Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 32

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 32
Forvarna-og fræðsludeild LSS Hugað að eldvörnum og eldvarnabúnaði sumarhússins * I hverju sumarhúsi skal vera reykskynjari og slökkvitæki Sumarhúsaeigendur ekki síð- ur en aðrir eigendur fast- eigna þurfa að hafa eldvarn- irnar í lagi. Þar sem oftast er langt í næstu aðstoð slökkvi- liðs er enn brýnna að geta brugðist strax við ef eldur kemur upp og ekki er verra að hafa kynnt sér réttu handtökin. Öll viljum við hafa dvölina í sumarhúsinu áhyggjulausa og nota- lega, lausa við öll óþægindi og þá ekki síst lausa við slys eða þann ógnvald sem eldurinn getur verið. En til þess að svo geti orðið verður m.a. að hafa réttan eldvarnabúnað og hafa kynnt sér notkunarreglur hans. Þá er rétt uppsetning og fagmannlegur frágang- ur á gaslögnum, uppsetning á eld- unaraðstöðu eða öðrum varmagjöfum og geymsla forðakúta ekki síður mikil- væg. Eldhættan Höfum í huga hin gullnu orð „við tryggjum ekki eftir á“ hvort heldur um er að ræða líf eða eignir. í sumarhúsum leynast víða eldhættur án þess að við hugum beinlínis að því daglega. Algengt er að frágangur reykrörs sé ekki réttur þ.e. liggur of nálægt brenn- anlegum efnum. Það tekur fagmann innan við dagstund að ganga réttilega frá slíkum hlut. Eldstæði innanhúss getur við vissar kringumstæður verið varasamt ef mallandi glóð gengur á súrefnismagn herbergisins þannig að aðstæður til nokkurs konar yfir- tendrunar geta skapast, þ.e. eld- sprenging. Nú eru fáanlegir á mark- aðnum sérstakir skynjarar sem gefa frá sér aðvörunarhljóð ef súrefnis- magn fer niður fyrir lágmark. Gashitun skapar alltaf allnokkra eld - og sprengihættu ef ekki er rétt staðið að málum. Það á einnig við hér að grund- vallaratriði er að notað sé rétt lagna- efni og öll vinna við samsetningar sé vel úr garði gjörð, staðsetning tækja og forðakúts sé rétt. Við óvandaðan frágang eykst lekahætta við tengingar og samskeyti. Brunamálastofnun rík- isins hefur gefið út reglur um upp- setningu á F- gasbúnaði fyrir heimili, sumarhús, húsvagna og húsbíla og eru sumarhúsaeigendur hvattir til að kynna sér þessar reglur vel. Látið fagmenn annast upp- setningu og frágang á gas- tækjum, ofnum, kamínum og öðrum þeim tækjum er eld - og sprengihætta getur stafað af! Víða má sjá að ekki hefur verið hugað að neyðarútgöngu af svefnlofti sumarhúsa. Við slíkar aðstæður getur í raun myndast dauðagildra þar sem eðli reyksins er að stíga hratt upp vegna hitans. Við eld er því hætta á að reykur safnist fyrst fyrir á svefnloftinu. Þá er rétt að benda á að hann er í fyrstunni „nær lyktarlaus" eða á með- an hann slævir meðvitundina. Þannig eru algengustu dauðsföll af völdum elds almennt að næturlagi. Nauð- synlegt er því að tryggja manngengt opnanlegt gluggafag en jafnframt er hægt að fá handhæga brunastiga þar sem þess gerist þörf á verðbilinu 8 til 12 þúsund krónur. Höfum hugfast að nauðsynlegur öryggisbúnaður er í raun afar ódýr líftrygging. Helsti búnaður: Slökkvitæki sem innihalda duft, léttvatn eða vatn, reykskynjari, gas- skynjari (12 volt eða 220), skynjari á súrefnishlutfalli herbergisins, eld- varnateppi og Iéttur stigi fyrir neyðarútgöngu. Allt öryggisbúnaður fáanlegur á góðu verði hjá viður- kenndum söluaðilum. • Skipta skal um rafhlöðuna í reyk- skynjaranum einu sinni á ári. • Vatnstæki þurfa að vera frostvarin með þar til gerðum efnum eða fjarlægjast að vetri. • Látið viðurkennda aðila yfirfara ástand slökkvitækja árlega. Fylgist Almannava Fallhlífastö framkvæ Sólveig Þorvaldsdóttir fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins er 36 ára gömul, bygg- ingaverkfræðingur frá Háskóla Islands og marg reynd og þjálfuð í björgunarmálum. 32 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.