Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 17
kampalampa en eins og nafnið
gefur til kynna er hann mun minni.
Hann lifir á grunnu vatni og í
köldum sjó og kemur sem meðafli
við rækjuveiðar en þó ekki í miklu
magni. Litli kampalampi er veiddur
við Kanada.
Sandrækja nýjasta tegundin hér
Sandrækja greindist hér við land í
fyrsta sinn vorið 2003 við sýnatöku
á skarkolaseiðum við Álftanes á
vegum Hafró. Hún er jafnframt
nýjasta rækjutegundin sem finnst
hér við land. Væntanlega hefur hún
borist hingað með kjölvatni skipa.
Sandrækjan lifir mjög grunnt í
Faxaflóa en hún hefur einnig fundist
við Vestfirðina og víðar. Rannsóknir
benda til þess að fjöldi hennar sé að
aukast.
Sandrækja er veidd í töluverðum
mæli í Norðursjó. Ársaflinn þar hefur
verið milli 30 og 40 þúsund tonn
undanfarin ár
Nýtur góðs af sæfíflum
Lífshættir rækjutegunda eru breyti
legir. Ein tegund, pólrækja, er
áhugaverð en hún lifir í samlífi
við sæfífla. Þetta er lítil rækja
sem verður iðulega ekki stærri en
6 til 7 sentímetrar að lengd. Hún
er kubbsleg með kúptan skjöld.
Hún hefur aðallega fundist úti af
Vestfjörðum. Pólrækjan heldur sig
gjarnan nálægt sæfíflum sem veita
henni skjól. Hún liggur á botninum
og beinir hausnum frá sæfíflum.
Þegar hann fær sér að borða nýtur
rækjan einnig góðs af molunum
sem falla frá honum á botninn. Þess
má geta að sæfíflar eru frumstæð
sjávardýr, skyldir kórölum. Þeir eru
fastir við botninn og hafa arma sem
teygja sig upp eins og opið blóm.
Þaðan fá þeir nafnið. Þeir grípa
bráðina með örmunum og lama hana
með stingfrumum. Síðan stinga þeir
bráðinni ofan í kokið og hreinsa frá
allt sem er ætilegt. Loks skila þeir
úrganginum aftur út um sama opið.
Skráðar rækjutegundir
Hér á eftir fer listi yfir þær 25
rækjutegundir sem skráðar hafa verið í
gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar.
• Axarrækja
• Gaddarækja
• Gaddþvari
• Glæsirækja
• Hrossarækja
• Ísrækja
• Kampalampabróðir
• Litla hrossarækja
• Litli kampalampi
• Litli þvari
• Marþvari
• Noregsrækja
• Órækja
• Pálsrækja
• Píslrækja/smárækja
• Pólrækja
• Sabinsrækja
• Sandrækja
• Skarlatsrækja
• Stóri kampalampi
• Strandrækja
• Tannarækja
• Tröllarækjubróðir
• Tröllarækja
• Þornrækja
Stóri kampalampi er eina rækjutegundin sem nýtt hefur verið við Ísland. Hér
er kvenrækja með hrognasekk undir kvið, en stóri kampalampi lifir fyrstu
ár sín sem karldýr en skiptir svo um kyn. Mynd / Hafrannsóknastofnun
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Volkswagen Amarok
Glæsilegur pallbíll með 3.0 lítra, V6 dísilvél. Hann er með fullkomnu 4Motion órhjóladri og dráttargetan er 3.500 kg.
Búnaður Amarok er einstaklega ríkulegur en Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls.
100% Pallbíll
100% kraftur
EINSTAKT TILBOÐ
Tilboðsverð 7.490.000 kr.
Listaverð 8.360.000 kr. m/dráttarbeisli
Afsláttur 870.000 kr.
*Takm
arkað m
agn.
Bændablaðið
Auglýsingar 56-30-300
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
Vantar þig
heyrnartæki?
Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið.
Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu
víðs vegar á landsbyggðinni. Í janúar bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum:
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Akranes | Akureyri | Blönduós | Borgarnes | Egilsstaðir | Reykjanesbær
Saurárkrókur | Siglufjörður | Selfoss