Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 44

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 44
Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri SR Breytingar á sjúkraflutningum Tekin upp stefnumótaaðferð við neyðarflutninga á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðsmenn við störf að neyðarflutnignum. Aðstæður eru oft erfiðar og einungis vel menntaðir og reyndir menn sinna alvarlegum slysum hér á landi. (Mynd Júlíus Mbl.) Nýlega voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflutninga hjá Slökkviliði Reykjavíkur, hér eftir kallað SR. Til að átta sig á þeim er rétt að hverfa til ársins 1982 en þá byijaði læknir ásamt hjúkrunar- fræðingi að starfa á einum sjúkrabíl (kallaður neyðarbíll) hjá SR alla virka daga. Áhöfnin samanstóð því af tjórum einstaklingum, tveim sjúkraflutningamönnum frá SR ásamt lækni og hjúkrunarfræðingi frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Neyðar- bíllinn sinnti neyðarútköllum á þjónustusvæði SR sem var þá form- lega Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes. Þetta fyrirkomulag tók ýmsum breytingum bæði hvað varðar viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga ásamt því að reynsla, menntun og hæfni sjúkraflutningamanna jókst einnig gífurlega á þessum tíma. Árið 1988 var mönnun neyðarbílsins, sem var einnig kallaður ýmsum öðrum nöfnum eins og t.d. hjartabíll eða diskóbíll, orðin þrír einstaklingar, tveir sjúkra- flutningamenn frá SR ásamt lækni frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ekki voru allir sammála og eða sáttir við þessar breytingar sem ég tel að hafi verið mjög mikilvægar fyrir sjúkraflutn- ingamenn og sjúkraflutningum til góðs. Þegar ferlið er skoðað og hlustað á þá sem stóðu í eldlínunni er ekki laust við að eftirfarandi máltæki komi upp í hugann. Mennirrtir hata breytingar - Án þeirra verða samt engar framfarir (Kettering.) Fyrsta maí 1996 barst borgar- stjóranum í Reykjavík beiðni frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra um að neyðarbíll SR gegni neyðarút- köllum á starfssvæði Slökkviliðs Hafn- arfjarðar. Borgarstjóri varð við beiðn- inni og fól SR að sinna neyðarútköllum á starfssvæði Slökkviliðs Hafnar- fjarðar á sama hátt og á starfssvæði Á landsþingi LSS var efnt til pallborðs- umrœðna um málefni sjúkraflutninga í tengslum við starfsemi slökkviliða . Þátttakendur í umrœðunni undir stjórn Páls Benediktssonar voru: Björn Gíslason formaður Landssambands sjúkraflutningsmanna, Guðmundur V Óskarsson, formaður LSS, Þorseinn Steinsson frá Hafnarfjarðarbœ, Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Helga Jónsdóttir frá Reykjavíkurborg, en þau þrjú síðastnefndu sjást hér á myndinni. Bar þar á góma sameining sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu og að slökkvilið á landsbyggð færu almennt með sjúkraflutninga., en slökkviliðs- menn sinna um 80% allra sjúkraflutinga í landinu. 44 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.