Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 2

Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 20202 Búnaðarþing 2020 verður haldið í Bændahöllinni 2. og 3. mars næst­ komandi. Meðal mála á dagskrá eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál, umhverfismál og málefni Velferðar sjóðs BÍ. Á þinginu verður lagt til að mótað verði nýtt skipulag á félagskerfi landbúnaðarins til að auka skil­ virkni og bæta nýtingu fjármuna. Markmiðið er einnig að ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda um félagskerfið og auka þannig slagkraft hagsmunagæslunnar. Jafnframt að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og fagmennsku í landbúnaði. Drög að jafnréttisstefnu Með jafnréttisáætlun vilja Bænda­ samtök Íslands stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla í félagskerfi sínu, með því að ryðja úr vegi hindr­ unum sem geta verið á vegi kvenna og karla. Áætluninni er ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og tryggja sambærilega möguleika fyrir alla starfsmenn. Auknu jafn­ rétti fylgja ný verkefni, meiri stöð­ ugleiki og aðdráttarafl fyrir nýtt starfsfólk. Stjórnendur og starfs­ fólk taka höndum saman og vinna markvisst að jafnrétti með hagsmuni allra í huga. Lífrænn landbúnaður Lögð verður fram tillaga um drög að opinberri stefnumótun fyrir líf­ rænan landbúnað á Íslandi, þar sem markmiðið er að leggja grunn að stefnu fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi. Að leggja mat á möguleika lífræns landbúnaðar til útbreiðslu hér á landi og skilgreina markmið þar um. Í greinargerð með tillögunni segir að staðan í loftslagsmálum knýi á um breytingar í landbúnaði en hér á landi vegur hvað þyngst nauðsyn þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem allur er innfluttur. Jafnframt verði að bæta nýtingu búfjáráburðar og auka notkun annarra lífrænna áburðargjafa af ýmsu tagi. Velferðarsjóður BÍ Í tillögu um Velferðarsjóð BÍ er farið fram á að reglum sjóðsins verði breytt þannig að einstök bú­ greinafélög geti sótt um styrki til að fara í fyrirbyggjandi verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir tjón á afurðum og búfé. Styrkir til einstakra búgreina­ félaga geti aldrei orðið hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem viðkomandi búgrein átti inni í B­deildinni þegar sjóðurinn var stofnaður. Þingið hefst klukkan 10.30 með skýrslu formanns og fram­ kvæmdastjóra BÍ og umræðum um fjármál en formleg setningar­ athöfn verður í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 12.00, mánudaginn 2. mars. /VH FRÉTTIR TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Ólympíuleikarnir í matreiðslu: Íslenska kokkalandsliðið komst á verðlaunapall í Stuttgart Íslenska kokkalandsliðið komst á verðlaunapall á Ólympíuleikum landsliða í matreiðslu. Var tilkynnt um úrslitin á viðburði á lokadegi mótsins í gær, sem haldið var í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni. Norðmenn eru Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfur. Keppnisdagarnir voru tveir hjá íslenska liðinu og fékk það gullverðlaun út úr þeim báðum. Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. Einnig eru veitt silfur­ og bronsverðlaun í næstu gæðaflokkum þar fyrir neðan. Heildarstigafjöldinn segir síðan til um endanlega röð liðanna. Frábær leiðsögn Sigurjóns þjálfara Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er landsliðskona og varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem heldur utan um rekstur og starfsemi kokkalandsliðsins. Hún segir að í fyrsta skipti hafi verið keppt í keppnisgreininni Chefs table, svo það var ekki alveg á tæru við hverju ætti að búast. „En liðið hefur verið mjög duglegt að æfa undir frábærri leiðsögn þjálfarans Sigurjóns [sem er Kokkur ársins 2019]. Þetta er ungt lið og mjög metnaðarfullt svo ég held að við getum verið einstaklega stolt af þeim. Liðsheildin, samvinnan og gleðin í hópnum hefur vakið eftirtekt margra hérna á Ólympíuleikunum. Það verður alveg svakalega spennandi að fylgjast með þeim áfram. Við viljum líka koma kæru þakklæti á framfæri til þeirra sem hafa staðið þétt við bakið á okkur, eins og Íslandsstofu og Ísey Skyr, en við notuðum skyrið í báðum keppnisgreinum hérna úti,“ segir Fanney Dóra. Farsælt lið á undanförnum árum Liðið hefur á síðustu árum verið farsælt og unnið til gullverðlauna í ýmsum keppnum, sem hefur komið því í stöðu eins fremsta kokkalandsliðs í heimi. Besti árangur landsliðsins fyrir Ólympíu leikana nú var fimmta sætið á heimsmeistaramótinu árið 2014 í Lúxemborg, en besti árangur á Ólympíuleikum var níunda sætið árið 2016 í Erfurt, Þýskalandi. Á laugardaginn var fyrri keppnis­ dagurinn og þá var framreiddur sjö rétta hátíðarkvöldverður (Chef‘s table fyrir tíu manna borð – og tvo dómara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöldverðurinn stæði saman af fiskréttafati, pinnamat, vegan­rétti, lambakjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr. Á mánudaginn vann liðið svo aftur til gullverðlauna fyrir heita matinn (hot kitchen). Þá var eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðli fyrir 110 manns. Íslenskt hráefni var þar í aðalhlutverki; meðal annars íslensk bleikja, íslenskt lamb og skyr. Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir. Um 2.000 af færustu matreiðslu­ meisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu. /smh Búnaðarþing 2020: Félagsmál landbúnaðarins í brennidepli Bleikjan sem var í forrétt í heita matnum, með svartrót, gúrkubolla, bleikjusalati, bleikjuhrognum og kremaðri fiskisósu. Heiti maturinn. Lambahryggvöðvi, með gljáðri gulrót, grænerturagú, kartöflu- og brioche-pressu og lambasoðsósu. Eftirrétturinn. Kirsuberjafyllt súkku- laði mús með Ísey skyr ganache, hvítri súkkulaðiköku og saltri karamellusósu. Íslenska kokkalandsliðið náði frábærum árangri. Myndir / Kokkalandsliðið – Snorri Victor Gylfason Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, landsliðskona og varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara. Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir í undirbúningi fyrir heita matinn. Bænda Facebook

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.