Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 37

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 37
Lögreglan kaupír síg ínn í Neyðarlínuna Ríkislögreglan kaupir hlut öryggisfyrirtækis í Neyðarlínunni Starfsemin stöðugt að taka breytingum og samstarfið að batna Embætti ríkislögreglustjóra hefur nýverið keypt hlut Öryggisþjónustunnar í Neyðarlínunni hf. og fleiri breytingar eru fyrirsjáan- legar á eignarhaldi. - Stjórn LSS lýsir ánægju sinni með jákvæða þróun málefna félagsmanna starfandi hjá Slökkviliði Reykjavíkur og gott samráð stjórnenda og fulltrúa Landssambandsins í kjölfar samningagerðar. Þetta kemur fram í samþykkt stjórnar Landssambands slökkviliðs- manna 12. júní sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á að við endurskoðun á „samkomulagi um störf slökkviliðs- manna við símsvörun fyrir neyðar- síma 112” sem fram á að fara fyrir 1. september 1997 verði haft fullt samráð við LSS með vísan til yfirlýsingar borgarstjóra þar um. Breytingar á samkomulaginu taki mið af þeirri reynslu sem þá liggur fyrir um þátt slökkviliðsmanna í starfsemi Neyðarlínunnar h.f. í vor var undirritaður kjarasamn- ingur milli LSS, Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytisins. Með þessum samningi fylgir yfirlýsing Slökkviliðs Reykjavíkur m.a. um að stefnt verði að breytingum á aðkomu slökkviliðs- manna að starfsemi varðstofu Neyð- arlínunnar h.f. Slík breyting felur í sér breytingu á gildandi „sátt” þessarar aðila frá því í apríl 1996, en nú hafa verið samþykkt frávik með áður- nefndum skilyrðum. 112 - yflr allt landið Neyðarlínan stóð fyrir formlegri opnun 30 apríl sl.. í byrjun var um að ræða samstarfsverkefni Pósts og síma, Slökkviliðs Reykjavíkur (Reykja- víkurborgar), Securitas, Sívaka, Slysa- varnafélagsins, Vara og Öryggisþjón- ustunnar. Nú nýverið gerðist það svo að lögreglan gerðist aðili að samstarfinu og keypti hlut Öryggis- þjónustunnar í fyrirtækinu og talið er að hlutur Sívaka verði einnig seldur. Margvíslegir byrjunarörðugleikar hafa komið í ljós og hafa vankantar smám saman verið sniðnir af starfseminni. Ýmislegt er enn eftir að mati slökkviliðsmanna en samtarfið hefur verið að þróast í rétta átt. Starfsemi Neyðarlínunnar er í sér- hönnuðu húsnæði sem var byggt við Slökkviðstöðina í Reykjavík. Allur tækjakostur er af fullkominni gerð og strangar kröfur gerðar til starfsem- innar. Nú hefur tekist að samræma neyðarnúmer fyrir allt landið 112, en áfram munu staðbundin neyðarnúmer lögreglu og skökkviliðs einnig gilda. Meginhlutverk línunnar er að taka m.a. móti símhringingum hvaðanæva að af Iandinu, staðsetja hringinguna, greina vandann, finna samstundis hvert á að beina útkallinu og senda til hjálpar. Neyðarlínan er starfrœkt í sérhönnuðu húsnæði við Slökkvistöðina í Reykjavík að Skógarhlíð 14. Neyðarsímsvörun 112. Séð yfir salinn íSkógarhlíð. Lengst til vinstri má sjá Þorvald Geirsson aðstoðarvarðstjóra í Slökkviliði Reykjavíkur. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 37

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.