta voru báðir Ford-bílar, vandaðir og öflugir bílar með vatnstanki. (Jón upplýsir okkur um að báðir þessir bílar séu ennþá til, sá eldri hafi verið seldur til forn- bílaáhugamanns, en hinn yngri þeirra sé á slökkvisstöðinni og hafi til 28 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.