Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 7
lega. Annað er svo alls óviðunandi að engu tali tekur. Einn ljós punktur svo í lokin, þó ekki stafi af honum neinn töfraljómi: Inni á fjárlagalið heilbrigðisráðu- neytis er þó viðurkenningarframlag fyrir heimili fyrir mænuskaddaða og vilyrði mun fyrirhækkun þess. Sífelld barátta okkar fyrir því að einnig yrði veitt til þessa á fjárlögum sérstaklega, hefur sem sé borið árangur - þó takmarkaður sé og sú upphæð bætist þó við fé framkvæmdasjóðsins nú og vonandi næst einnig. Annars er nú eftir ákveðin barátta við fjárveitinganefnd um lágmarks leiðréttingar og bezt að segja ekki meira nú um þessi fjárlagamál, þó ég viti mætavel, að þegar Fréttabréfið kemur út, þá verða þingmenn að ganga frá lokatölunum, sem ekki verður þá breytt. Afram heldur hin eilífa barátta og ekki annað að gera en ganga þar til verks af djörfung þeirra sem vita sig vera að gera réttlætiskröfur, sem allt samfélagið ætti í raun að taka heilshugar undir. Að loknum lestri í október, Helgi Seljan. Nokkrar staðreyndatölur fjárlagafrumvarps: Allt í þús. I. Heildartala félagsmálaráðuneytis nú: 1.144.780 í fyrra 935.798 Almennur rekstur 143.156 Aðalupphæð þar varðar greiðslur v. 10 gr. 119.930 Málefni fatlaðra a) Reykjavík 300.978 b) Reykjanes 232.640 c/ Vesturland 32.107 d/Vestfirðir 35.858 e/Norðurland vestra 28.768 f/Norðurland eystra 186.074 g/Austurland 48.097 h/Suðurland 137.102 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 55.327 Framkvæmdasjóður fatlaðra 201.000 II. Tölur úr heilbrigðisráðuneyti Málefni fatlaðra 45.850 Heymar- og talmeinastöðin 56.941 Sjónstöðin 21.664 Þroskaþjálfaskólinn 14.192 Heimili mænuskaddaðra 2.000 Stofnanir öryrkja og þroskahefta 279.651 III. Tölur úr menntamálaráðuneyti Skólar fyrir þroskaheft börn 358.272 Heyrnleysingjaskólinn 55.786 Sérkennsla í grunnskólum 15.255 Til íþróttamála fatlaðra, samtals 5.760 Auk þessa eru svo ósundurgreindir félagastyrkir og margt fleira mætti til tína, en hér skal að sinni láta staðar numið og breytinga til nokkurra bóta beðið. H.S. Guðmundur Einarsson. Setjarinn og umbrotsmað- urinn Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur setning og umbrot Frétta- bréfsins verið í höndum Guðmundar Einarssonar prentara, allt þetta ár. Guðmundur er ekki við eina fjölina felldur í útgáfumálum, því hann er maðurinn á bak við MS-blaðið, en í MS-félaginu er Guðmundur virkur félagi. S vona í árslok þykir ritstjóra rétt að birta litla mynd af samstarfsmanni sínum og tjóa engin mótmæli af hálfu hins hógværa ljúfmennis, sem Guð- mundur er. Ritstjóri vill þakka ánægjulegt samstarf á árinu og væntir hins besta á næsta ári. Af kostgæfni og einlægum hug, er unnið af hálfu Guðmundar og hann hefur m.a.s. náð því undravel að lesa hina torráðnu rithönd ritstjórans, en það ku vera æðsti draumur hvers setjara að geta lesið næstum hvaða hrafnaspark sem er, eða var það a.m.k. fyrir tíma tölvunnar. Einlægar þakkir til Guðmundar og auðvitað getur undirritaður ekki annað en þakkað Elínborgu konu hans hinar ágætu veitingar, sem oft tefja ritstjórann talsvert. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.