Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 29
Sveinn Eiríksson, Patton, var tengiliður
milli liðanna á Vellinum og íKeflavík.
skamms tíma komið að notum í út-
köllum).
- Nei, það var ekki mikið rætt opin-
berlega um slökkviliðið og störf okkar.
Það var helst ef gekk eitthvað illa að
menn töluðu um okkur.Þá gat verið
eitthvað kvartað. Einu sinni man ég til
þess að Jón heitinn Tómasson skrifaði
um að tækin væru ekki nógu góð, sem
var í sjálfu sér alveg rétt hjá honum.
Byrjað að borga laun
- Með tímanum fannst mönnum það
heldur súrt í broti að fá ekki fimm-
eyring fyrir störf sín í slökkviliðinu.
Sem slökkviliðisstjóri lagði ég fram
tillögur til bæjarstjórnarinnar hvernig
komið væri til móts við þessar vaxandi
kröfur slökkviliðsmanna í bænum.
Tilllögur mínar gengu út á að kaupið
yrði tvöfalt kaup iðnaðarmanna,
annars vegar tvöfalt dagvinnukaup og
hins vegar tvöfalt næturvinnukaup
eftir því hvort útkall væri að degi eða
nóttu. Þessi regla var samþykkt og ég
hef grun um að hún sé enn höfð að
viðmiði. (Jón Guðlaugsson staðfestir
að sú sé einmitt raunin fyrir varaliðið,
nema ævinlega sé reiknað með
næturvinnutaxta og að minnsta kosti
fjögurra tíma útkalli).
- Eftir sem áður var þegnskyldan
megin drifkraftur þeirra sem tóku þátt
Tækjakostur liðsins íKeflavík um 1970.
Slökkviliðmenn við gamla Fordbílinn, 1942- árgerðina.
í störfum slökkviliðsins, það þótti
heyra til borgaralegs samfélags. Og
menn undu glaðir við sitt. Svo kom að
því að menn fullorðnuðust í okkar liði
og það þurfti að huga að því hvernig
menn hættu störfum. Það varð nú
þrautin þyngri, en ég lagði fram til-
lögur um að menn yrðu leystir frá
störfum um sextugt og fengju þakkir
frá sveitarfélaginu fyrir þessi tímamót
í ævi þeirra og vel unnin störf. Þetta
reyndist viðkvæmara mál en svo að
tillagan yrði samþykkt þegjandi og
hljóðalaust. Þetta vildu ekki allir menn
samþykkja en þó nokkrir gengu að
þessu.
Gott samstarf sveitarfélaga
- Samstarfið milli sveitarfélaganna
hér á Suðurnesjum var ævinlega
nokkuð gott og að sjálfsögðu fórum
við á brunastaði hvar sem var á
Eftirtaldir aóilar senda slökkviliðsmönnum kveðjur og óskir um velfarnað í starfi
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
29