Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 33

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 33
með þrýstimæli og að innsigli tæk- isins sé órofið. Endurhlaða skal slökkvitæki strax eftir notkun. Fjölþjóðleg samvinna Leitið til réttra aðila ! • Fagmenn ss. lagnamenn og blikk- smiðjur annast lagnir, tengingar og uppsetningu búnaðar. • Olíufélögin veita aimenna ráðgjöf um gasnotkun, tengingar og tækja- búnað. • Eldvarnaeftirlit og slökkviliðs- stjórar veita upplýsingar og skera úr um vafaatriði hvað varðar gasbyrgðir og staðsetningu þeirra. • Brunamálastofnun veitir upplýs- ingar um þær reglur sem gilda svo og slökkviliðsstjórar. Forvarna- og fræðsludeild LSS hefur á að skipa þaulreyndum slökkvi- liðsmönnum er fást við kennslu í meðferð handslökkvitækja, almenna fræðslu um eldvarnir og faglega ráðgjöf. Deildin er til húsa í Síðumúla 8 Reykjavík og er þar sýningar - og söluaðstaða fyrir helsta eldvarnar- búnaðinn á markaðnum. Opið er frá 9 til 13 daglega alla virka daga. nir ríkisins kkvari varð Tidastjóri Áður en Sólveig hóf störf sem framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins kom hún með margvíslegum hætti að björgunarmálum. Hún byrj- aði t.d. með Hjálparsveit skáta í Kópavogi árið 1979 og vann í hluta- starfi 1986-89 við Björgunarskóla landssambands hjálparsveitanna hér heima. í Bandaríkjunum stundaði Sólveig framhaldsnám í Baltimore, vann við rannsóknir á áhrifum jarðskjálfta á byggð fyrir almannavarnir í Kali- forníu, vann í tengslum við alþjóða- björgunarsveit Bandaríkjanna, sótti ráðstefnur og námskeið og starfaði í bandarískum björgunarsveitum. Sólveig stundaði fallhlífastökk um margra ára skeið og stundar enn af kappi. Auk þessa skrifaði Sólveig kennslubók í rústabjörgun fyrir Landsbjörgu og hélt námskeið á íslandi fyrir verkfræðingafélagið og björgunarsveitirnar. Hún hefur nú verið framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins um eins árs skeið. Samvörður 1997 Félagsskapur í þágu friðar Dagana 19. til 28. júlí 1997 komu til landsins um 600 björgunarsveitamenn frá 18 þjóðlöndum, hingað til lands til að taka þátt í alþjóða björgunar- æfingunni „SAMVÖRÐUR 1997“ eða eins og æfingin heitir á því máli sem lagt var til að allar þátttökuþjóðirnar notuðu á æfingunni, ensku, „COOPER- ATIVE SAFEGUARD 1997“ „Partner- ship for Peace“. Æfingin var skipulögð af Almanna- vörnum ríkisins og Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Erlendu björgun- arsveitirnar gistu í íþróttahúsinu og Fjölbrautaskólanum í Reykjanesbæ. 21. júlí var setningarhátíðin með mikilli sýningu á tækja- búnaði sveitanna, 22. og 23. júlí æfðu sveitirnar með slökkvi- og sjúkra- liði Keflavíkurflugvallar. Slökkviliðið setti upp 10 mismunandi æfingar svið fyrir 300 erlenda þátt- takendur þessa tvo daga, æfingarsviðin voru grundvölluð við rústa- björgun, björgun úr rými með hindraðan útgang og björgun úr bílflökum. Sjúkralið setti upp æfing- ar við greiningu, með- ferð og merkingar slas- aðara, á söfnunarsvæði slasaðara fyrir hópslys. 24. júlí var frjáls dagur og ferðuðust gestirnir mikið þann daginn. 25., 26. og 27. júlí var síðan „Samvörður“ og aðal æfingarnar, þar voru leyst mörg vandamál sem sett höfðu verið upp á stóru svæði af sérsveitum, um allt Reykjanes, uppá Kjalarnes og austur fyrir Eyrabakka. Almannavarnanefndir og íslenskar björgunarsveitir fengu gott tækifæri til að æfa með erlendu sveitunum, sem reyndust í góðu forrni, vel þjálfaðar og agaðar. Rústabjörgun æfð á Keflavíkuruelli Hoz. Mot. - Rcscoc fe . NnVRl BIR STflTIOW HOIHVIK SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 33

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.