Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 5
ÁVARP í TILEFNI AF DEGI FATLAÐRA Idag, 13. október 1989 gangast heildarsamtök allra fatlaðra og aðstandenda þeirra hér á landi fyrir Degi fatlaðra á Islandi undir yfirskriftinni LÍFSGÆÐI. Með þessum aðgerðum vilja samtökin ná eyrum almennings og stjórnvalda þessa lands og kynna fyrir þeim nokkr- ar staðreyndir, sem blasa við fötluðu fólki og fjölskyldum þess. Heildarsamtök fatlaðra fagna því sem áunnist hefur á undanförnum ár- um. Fyrir tilstuðlan samtakanna og áhuga einstakra stjómmálamanna, er aðstaða margra fatlaðra nú betri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar er það staðreynd, að í dag ríkir algjört neyð- arástand í umönnun og húsnæðismál- um hjá fjölmennum hópum fatlaðs fólks. Staðreyndin er, að þrátt fyrir sam- býli sem reist hafa verið á undan- fömum árum, hrannast upp biðlistar hjá svæðisstjórnum, sveitarfélögum og Hússjóði Öryrkjabandalags íslands. Fjölskyldur ráða alls ekki við að veita fjölfötluðum einstaklingum nauðsynlega aðhlynningu og því hefur skapast neyðarástand á mörgum heim- ilum. Á undanfömum árum hafa heild- arsamtök fatlaðra reynt að benda stjómvöldum á þessar staðreyndir á margvíslegan hátt. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir fjölmennum samkomum þar sem stjómmálamenn hafa gefið afdráttar- laus loforð um lausn þessa vanda, en minna hefur orðið um efndir. Þrátt fyrir alla þessa baráttu hefur ekki einu sinni verið haldið í horfinu og biðlistar hjá svæðisstjómum lengjast dag frá degi. Heildarsamtök fatlaðra eru orðin langþreytt á þessu ástandi og telja fullreynt, að hægt sé að ná eyrum stjómmálamanna, með hefðbundnum hætti. Fötlun er ekki einkamál fatlaðra eða fjölskyldna þeirra. I raun er engin trygging gefin í þessum efnum. Hin fjölmörgu umferðar- og atvinnuslys, ýmsir sjúkdómar, svo og aukin tækni og þekking á sviði læknavísinda, hafa Ásdís Skúladóttir flytur ávarpið. orðið þess valdandi að fötluðu fólki hefur fjölgað. Stuðningur launþega- samtakanna endurspeglar, svo að ekki verður um villst, þann vilja þjóðarinnar að fatlaðir njóti jafnréttis og lífsgæða. Þessa samstöðu fjöl- mennustu samtaka landsins geta stjómmálamenn ekki sniðgengið. Samfélag manna byggir á samábyrgð einstaklinga. Án samábyrgðar ríkir stjórnleysi. Þess vegna ætlast þjóðin til þess að fatlaðir njóti jafnréttis og lífsgæða á sama hátt og ætlast er til að hinir ófötluðu vinni hver með sínum hætti að bættum lífskjörum heildarinnar. án tillits til þess hvar í flokki þeir standa. Það er smánarblettur á þjóðinni að umönnun og húsnæðismál fatlaðs fólks skulu vera með þeim hætti, sem raun ber vitni. Menn verða að taka tillit til þess að stórfjölskyldan er liðin undir lok og einyrkjabúskapur tekinn við, og þess vegna verður samfélagið að koma til móts við þarfir þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Öryrkjabandalag Islands, Landssamtökin Þroskahjálp, Banda- lag háskólamanna, Bandalag kenn- arafélaga, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband íslands skora því á stjómvöld að gerð verði nú þegar í þingbyrjun fjögurra ára áætlun, með það markmið í huga, að útrýma þeim neyðarbiðlistum eftir húsnæði og þjónustu, sem nú eru fyrir hendi og tryggja jafnframt nauðsynlegt rekstrarfé. Samtök fatlaðra eru nú reiðubúin að heyja baráttu fyrir stefnumálum sínum með öllum tiltækum ráðum. Sjái stjórnmálamenn ekki hina siðferðilegu skyldu sína með eigin augum, munu hagsmunasamtök fatlaðra finna leið til þess að rödd þessa þjóðfélagshóps heyrist á Alþingi Islendinga. Neyðarástand í málefnum fatlaðra er vandi samfélagsins og þennan vanda verða stjómmálamenn að leysa, Ávarpið var flutt af Ásdísi Skúladóttur leikkonu og félagsfræðingi. Alla vega er alvaran í svipnum. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.