Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202042
LESENDABÁS
Mig langar að hefja nýtt ár á því
að dást að íslensku þjóðinni því
hún er svo sannarlega stórkostleg.
Í gegnum árhundruðin höfum
við sýnt dug, þor, útsjónarsemi
og seiglu sem hefur komið okkur
svona ótrúlega langt og síðustu
áratugina jafnvel lengra en
nágrannaþjóðir okkar.
Við börðumst fyrir öllu sem
við eignuðumst, fullveldinu,
lýðræðinu, landhelginni og svo
mætti lengi telja. Það kom aldrei
sá tími að við létum í minni pokann
og gæfumst upp fyrir ofríki, sama
hvers lenskt ofríkið var. Þannig
fengum við fullveldi árið 1918 og
stofnuðum lýðveldi 1944, með
því að hætta ekki að berjast. Svo
vissir voru Jón Sigurðsson og
hans menn um að aldrei nokkurn
tímann myndi nokkrum Íslendingi
detta í hug að gefa þumlung eftir
af fullveldinu að þeir settu ekki
einu sinni ákvæði um fullveldið í
stjórnarskrána okkar. Það var engin
þörf á því. Það kæmi auðvitað
aldrei til greina.
Svo kemur Evrópusambandið
fram á sjónarsviðið og einhverjir
efasemdarmenn hefja að garga
sig hása um ágæti þess og halda
því jafnvel fram að það hafi ágæti
umfram ágæti okkar Íslendinga.
Ég hlæ ekki bara að slíkum
staðhæfingum, ég hnussa í áttina
að þeim. Íslendingum verður
aldrei betur borgið undir stjórn
annars ríkis enda var það ekki að
ástæðulausu sem við stukkum
í bátana og sigldum í burtu frá
Noregi til að finna þessa harðbýlu
eyju. Hérna áttum við heima og
hérna munum við eiga áfram
heima.
Ég er orðinn langþreyttur á því
að gert sé lítið úr Íslendingum.
Íslendingar eru stórkostleg þjóð
og það er engin ástæða til að
gera lítið úr þeim afrekum sem
við höfum áorkað. Við höfum
leyst ótrúlegustu vandamál á
skynsamlegan hátt. Má þar á
meðal nefna þá áskorun sem það
var að flytja heita vatnið okkar
langar leiðir án þess að það tapaði
miklu af varma sínum. Við höfum
sett á fót heimsþekkt fyrirtæki;
Össur, Marel, CCP og fleiri. Við
höfum staðið okkur undursamlega
vel í íþróttum. Það er eins og
innra með okkur búi einhver
fítonskraftur sem knýr okkur
áfram því við erum ekki nema rétt
rúmlega 360 þúsund og þó höfum
við alla þessa sigra að baki.
Nú hef ég vissulega búið víða
en þó slær hjartað alltaf sterkar
á Íslandi því ég er Íslendingur
og fyrir mér hefur það mjög
mikla merkingu. Það er ekki að
ástæðulausu að um okkur leikur
sælutilfinning þegar Icelandair
segir „Velkomin heim“ í
hátalarann eftir að dekkin snerta
jörðina heima á Fróni. Því Ísland
er og verður alltaf heim og heimili
okkar er ekki til sölu.
Mig langar því að fara inn í
þetta ár fullur af bjartsýni og stolti.
Ég vil að við hættum að hlusta
á dómsdagsspár efasemdamanna
um að okkur verði aldrei borgið
nema innan Evrópusambandsins.
Ég vil að við endurvekjum trúna á
fólkið okkar og landið okkar. Ég
vil að við sameinumst og sýnum
samstöðu. Hjálpum hvert öðru
og brosum framan í náungann.
Hættum að tala okkur niður því
það er engin ástæða til þess. Við
getum allt sem við tökum okkur
fyrir hendur og því megum við
sem þjóð aldrei gleyma! Það eru
nefnilega mikil forréttindi að
hafa íslenskt ríkisfang og vega
bréf en ekki eitthvert útvatn
að merkingarlaust plagg merkt
Evrópusambandinu.
Guðmundur Franklin Jónsson
viðskipta- og hagfræðingur
Tilfinningar og varnarhættir
Að gefnu tilefni vil ég leggja orð
í belg varðandi umfjöllun frétta-
miðla af vetrarhretinu um miðjan
desember á Norðurlandi vítt og
breitt þar sem aftakaveður varð
og setti daglegt líf úr skorðum í
miklum mæli. Það var átakanlegt
að heyra og sjá og lesa um þær
hamfarir sem dundu yfir landið
norðanvert þar sem lítið var við
ráðið til að sinna eðlilegum störf-
um til sveita.
Þegar ég var að ljúka námi
við Hafnarháskóla í mínu fagi
valdi ég að skrifa lokaritgerð um
virkni tilfinninga og varnarhátta
í sállíkamlegum kvillum fólks.
Varð það vegferð sem tók á sig
ýmsar krókaleiðir sem ég síst bjóst
við. Eins og heitið bendir til varð
þetta ferðalag um völundarhús
þróunarsögu dýra og manna. Þó þetta
eigi ekki að vera endurtekning á öllu
því er gott að hafa í huga að spendýr
og þá við mannfólkið höfum erft þá
eiginleika þróunarinnar sem orðið
hefur sl. milljón ár frá skriðdýrum
og fram eftir.
Það sem markverðast er í þessu er
að tilfinningar þróuðust væntanlega
sem lausn á tímaskorti dýra í hættu
legum aðstæðum milli bráðarinnar
og rándýrsins þar sem ekki varð
mikill tími til að hugsa um úrræði
en þeim mun betra að hafa nokkr
ar öruggar, sjálfvirkar leiðir til að
bregðast við eins og að flýja, leika
sig dauðan o.s.frv. frekar en að mæta
átökunum. Þannig mynduðust 8
grunntilfinningar eða sambland af
fleiri viðbrögðum sem eru ómeð
vituð og koma á sekúndubroti og
eru meðfæddir hæfileikar og auka
líkur á að lifa af í slíku umhverfi.
Hinn meginhæfileikinn sem hefur
þróast mest með okkur manninum
er sk. vitsmunagreind með tilkomu
heilabarkarins og nýtist betur þegar
tími er fyrir hendi til að komast að
„bestu“ niðurstöðu og með reynsl
unni nýtist hún líka þar sem tími
er ekki eins afgerandi við upplýs
ingaleitina.
Einn af brautryðjendunum í
þessum rannsóknum var Bretinn
Charles Darwin sem kannaði mikið
viðbrögð hunda og andlitsásýnd í
þeim aðstæðum. Þetta var nokkrum
árum á undan brautryðjendastarfi
Sigmund Freud en hefur einskorðast
við dýraatferlisfræði að manninum
undanskildum því miður.
Hver er þá ástæðan fyrir því að
nefna þetta núna? Jú, þar sem þessir
hæfileikar sem nefndir voru eru með
fæddir með uppsafnaðri þróunar
reynslu er gott að hafa það í huga
að tilfinningar eru smitandi manna
í milli og milli manna og dýra. Þetta
er mjög öflug leið til að koma til
finningalegum skilaboðum til skila
með eða án orða þannig að hægt
er að fá umhyggju og aðhlynningu
strax ef með þarf í tilfinningalega
þungbærum aðstæðum og þannig fá
stuðning strax og vitneskju um hvort
maður standi ein (n) eða ekki. Þetta
er uppistaðan í samhygðinni með
öðrum í þungbærum aðstæðum og
góð leið til að tengjast betur öðrum
tilfinningalega.
Þessi hæfileiki er meðfæddur og
fer ekki í kyngreiningarálit nema
að menningarkimar krefjist þess og
reynt sé að bæla hann niður. Það ber
að vara við að bæla jafn mikilvæga
hæfileika að geta sýnt breidd sína í
tilfinningalegum viðbrögðum eftir
aðstæðum sem hver og einn hefur til
að tjá upplifun sína í ýmsum aðstæð
um þegar náinn félagi hverfur frá
manni í tilverunni oft eftir langar
og gagnkvæmar samverustundir
með þeirri gleði og fyrirhöfn sem
maður getur haft með mökum, börn
um og dýrum. Þess vegna er það
heilandi að geta virt tilfinningaleg
viðbrögð sín í aðstæðum sem lík
leg eru til að skapa betri tengsl og
skilning okkar nánustu til að kom
ast sem fyrst á sporið aftur. Það er
þekkt að foreldrar læra fljótt að nýta
þessa hæfileika með því að greina
hljóð og grát ungbarna þegar þau
tjá þarfir sínar fyrir máltöku en þá
eru tilfinningaleg samskipti beggja
kynja besta samskiptaformið því
það greina ungbörnin strax enda
meðfætt.
Ekki er eðlislægur greinarmunur
á körlum og konum hvað þessa
hæfileika varðar en maður getur
valið að hafna þessum hæfileikum
en verða þá af mun ríkari tengslum
fyrir vikið. Eitt ber að vara við
í leiðinni en það er að nota orðið
„grenjuskjóða“ hvort sem er um að
ræða börn eða fullorðna því það er
eingöngu nýtilegt til að meiða, særa
eða fyrirlíta og ber því að varast.
Lúðvíg Lárusson,
cand. psych. og skógarbóndi
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar
umhverfis- og auðlindaráðherra
Kain og Abel börðust forðum um
nýtingu lands. Jarðarbúar hafa
síðan háð sömu baráttu sem hefur
lýst sér í óhugnanlegum stríðum
um allan heim. Flestar vestrænar
menningarþjóðir komu svo fyrir
nokkuð hundruð árum með þá
lausn sem kallast einkaréttur á
landi. Þróaðist þessi lausn í megin-
atriðum þannig að þeir sem áttu
landið fengu að ráða því hvernig
það væri nýtt.
Íslendingar telja sig vera eina af
þessum vestrænu menningarþjóð
um og hafa því einkarétt á landi.
Nýtingarrétturinn þróaðist hins
vegar ekki fyrr en ræktun lands og
dýrastofna hófst fyrir um 70 árum.
Þá gerðu bændur þau mistök að girða
af ræktunarland sitt í stað þess að
girða af búfé.
Síðan þá hefur gjáin milli þeirra
sem vilja rækta landið og þeirra sem
vilja frjálsa beit, óháða eigna og
nýtingarrétti stækkað.
Er ekki kominn tími til að láta
af þessu stríði þar sem eignir eru
skemmdar auk þess að gjörspillt
landbúnaðarnefnd hefur komið í veg
fyrir nýtingaráform bænda og varið
milljónum í tilgangslaus dómsmál?
Allt bendir til þess að stríðið muni
harðna en fólk er í auknum mæli að
opna augu sín gagnvart heilaþvotti
og áróðri búfjáreigenda sem hefur
varað síðastliðin 70 ár.
Guðmundur, þú ert eini maðurinn
í landinu sem getur stöðvað þetta
brjálæði með einu pennastriki í kjöl
farið á einni skynsamlegri ákvörðun.
Banna lausagöngu alls búfjár og hús
dýra um allt land.
Meðfylgjandi eru nokkrar
athugasemdir sem ættu að vekja þig
til umhugsunar um þetta málefni.
Sagt er að lausaganga búfjár
sé réttur búfjáreigenda, réttur sem
þeir eigi erfitt með að gefa eftir.
Samkvæmt lögum um búfjárhald,
sem tóku gildi 2014, kallast það
lausaganga þegar búfé getur geng
ið á annars manns landi í óleyfi.
Þessu má líkja við rétt sem þjófur
hefur til að taka verðmæti úr ólæstu
húsi. Í sömu lögum er lýsing á að
lausagöngubann er bann sem sveitar
stjórn samþykkir fyrir sveitarfélagið
í heild eða hluta þess og auglýsir í
Stjórnartíðindum til að koma í veg
fyrir lausagöngu búfjár.
Sagt er að landið muni fyllast
af girðingum. Það rétta er að flestir
búfjáreigendur hafa nú þegar nóg
af girðingum til að halda bústofni
sínum á eigin landi. Hins vegar mun
ekki verða þörf á girðingum á landi
þar sem ekki er haldið búfé eins
og vegi, landgræðslusvæði, skóga,
sumarbústaðalönd og sauðfjárveik
isvarnargirðingar ásamt girðingum
um þéttbýliskjarna.
Sagt er að sauðfjárbændur haldi
landi í byggð. Það rétta er að fólk
sem langar að búa í strjálbýli held
ur landinu í byggð en fjallskila
reglur, skyldur og kostnaður fælir
fólk frá því að láta þann draum
sinn rætast.
Sagt er að íslenska sauðkindin
þurfi að komast á fjall til að þríf
ast eðlilega. Ekkert bendir hins
vegar til þess, túnfé afsannar þá
staðhæfingu.
Sagt er að afurð frá fé sem
gengur frjálst sé einstaklega
heilnæm, kryddað á fæti eins
og það er kallað. Það rétta er að
lítið er um kryddplöntur á landi
sem þarf að þola óstýrða beit
sumarlangt, ár eftir ár. Helstu
krydd sem lömbin fá eru blanda
af iðnaðarsalti, ösku frá útblæstri
bíla, örplasti og gúmmíögnum
vegna dekkjaslits sem þau sleikja
upp úr moldarslóðum um allt land.
Eina leiðin til að vera örugg um
að kjötið sé neysluhæft er að fá
lífræna vottun en hún fæst þó ekki
á lausagöngubúfé.
Sagt er að sauðfjárbeit komi í
veg fyrir að illgresi vaxi yfir landið
og haldi við búsetulandslagi.
Að vísu er það að hluta til rétt
en búsetulandslag þarf ekki að
haldast við uppi á fjöllum þar sem
aldrei hefur verið búseta. Annars
væri hér í boði ný tekjulind fyrir
búfjáreigendur, að leigja út skepnur
til að beita niður óæskilegan
gróður.
Guðmundur, það er því
engin ástæða til að banna
ekki lausagöngu alls búfjár
og gæludýra um allt land og
þannig munt þú um leið marka
þín fyrstu spor í aðgerðum í
loftslagsmálum.
Please do not fail on this.
Kristján Beekman
Bænda
Næsta blað kemur út 23. janúar
Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur
Guðmundur Franklin Jónsson.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og Svandís Svavars dóttir
heilbrigðisráðherra við undirritun samkomulags um byggingu hjúkrunar
heimilisins.
Húsavík:
Samkeppni um 60 rúma
hjúkrunarheimili
Efnt hefur verið til samkeppni
um hönnun á nýju 60 rýma
hjúkrunarheimili á Húsavík sem
leysa mun af hólmi dvalar- og
hjúkrunarheimilið Hvamm.
Heilbrigðisráðuneytið og
sveitarfélögin Norðurþing,
Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur
og Þingeyjarsveit standa saman að
byggingu heimilisins. Með tilkomu
þess fjölgar hjúkrunarrýmum á
svæðinu um sex.
Framkvæmdasýsla ríkisins
stendur fyrir hönnunarsamkeppninni
fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins
og sveitarfélagsins Norðurþings.
Skilafrestur tillagna er til 21. febrúar
næstkomandi. /MHH