Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 20206
Ágætu lesendur. Gleðilegt nýtt ár og takk
fyrir samfylgdina á því sem nú er liðið.
Talsverð umræða var á síðastliðnu ári um
yfirvofandi innflutning á fersku ófrosnu kjöti og
eggjum frá löndum innan Evrópska efnahags-
svæðisins. Hæstiréttur og EFTA-dómstóllinn
höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að
íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn
EES-samningnum með innflutnings-
takmörkunum. Ýmsir sérfræðingar
fjölluðu ítarlega um málið og lýstu
áhyggjum sínum, rétt eins og bændur
sem bentu á þau neikvæðu áhrif sem
innflutningur á hráu ófrosnu kjöti og
eggjum gæti haft fyrir heilsu dýra
og manna.
Um áramótin varð innflutn-
ingurinn leyfilegur og við verðum
að horfast í augu við breytt umhverfi
matvæla á Íslandi. Aðgerðaráætlun,
sem ætlað er að tryggja matvæla-
öryggi, vernda búfjárstofna og efla
samkeppni innlendrar framleiðslu,
er að hluta komin til framkvæmda
en vinna í öðru er mislangt á veg
komin. Meðal aðgerða er átak um
betri upplýsingar til neytenda um
uppruna matvæla og íslenskar upp-
runamerkingar. Starfshópur landbúnaðarráð-
herra mun á næstu mánuðum skila tillögum
þar að lútandi.
Sýklalyfjaónæmi er alvöru mál
Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi er liður í að-
gerðaáætlun ráðherra og þar eru tveir vinnu-
hópar að störfum. Í nýlegri frétt á vef atvinnu-
vegaráðuneytisins segir að stefnt sé að því að
Ísland verði í fararbroddi í aðgerðum til að
draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þar er
sagt frá því að stofnun Sýklalyfjaónæmissjóðs
sé langt á veg komin en honum er m.a. ætlað
að tryggja fjármögnun vegna skimunar og
vöktunar á sýklalyfjaþoli í dýrum, matvælum,
fóðri, áburði og sáðvöru. Auk þess á sjóðurinn
að fjármagna vísinda- og grunnrannsóknir á
sviði sýklalyfjaónæmis.
Göngum á eftir upplýsingum
um uppruna matvæla
Það er mjög mikilvægt að landsmenn séu vel
upplýstir um þær breytingar sem nú verða við
innflutning á hráu ófrosnu kjöti og eggjum.
Við erum öll neytendur hvort sem við erum
verslunarstjórar, alþingismenn, bændur eða
sérfræðingar. Neytendur eiga ekki að hika við
að spyrja um uppruna matvöru, lesa sér til um
innihaldsefni og leita annarra upplýsinga sem
er að finna á merkingum. Við eigum öll rétt á
að vita hvað það er sem við látum ofan í okkur.
Íslenskir bændur vilja að upplýsingar og merk-
ingar á matvælum séu greinargóðar og aðgengi-
legar. Það þýðir að letur sé í læsilegri stærð
og enginn eigi að þurfa að taka kaupákvörðun
án þess að geta fengið réttar upplýsingar. Við
viljum enn fremur hvetja neytendur til að ganga
eftir upplýsingum þar sem þær skortir, hvort
sem um er að ræða innlenda eða erlenda vöru.
Eftirmál óveðurs
Sérstakur átakshópur var settur á fót á
vegum fimm ráðuneyta í kjölfar óveðursins
á Norðurlandi 10.–11. desember sl. og er það
vel. Aftakaveðrið olli bæði fjarskipta- og raf-
magnsleysi og varði það sums staðar í marga
daga samfleytt. Hópnum er ætlað að skoða
þessi mál ásamt dreifikerfi RÚV og fleira.
Við þurfum á því að halda að geta verið í
sambandi við umhverfið í kringum okkur,
vitað hvað er að gerast og hvers ber að vænta.
Það er erfitt að setja sig í þau spor, sitjandi við
tölvuna með kaffibollann og símann sítengdan
að hafa ekkert samband við umheiminn og
vita ekki einu sinni af næsta nágranna. Taka
þarf tillit til breytts tíðarfars og veðurfars og
meta þá grunninnviði í flutningi og dreifikerfi
raforku og fjarskipta sem við treystum á að
séu til staðar. Öll erum við mjög háð rafmagni
og fjarskiptum. Við þurfum að læra af þessu
veðri og gera áætlanir um allt land
til að vera sem best í stakk búin til
að takast á við viðlíka aðstæður,
ofsaveður eða aðrar náttúruhamfarir.
Bændur urðu fyrir
umtalsverðu tjóni
Afleiðingar óveðursins eru ekki
allar komnar í ljós. Tjón á girðingum
skýrist þegar snjóa leysir en viðbúið
er að það sé verulegt um mestallt
norðanvert landið. Afurðatap hjá
kúabændum vegna rafmagnsleysis
varð víða en afleiðingar þess þarf
að meta til lengri tíma. Talsvert
gripatjón varð í óveðrinu, einkum
á hrossum í Húnavatnssýslum.
Bændasamtök Íslands hafa
óskað eftir því að átakshópurinn
fjalli einnig um leiðir til að mæta
því tjóni sem bændur urðu fyrir í óveðrinu.
Tryggingar á almennum markaði ná ekki yfir
ofangreind tjón en við sambærilegar aðstæður
hafa stjórnvöld jafnan brugðist sérstaklega
við. Ástæða er til að hvetja bændur til að
halda vel utan um allar upplýsingar um tjón
af völdum óveðursins.
Upplýsingafundir á næstu vikum
Búnaðarsambönd á Norðurlandi stefna á
upplýsinga- og fræðslufundi fyrir bændur
vegna óveðursins í samstarfi við sveitarfé-
lögin. Á þeim fundum munu fulltrúar frá
Almannavörnum m.a. ræða við bændur sem
geta þá komið hugmyndum um úrbætur á
framfæri. Fundirnir verða nánar auglýstir í
staðarmiðlum þegar dagsetningar og dagskrá
liggur fyrir.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Kort Hafrannsóknastofnunar af
veiðum fiskiskipa á miðunum hringinn
í kringum landið segir meira en mörg orð
um það hvar lífsbjörg sjávarþorpanna
um allt land er að finna. Með lögum
um frjálst framsal aflaheimilda sem
samþykkt voru á Alþingi 1990 hófust
gegndarlausar eignatilfærslur frá
flestum sjávarplássum landsins í hendur
örfárra ofurauðmanna. Í dag ráða þeir
meiru í öllum kimum þjóðfélagsins en
hollt getur talist í lýðræðisríki. Það hefur
áhrif á allt samfélagið, líka landbúnað.
Fjálst framsal veiðiheimilda
olli því að fiskveiðiheimildir heilu
byggðarlaganna í formi kvóta voru
seldar burt og þar með lífsbjörg íbúanna.
Afleiðingin varð hrun atvinnulífs
og verðfall eigna með gegndarlausri
eignaupptöku þúsunda fjölskyldna um
land allt. Oftar en ekki hrökklaðist þetta
fólk til höfuðborgarsvæðisins í leit að
lífsviðurværi. Það fékk enga styrki eða
aðstoð vegna þeirra efnahagslegu hamfara
sem það þurfti að ganga í gegnum. Svo kom
efnahagshrunið 2008 og margt af þessu
sama fólki þurfti að ganga aftur í gegnum
endurteknar hörmungar Þá var oftast ekki
boðið upp á annað en eignaupptöku á nýjan
leik. Á sama tíma var auðmönnum, sem
sumir voru beint afsprengi kvótabrasksins
og meðal helstu gerenda í efnahagshruninu,
boðnar afskriftir upp á milljarða króna.
Svona er nú staðan varðandi sjávar-
auðlindina sem allir venjulegir Íslendingar
telja sameign þjóðarinnar. Þessi staða hefði
aldrei komið upp ef kvótinn hefði fylgt
landsvæðunum sem næst liggja miðunum
á hverjum stað. Nýting miðanna hefði þá
skilað sér inn í viðkomandi samfélög og
hægt að nota hlutdeild af lönduðum afla í
sameiginlega sjóði ríkis og sveitarfélaga.
Til uppbyggingar grunnstoða í samgöngu-,
heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmálum.
Því miður á þessi staða ekki bara við
sjávarauðlindina. Undanfarin misseri og
ár hafa Íslendingar verið minntir á að
fleiri auðlindir eru að fara á sama veg.
Landbúnaðarland er nú keypt upp af
auðmönnum í stórum stíl sem sjá í því
framtíðartækifæri til að hagnast stórlega.
Það er sannarlega blóðugt að horfa upp
á bændur sem varað hafa við þessari þróun
vera að missa ítök á sínum bújörðum í hendur
auðmanna og geta ekki borið hönd fyrir
höfuð sér. Svo mikil er sú græðgi að heilu
landsvæðin eru nú komin í eigu erlendra
fjárfesta. Þeir vita sem er að eignarhald
á landi á jarðarkringlunni er takmörkuð
auðlind sem verður sífellt sjaldgæfari á
markaði. Erlendis er slíkt kallað „Land
Grabbing“ eða landhremmingar.
Á Íslandi fylgja auk þess ýmis réttindi
slíkum jörðum, eins og dýrmætt vatn og
möguleg orkunýting. Fyrir þessa auðmenn
er ekki ónýtt að geta hagnýtt sér þessa kosti
í skjóli löggjafarvalds sem enn hefur lítið
gert til að sporna við þessari þróun. Ekki
er heldur ónýtt fyrir þá að hafa nú fengið
tryggingu fyrir markaðsvæðingu á orku
landsins og senn kemur trygging fyrir
markaðsvæðingu vatnsréttindanna. Samt
situr í löggjafarhlutverkinu fólk sem kosið
er til þess að verja hagsmuni almennings,
en ekki til að koma eigum þjóðarinnar í
hendur örfárra auðmanna. /HKr.
Breytt matvælaumhverfi á Íslandi og afleiðingar óveðurs
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins:
www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Guðrún S. Tryggvadóttir
formaður Bændasamtaka Íslands
gst@bondi.is
Siglufjörður er bær sem stendur við samnefndan fjörð á Mið-Norðurlandi nyrst á Tröllaskaga. Siglufjörður var áður sjálfstætt bæjarfélag en er nú
ásamt Ólafsfirði hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Hinn forni Sigluneshreppur náði yfir bæði Siglufjörð og Héðinsfjörð og samsvaraði landnámi
Þormóðs ramma. Var hann kenndur við bæinn Siglunes, sem framan af var höfuðból sveitarinnar og síðar kirkjustaður og mikil verstöð. Árið
1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð, en nafnið Hvanneyrarhreppur mun ekki hafa verið tekið upp fyrr en á 18. öld. Verslun hófst í
hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Þá var 161 íbúi í hreppnum, þar af 8 í kaupstaðnum. Einni öld síðar,
eða árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.
Þjóðareignarhremmingar