Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 45

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 45
SR. Á þessum tíma var einnig verið að skoða hvort ekki væri hægt að sameina sjúkraflutningana á svæðinu og þá jafnvel slökkviliðin. Niðurstaðan varð sú að slökkviliðin voru ekki sameinuð en Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær gerðu sameigin- legan samning við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið í júní 1997 um sjúkraflutninga á höfuðborgar- svæðinu sem festi áður gerðar breyt- ingar varðandi þjónustu neyðarbílsins frá fyrsta maí 1996 í sessi. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykja- vík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes, Bessastaðahrepp, Mos- fellsbæ, Kjalarnes, Kjósarsýslu og Blá- fjallasvæðið. Strax fyrsta maí 1996 komu fram athugasemdir um að með stækkun á þjónustusvæði neyðarbílsins yrði þjónustan lakari og var þar bent á ýmis atriði eins og t.d. ykust líkurnar á því að hann yrði upptekinn þegar annað neyðartilvik kæmi og einnig að útkallstími hans yrði lengri svo eitthvað sé nefnt. Þessar athuga- semdir áttu fyllilega rétt á sér og var því farið að skoða hvað væri hægt að gera. Horft var á hvernig hlutunum er fyrirkomið hjá öðrum þjóðum og einnig gamlar hugmyndir ræddar. Dustað var rykið af hugmyndum um svo kallaða stefnumótaaðferð sem er þekkt víða erlendis. Varð það ofaná að í júní s.l. var ráðist í að reyna stefnumótaaðferðina á svæðinu sem byggist á því grundvallaratriði að bíll (stefnumótabill) mannaður einum sjúkraflutningamanni og lækni fer í neyðarútköll með öðrum sjúkrabílum en flytur ekki sjúklinga. Með þessu móti er sérfræðiþekking læknis ávallt aðgengileg en ekki bundin í flutningum á einstaka sjúklingum sem eru oft á tíðum tímafrekir og ekki nauðsynlegt að læknir sé að sinna. Læknirinn getur þó farið með þeim sjúkrabílum sem flytja ef hann telur það sé nauðsynlegt allt eftir aðstæðum hverju sinni. í dag eru vel útbúnir sjúkrabílar mannaðir tveim sjúkraflutningamönn- um með neyðarbílsmenntun tilbúnir í útkall með stefnumótabílnum á þrem slökkvistöðvunum á svæðinu. Slökkvi- stöðvarnar eru mjög vel staðsettar landfræðilega eða ein í Flatarhrauni Hafnarfirði og tvær í Reykjavík þ.e.a.s. í Skógarhlíð og Tunguhálsi, sem er mjög mikilvægt til að lágmarka útkallstíma sjúkrabílanna. Hugmynda- fræðin bakvið stefnumótaaðferðin er að nýta reynslu, menntun og þekkingu allra aðila á sínu sviði hverju sinni. Reynsla, menntun og þekking sjúkra- flutningamanna og þeirra lækna sem sinna sjúkraflutningum er til fyrir- myndar og gerir það kleift að hægt er að reyna stefnumótaaðferðina á svæðinu. FLEECE FATNAÐU R □ NDUNARFATNAÐUR KU LDAGALLAR VINNUFATNAÐUR BAKPDKAR SVEFNPDKAR GÖNGUSKÓR BETRI FATNAÐUR «Sc MARGT FLEIRA... SKEIFUNNI 15 S: 568 5222 SLOKKVILIÐSMAÐURINN 45

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.