Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 19
SELDU HRYSSUR TIL LÍFS
Hrossabændur
óska eftir hryssum
Mega vera þriggja til fimmtán vetra
Greiðum 30.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna.
Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland.
Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138.
Geymið auglýsinguna!
Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng.
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Hafðu
samband
568 0100
www.stolpigamar.is
Gámurinn
er þarfaþing
Þurrgámar
Hitastýrðir gámar
Geymslugámar
Einangraðir gámar
Fleti og tankgámar
Gámar með hliðaropnun
Til leigu eða sölu: Gámahús og salernishús
Færanleg starfsmannaðstaða
Bos gámar og skemmur
UTAN ÚR HEIMI
Gróðureldarnir í kjölfar mikilla
þurrka í Ástralíu eru gríðarleg-
ir og um leið og einir eldar eru
slökktir hafa nokkrir aðrir kvikn-
að. Þúsundir manna eru á flótta
undan eldunum og ótölulegur
fjöldi dýra hefur drepist af þeirra
völdum. Talið er að rúmlega 48,5
þúsund ferkílómetrar lands hafi
orðið eldinum að bráð.
Eldarnir í Ástralíu, sem eru mestir
í kjarr- og skóglendi, loga nánast um
álfuna alla en eru mestir í New South
Wales-, Victoria- og Queensland-
héruðum. Eldarnir hafa vaxið hratt
í kjölfar eins mesta þurrka- og hita-
tímabils í Ástralíu í manna minnum
þar sem hitamet hafa verið slegin og
ekki rignt í nokkra mánuði.
Þúsundir manna eru á flótta
undan eldunum og þúsundir
slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða
berjast við hann. Eldtungurnar þar
sem þær eru mestar eru sagðar ná
70 metra í loftið. Þykkur reykur
liggur í loftinu og haft hefur verið
eftir íbúum þar sem kófið er mest að
loftið sé mettað og það eins og að
reykja marga sígarettupakka á dag
að anda því að sér. Að minnsta kosti
23 hafa látist vegna eldanna.
Ástralski herinn leggur einnig sitt
af mörkum og hafa Ný-Sjálendingar
einnig sent slökkviliðs- og hermenn
til Ástralíu og ríkisstjórn Papúa
Nýju Gíneu hefur einnið boðist til
að senda herlið til að aðstoða í bar-
áttunni við eldinn.
Líf manna og dýra í hættu
Þurrkarnir og eldarnir í kjölfar
þeirra hafa haft gríðarleg áhrif á
dýralíf í álfunni og fjöldi dýra sem
hafa drepist vegna þeirra óteljan-
legur. Jafnvel er talið að eldarnir
hafi útrýmt tegundum sem bundnar
eru við ákveðin búsvæði og hafa
orðið eldinum að bráð.
Skemmdir á gróðri eru einnig
miklar, sérstaklega þegar kemur að
gömlum trjám. Runnagróður mun
aftur á móti ná sér fljótt aftur þar
sem í sumum tilfellum þarf elda
til að grisja gróðurinn og til að fræ
spíri.
Stjórnvöld gagnrýnd
Scott Morrison forsætisráðherra
og stjórnvöld í Ástralíu hafa verið
harðlega gagnrýnd innanlands fyrir
að hafa ekki gripið fyrr til ráðstafana
vegna mikilla þurrka undanfarinna
mánaða og síðan eldanna í kjölfar
þeirra.
Morrison, sem hefur opinberlega
afneitað hlýnun jarðar af manna-
völdum, er sagður hafa stungið
hausnum í sandinn og neitað að hafa
horfst í augun við staðreyndir og
alvarleika málsins.
Gróðureldar víða um heim
Síðastliðin tvö ár hafa gróðureldar
geisað víða um heim. Árið 2018
er talið að eldar hafi logað á rúm-
lega 8 þúsund ferkílómetra svæði
í Kaliforníu og á síðasta ári er talið
að tæplega 9 þúsund ferkílómetrar
skóglendis hafi orðið eldi að bráð
í Amason-regnskógunum. Á síð-
asta ári loguðu líka miklir eldar
í Síberíu sem náðu yfir rúma 27
þúsund ferkílómetra. Þrátt fyrir
að allt séu þetta miklir eldar sem
náð hafa yfir stór svæði og valdið
gríðarlegu tjóni eru þeir smáir
miðað við gróðureldana sem geisa
í Ástralíu um þessar mundir og
áætlað er að hafi farið yfir rúma
48,5 þúsund ferkílómetra með
skelfilegum afleiðingum fyrir
menn, dýr og gróður.
Eldarnir í Kaliforníu vöktu
mikla athygli þar sem þeir brunnu
í nágrenni við íbúabyggð og ollu
talsvert miklu tjóni í byggð. Eldar
í Amason vekja yfirleitt mikla
athygli enda nátengdir barátt-
unni við ólöglegt skógarghögg og
nautgriparækt í Suður-Ameríku.
Skógareldarnir í Síberíu áttu
sér stað á afskekktum svæðum
í Norður-Rússlandi þar sem er lítil
byggð og ekki er vitað til að þeir
hafi valdið tjóni á mannvirkjum.
/VH
Ástralía brennur
10AFSLÁTTUR
ef pantað er fyrir 31. janúar
%
Austur vegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400
jotunn@jotunn.is
www.jotunn.is
Gróðurhús
í öllum stærðum og gerðum!