Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 45
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ,
Sími: 480 0000, www.aflvelar.is
Fjölplógur PUV „M“ Diagonal
Án festinga
2,6m Verð: 830.000 kr. + vsk
2,8m Verð: 850.000 kr. + vsk
3,0m Verð: 890.000 kr. + vsk
3,3m Verð: 950.000 kr. + vsk
Fjölplógur PUV „HD“
Án festinga
3,6m Verð: 1.190.000 kr. + vsk
4,0m Verð: 1.270.000 kr. + vsk
Fjölplógur PUV3300
Breidd 3,3m, án festinga
Verð: 735.000 kr. + vsk
Fjölplógur PUV1600
Breidd 1,6m, með 3P festingu
Verð: 436.000 kr. + vsk
VETRARTÆKI
- Mikið úrval á lager -
Snjótönn fyrir lyftara
2,5 m breið.
Verð: 195.000 kr. + vsk
Snjótönn, 3000 HD
3m, Euro festing
Verð: 355.000 kr. + vsk
Fjölplógur, SBM festing
VB-3200, 3,2m, 1.155 kg
Verð: 1.470.000 kr. + vsk
VB-3700, 3,7m, 1.205 kg
Verð: 1.590.000 kr. + vsk
Flaghefinn 310-70
3m, +/- 32°, 1692 kg
Verð: 645.000 kr + vsk
Snjóskófla með vængjum
SBM festing.
2,4 - 3,77m. Verð: 749.000 kr. + vsk
3 - 4,54m. Verð: 1.250.000 kr. + vsk
Til sölu
International traktor, árg. 1970 á
nýlegum dekkjum, gangfær. Uppl.
í síma 894-6817, Þorgeir.
Frystiklefi 2,5x3,5 m. með utanáliggj-
andi pressu, þarf að taka niður, verð
kr. 150.000. Kælibúnt og pressa, ný-
legt, verð kr. 150.000. Hóbart hræri-
vél 20 lítra, verð kr. 80.000. Björn
hrærivél 10 lítra, verð kr. 80.000.
Uppl. í s. 898-6130, Óli.
Nissan Double Cab pallbíll, árg.
2004, óskoðaður. Þarfnast lítillar
lagfæringar (hjólalega og spindilkúla)
sem ég hef ekki tíma í. Góður
sveitabíll. Endilega hafið samband
varðandi tilboð. Sími 662-6895.
Óska eftir
Óska eftir rakstrarvél í góðu standi,
ekki eldri en 2015 árgerð. Uppl. í
síma. 660-0374.
Kaupum allar gerðir af Caterpillar
hjólaskóflum. Upplýsingar í síma
847-6628.
Á einhver eða veit um svokölluð
banana lyftitæki fyrir gamla gráa
Ferguson? Það væri gaman að fá
að vita um það. Síminn er 863-6168.
Krókheysi og krani óskast. Uppl. í
síma 696-5799 eða gummimur@mi.is
Óska eftir hryssum allt að 15
vetra. Greiði 30.000 kr. +vsk. Sími
896-3439, Ingimar.
Atvinna
Góðan dag, ég er að leita mér
að vinnu. Ég er með margvíslega
starfsreynslu, t.d. er ég matsveinn
frá MK með hæstu einkunn. Skrif-
stofu- og tölvunám frá NTV. Ég er
íslenskumælandi en tala vel ensku,
norsku og dönsku. Ég er með bílpróf
og bíl til umráða. Verið ráðskona fyrir
vinnuflokka í úthöldum og veiðihús-
um, kokkur á veitingastöðum. Unnið
við renni smíði, manual rennibekk
(járn). Unnið við að mála (innan-
húss). Unnið á saumastofu og í fiski.
Það er mér hjartans mál að á vinnu-
staðnum mínum sé góður starfsandi.
Ég er stundvís, dugleg, vandvirk,
traust, heiðarleg og reglusöm. Góð
meðmæli. Endilega sendu mér línu
ef þú ert með eitthvað skemmtilegt
í boði á larabstein@gmail.com eða
í s. 787-2717 til að fá nánari upplýs-
ingar. Takk fyrir.
Húsnæði
Til leigu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Ýmsar stærðir og staðsetningar.
Nánari uppl. í síma 864-3000 og á
netfanginu gghus@gghus.is
Er með 14 fm gott herbergi í 109
R. með aðgengi að WC. Reglusemi
áskilin. Nánari uppl. hjá Gunnari í
síma 856-1213.
Herbergi til leigu á svæði 201, með
aðgangi að eldhúsi, baðherbergi
með þvottavél og þurrkara. Uppl. í
s. 893-3475.
Til leigu
64 fm. íbúð til leigu á Eyrarbakka.
Skiptist í forstofu, hol/stofu, hjóna-
herbergi, barnaherbergi, eld hús
og bað. Hiti og rafmagn inni falið í
leigu. Uppl. í síma 845-5888 eða
b.orvarsson@gmail.com
Tilkynningar
Styrkir til mastersnáms. Ertu á
seinni hluta mastersnámsins og
með landbúnaðartengt verkefni? Þá
er möguleiki á námsstyrk hjá FL!
Umsóknarfrestur rennur út 15. jan.
nk. Nánari upplýsingar á www.fl.is/
eydublod og þar undir „umsókn um
námsstyrk í landbúnaðarvísindum.“
Veiði
Til leigu er Grafará í Deildardal í
Skagafirði, veiðitímabilið er frá 1.
júlí til 30. sept. Leyfðar eru 2 stangir
og veitt er á flugu. Tilboðum skal
skila fyrir 1. maí 2020 á netfangið
gunni@simnet.is Uppl. gefur Páll
í síma 868-5038 og Gunnlaugur í
síma 864-9731.
www.bbl.is
Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Markaðsstofa Norðurlands:
Langflestir ferðamenn ánægðir
með heimsókn á norðlensk söfn
Ferðamenn sem fara á söfn á
Norðurlandi eru ánægðir með
heimsóknir þangað og á það bæði
við um innlenda sem erlenda
ferðamenn. Þetta er niður-
staða nýrrar rannsóknar sem
Rannsóknarmiðstöð ferðamála
vann að beiðni Markaðsstofu
Norðurlands, en niðurstöður
hennar voru kynntar á ráðstefnu
á Hótel KEA fyrir skömmu þar
sem fjallað var um sögutengda
ferðaþjónustu.
Markmið rannsóknarinnar var að
fá betri innsýn í hvað það er sem
dregur ferðamenn á þessa staði, hvað
einkenni þennan markhóp og hver
upplifun þeirra sé af heimsókninni.
Með könnuninni er einnig leitast
við að öðlast betri skilning á því
hvernig saga Norðurlands virkar
sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Könnunin er hluti af greiningu
á möguleikum í sögutengdri
ferðaþjónustu á Norðurlandi
en verkefnið hlaut styrk frá
Ferðamálastofu.
Langflestir ánægðir með
heimsókn á söfn
Fram kemur að 97% svarenda
voru annaðhvort ánægðir eða mjög
ánægðir með heimsóknir á söfnin og
90% sögðust ætla að mæla með því
við fjölskyldu og vini að þeir gerðu
slíkt hið sama. Niðurstöðurnar eru
mjög ánægjulegar fyrir sögutengda
ferðaþjónustu á Norðurlandi og
raunar alla ferðaþjónustu, því góð
upplifun ferðamanna er lykilatriði í
þróun greinarinnar.
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón
ustunnar vann einnig skýrslu fyrir
Markaðsstofu Norðurlands, upp úr
könnuninni Dear Visitors sem hefur
verið unnið markvisst með frá árinu
2004. Þar kom fram að ferðamenn á
Norðurlandi eru talsvert líklegri til
að skoða söfn eða sýningar en hinn
almenni ferðamaður á Íslandi, og því
megi gera ráð fyrir að slík afþreying
dragi ferðamenn inn í landshlutann
upp að nokkru marki. Ferðamenn á
Norðurlandi eru sömuleiðis líklegri
til þess að skoða kirkjur og fræga
sögustaði.
Um 60 söfn, setur og
sýningar á Norðurlandi
Fjölmargir möguleikar eru fyrir
ferðamenn að kynnast sögu og
menningu Norðurlands, en í gagna
grunni Eyþings eru til að mynda
sextíu söfn, setur og sýningar á
skrá og meirihluti þeirra hefur sögu
Norðurlands sem umfjöllunarefni.
Þar á meðal má nefna byggðasögu,
atvinnusögu eða náttúruarf svæðis
ins. Hlutfall erlendra ferðamanna af
gestakomum á söfn, setur og sýn
ingar á Íslandi, sér í lagi á sumrin,
hefur farið sívaxandi á undanförnum
árum. Innlendir ferðamenn eru þó
einnig duglegir að nýta sér þau fjöl
mörgu söfn sem á vegi þeirra verða
á leið um landið.
Náttúruböðin vinsælasta
afþreygingin
Samkvæmt könnun Ferðamála
stofu voru náttúruböð vinsælasti
afþreyingar möguleiki erlendra
ferða manna árið 2018, en um
57% svarenda sögðust hafa farið
í náttúru böð á ferð sinni um
Ísland. Safnaferðir eru hins vegar
í þriðja sæti þar sem liðlega 45%
aðspurðra sögðust hafa farið einu
sinni eða oftar á safn á ferð sinni
um landið. Ferðamenn voru að
jafnaði ánægðir með heimsóknina
og fengu söfnin einkunnina 8,4
af 10 mögulegum hjá erlendu
ferðamönnunum
Söfn eru einnig vinsæl
afþreying meðal innlendra
ferðamanna, en 26% innlendra
ferðamanna sögðust hafa greitt
fyrir að fara á söfn eða sýningar
á ferð sinni um landið árið 2018.
Söfn eru þar í öðru sæti á eftir
sundferðum.
Á ráðstefnunni á Akureyri
voru einnig erindi frá Ingu Hlín
Pálsdóttur um menningu og
sögu í landkynningu á vegum
Íslandsstofu, Aníta Elefsen,
safnstjóri Síldarminjasafnsins,
sagði frá reynslu af rekstri safnsins,
Svanhildur Pálsdóttir kynnti
starfsemi 1238:Battle of Iceland
og Einar K. Jónsson, sveitarstjóri
Húnavatnshrepps, kynnti áform
um uppbyggingu við Þrístapa og
sögutengda ferðaþjónustu þar. /MÞÞ
Samkvæmt könnun Ferðamálastofu voru náttúruböð vinsælasti afþreyingar möguleiki erlendra ferða manna.