Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 20202 Frá og með síðustu áramótum er ekki lengur gerð krafa um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Þess í stað þurfa innflytjendur að sýna fram á vottorð sem sýna að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter. Auk þess er krafist viðbótar­ trygginga með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklinga kjöti og kalkúnakjöti og þeim þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni. Evrópska eftirlitskerfið margsinnis brugðist Arnar Árnason, formaður Lands­ sambands kúabænda, segir að nú verði Íslendingar að treysta á evrópska eftirlitskerfið og að dæmi sýni að það virki ekki alltaf. „Dæmi um þetta eru eggja­ skandallinn í Hollandi fyrir fáum árum, auk stóra kjötmálsins þar sem mikið magn af hrossakjöti var selt til Evrópu sem nautakjöt. Á hverju ári kemur fram fjöldi minni mála sem tengjast matvælasvindli og þar sem eft­ irlitskerfið sem við eigum nú að reiða okkur á hefur brugðist.“ Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Viðbótartryggingin sem er hluti af regluverkinu sem varðar innflutninginn er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda og meðal annars ætlað að efla matvælaöryggi og tryggja vernd búfjárstofna í landinu. „Vissulega er áætlunin til bóta en hún er engan veginn fullnægjandi og því verið að taka talsverða áhættu með innflutningi á kjöti án frystiskyldu.“ /VH FRÉTTIR Iðnaðarhampur: Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar Fyrsta trefjaplatan úr stilkum iðnaðarhamps sem ræktaður var á bænum Gautavík í Berufirði síðastliðið sumar leit dagsins ljós fyrir skömmu. Pálmi Einarsson, bóndi í Gautavík og iðnhönnuður, framleiddi plötuna. Úr plötunni skar Pálmi svo út hamplauf í geislaskurðarvél fyrirtækisins Geislar sem er staðsett á bænum og er í eigu hjónanna Pálma og Oddnýjar Önnu Björnsdóttur. Matvinnsluvélin kom sér vel „Ég notaði Kitchenaid matvinnslu­ vél sem við hjónin fengum í jólagjöf til að hakka stönglana niður, þar sem við eigum enn sem komið er engin sérhæfð tæki til þess. Ég byrjaði á því að skera út mót úr akrýlplasti. Að því loknu blandaði ég epoxy resíni saman við hampkurlið, setti í mótið og pressaði saman. Þegar resínið var búið að taka sig nokkrum klukku­ tímum síðar, tók ég mótið í sundur og trefjaplötuna úr. Ég átti þetta resín til en í framtíðinni er ætlunin að nota eitthvað umhverfisvænna,“ segir Pálmi. Markmiðinu náð Pálmi segir að meginmarkmiðið með hampverkefninu, fyrir utan að vekja athygli á notagildi hampsins og möguleika hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum, hafi verið að kanna hvort hægt væri að rækta hamp til að nota sem hráefni í framleiðsluvörur Geisla og verða þannig sjálfbærari um hráefni. „Í dag notum við innfluttan krossvið og svokallaðar MDF plötur til að skera vörurnar okkar úr. Íslendinga hefur löngum skort hráefni til iðnaðar og við teljum að iðnaðarhampur sé raunhæfur val­ kostur enda hægt að rækta hann bæði úti og inni, við eigum nóg land­ svæði og næga orku. Bónusinn er að hampurinn bindur meira kolefni en nokkur önnur planta og þarf engin eiturefni til að þrífast og er því einstaklega umhverfisvænn.“ Næstu skref Að sögn Pálma mun þróunarvinnan við framleiðsluna halda áfram og að næsta skref sé að fjárfesta í afhýðingarvél. „Sú vél mun hafa töluvert meiri afkastagetu en eldhústæki og til kaupa á henni verður meðal annars notaður styrkur frá atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu sem við fengum nýlega. Reynsla okkar til þessa hefur sýnt okkur að framtíð iðnaðarhamps á Íslandi sé björt, enda var tilgangur­ inn með þessu að færa hann aftur undir ljósið,“ segir Pálmi að lokum. /VH Hamptrefjar í vinnslu. Á innfelldu myndinni er skálin af Kitchenaid matvinnsluvélinni sem hjónin í Gautavík fengu í jólagjöf og notuð var við framleiðsluna. Myndir / Pálmi Einarsson Pálmi Einarsson með útskorið hampblað úr hamptrefjum. Mynd / Oddný Anna Björnsdóttir. EINSTÖK SIGLING UM MIÐJARÐARHAFIÐ. ÞAR SEM HVERGI ER SPARAÐ Í LÚXUS. 28. MAÍ - 12. JÚNÍ 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS MIÐJARÐARHAFIÐ Innflutningi fylgir áhætta Arnar Árnason, formaður Lands­ sambands kúabænda. Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Skatturinn er ný ríkisstofnun Um áramótin sameinuðust embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra í nýja stofnun sem heitir „Skatturinn“. Stofnunin á að verða öflug og leiðandi upplýsingastofnun á sviði skatta­ og tollamála. Um 470 manns starfa í nýju stofnuninni undir forystu Snorra Olsen, sem var ríkisskattstjóri. /MHH Forritaþróun á hendi RML Um áramótin færðist öll starf­ semi tölvudeildar Bænda sam­ taka Íslands yfir til Ráðgjafar­ miðstöðvar landbúnaðarins. Með breytingunni verður upplýsingatækni og ráðgjöf til bænda undir sama hatti. Starfsemin felst einkum í þróun tölvuforrita og skýrsluhaldskerfa fyrir landbúnað, þjónustu við notendur og útreikningum á kynbótamati. Fyrrum starfsmenn tölvudeildar BÍ verða starfsmenn RML og hægt verður að ná sambandi við þá í gegnum síma RML, 516­5000. Markvissari ráðgjafarþjónusta Karvel L . K a r v e l s s o n , fram kvæmda­ stjóri RML, segir að flutningur verkefna tölvu­ deildar BÍ muni styrkja starfsemi RML og byggja upp aukna þekkingu starfsfólks. „Tækniþróun í landbúnaði er gríðarlega hröð og mikilvægt að þekking sé sem breiðust innan raða RML á þeim möguleikum sem upplýsingatæknin getur fært íslenskum bændum og orðið landbúnaði til framdráttar. Við vonumst til að þjónusta við bændur og aðra notendur verði enn markvissari en áður.“ Allar upplýsingar um forrit og skýrsluhald er að finna á vef RML, www.rml.is og þjónustu er hægt að nálgast í síma 516­5000 og í netfangið rml@rml.is. /TB Karvel L. Karvelsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.