Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 35
Fréttir frá stjórn
Að aflokinni samningagerð
Starfslok tíl skoðunar
LSS vill starfslok við 55 ára aldursmark. Viðsemjendur samþykktu
að málið yrði tekið fyrir í sameiginlegri nefnd
Samninganefndir slökkviliðsmanna, ríkis og
Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu við kjarasamningana í
vor. Frá vinstri: Einar M. Einarsson, Jón Kristjánsson,
Kjartan Sigurðsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur
Vignir Óskarsson, Jón Viðar Matthíasson, Ármann
Björnsson, Óli R. Gunnarsson, Grétar Jónasson, Gunnar
Eydal, Guðrún Árnadóttir og Ásgeir Pálsson.
Norðan heiða rœddu slökkviliðsmenn við fulltrúa
launanefndar sveitarfélaga. Frá vinstri: Rúnar
Helgason, Karl Jörundsson, Sigurður Óli Kolbeinsson
Lúðvík Hjalti Jónsson og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
Meginkröfur LSS voru að leiðrétting
yrði gerð á launum slökkviliðs-
manna á grundvelli kröfu um
iðnmenntun við ráðningu í starf.
Einnig að sérnám væri metið til
launa svo og að starfslok yrðu
miðuð við 55 ára aldursmark vegna
eðlis starfa slökkviliðsmanna. Niður-
staðan í þessu máli varð að starfslok
verði til skoðunar í nefnd sem skila
mun niðurstöðu í árslok.
Samningurinn við
Reykjavíkurborg og ríkið
Þann 21. maí s.l. var undirritaður
þriðji kjarasamningur LSS við Reykja-
víkurborg og fjármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs. Kjarasamningurinn gildir
fyrir félagsmenn hjá Slökkviliði
Reykjavíkur, Reykjavíkurflugvelli og á
Akureyrarflugvelli. Einnig gildir hann
fyrir félagsmenn á Keflavíkurflugvelli
sem viðmiðunarsamningur og vinnur
LSS þessa daganna að útfærslu hans
með Starfsmannahaldi Varnarliðsins
og Kaupskrárnefnd Varnarsvæða.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu í
Reykjavík varð: já sögðu 87%, nei
sögðu 13 % auðir og ógildir 0%. Á
kjörskrá voru 96. Atkvæði greiddu
79%. Niðurstaða atkvæðagreiðslu hjá
Flugmálastjórn varð: já sögðu 75%, nei
sögðu 20 % auðir og ógildir 5%. Á
kjörskrá voru 23. Atkvæði greiddu
87%.
Helstu efnisatriði kjara-
samningsins:
Nýtt kauptaxtakerfi var tekið upp,
tilteknar álags- og aukagreiðslur felldar
inn í reglubundin laun en að öðru leyti
byggt á fyrri grunni.
Byrjunarl. við undirskrift kr. 70.342
Byrjunarl í lok samningst. kr. 87.677
Aðalvarðstj. v. undirskr. kr. 93.356
Aðalvarðstj. lok samn. kr. 116.362
Starfsheitahækkun slökkviliðs-
manns 1 og 2, menntun vegna
grunnnáms og framhaldsnáms við
sjúkra- og neyðarflutninga viðurkennt.
Svokallað reykköfunarálag tók breyt-
ingum yfir í reykköfunar/þrekálag,
starfaldurþrepum fækkað úr átta í sex,
yfirvinnuprósentu breytt úr 1.0385% í
1%, sérstakt hvíldartímaákvæði sett í
samninginn. Bókanir og yfirlýsingar
um: lífeyrismál og starfslok slökkvi-
liðsmanna og aðkomu slökkviliðs-
manna að starfsemi Neyðarlínunnar
hf. og breytt fyrirkomulag sjúkra-
flutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Gildistími frá 1. maí 1997 til 31.
október 2000.
Samningurinn við
Launanefnd sveitarfélaga
Þann 19. júní s.I. var undirritaður á
Akureyri þriðji kjarasamningur LSS
við Launanefnd sveitarfélaga. Kjara-
samningurinn gildir fyrir félagsmenn
starfandi hjá Slökkviliðinu á Akureyri
og hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Kjarasamningurinn er að nokkru leyti
öðruvísi uppbyggður en samningur
félagsmanna hjá Reykjavíkurborg og
ríki og á það einkum við um launatöflu
og fjölda starfheita og innröðun. Stefnt
er að því af hálfu beggja aðila að vinna
að því að koma á einum samræmdum
kjarasamningi.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu á Akur-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
35