Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202022 TÆKNI&VÍSINDI Vistkerfi neðansjávar þar sem tilraunir eru gerðar á ræktun grænmetis og ávaxta í verkefninu Nemo´s Garden. Myndir / Ph Skull Photos Landbúnaður stundaður neðansjávar Árið 2012 fékk kafarinn og garð­ yrkjuáhugamaðurinn Sergio Gamberini, eigandi fyrirtækis­ ins Ocean Reet Group, hugmynd að því að rækta kryddjurtir neðan sjávar á sjálfbæran hátt. Í byrjun hugsaði hann um basil­ kryddjurtina, sem er mest notuð í pestó, og úr varð að hann hóf tilraunir sínar neðansjávar undir merkjunum Nemo´s Garden. Eins og flestar kryddjurtir þarf basil verndað umhverfi í sól með vel ræstum jarðvegi og stöðugt og jafnt hitastig. Sergio hófst handa með aðstoð félaga sinna í Ocean Reet Group og sökkti gegnsæju lífríki 20 fetum fyrir neðan yfirborð sjávar, fyllti þau með lofti og síðan hófst tilraunaverkefnið með ræktun neðansjávar. Ekkert skordýraeitur Með kerfi sínu sá Sergio fyrir sér að það gæti komið í stað erfiðleika við notkun á skordýraeitri en hið lokaða vistkerfi sem myndast inni í lífríkinu er vel verndað gegn árás sníkjudýra. Hann notar því ekkert skordýraeitur við framleiðsluna og er hið vistfræðilega umhverfi lokað fyrir vatni sjávar sem kemur í veg fyrir truflun á vistkerfi þess síðar­ nefnda. Þegar kemur að gróður­ áburði er náttúrulegum vökva bætt í mismunandi undirlög eða í vatns­ aflskerfin til að gefa eitt eða fleiri næringarefni til plantnanna, sem er nauðsynlegt fyrir vöxt þeirra. Mismunandi tegundir grænmetis Sergio kannar nú möguleikann á því að framleiða áburð úr þör­ ungum beint úr sjónum þar sem neðansjávar­garðyrkjuræktunar­ stöðinni er komið fyrir. Endurbætur í stjórnun vatns fyrir landbúnað eru kjarnaefni verkefnisins Nemo´s Garden. Vegna hitastigsbreytinga á loftinu innan vistkerfisins og sjáv­ arvatnsins umhverfis þess gufar vatnið upp á botni vistkerfisins og þéttir auðveldlega innra yfir­ borðið. Þar sem stöðin neðansjávar þarf vatn utan frá til að virka fyrir plönturnar óskar Sergio eftir að vera með sínar stöðvar sem lengst frá öðrum stöðvum sem þurfa ferskvatn, eins og eldisstöðvar fyrir fisk sem dæmi. Enn sem komið er eru ákveðnar takmarkanir við verk efnið og hvað sé hægt að rækta neðansjávar og því er Sergio enn á tilraunastigi með hugmynd sína en þróar sig áfram með mismunandi tegundir grænmetis og ávaxta eins og staðan er í dag. /ehg Sergio og teymi hans kanna nú hvernig ræktun jarðarberja kemur út neðansjávar. Vistkerfið, sem sökkt er 20 fetum fyrir neðan yfirborð sjávar, fær góða loftun en áskoranir eru að koma ferskvatni inn á stöðvarnar. Vetnisknúna ofursnekkjan AQUA þykir afar sérstök í útliti og á að verða 376 fet að lengd. Myndir / Sinot Yacht Argitecture & Design Vetnisknúin ofursnekkja Fréttir af 376 feta vetnis knúinni ofur­ snekkju hafa flogið um netmiðla að undan­ förnu þar sem fullyrt er að Bill Gates, stofnandi Microsoft, hafi lagt 600 milljónir dollara í smíðina og skipið sé hannað af Sinot Yacht Arcitecture & Design og Lateral Naval Architects. Sagan um aðkomu Bill Gates að málinu mun þó ekki vera alls kostar rétt, en hugmyndin að smíði vetnis­ snekkju er þó sönn og var hug­ myndin kynnt á ofursnekkjusýn­ ingu í Mónakó í fyrra. Sinot Yacht Arcitecture & Design, eða SINOT eins og fyrirtæk­ ið er kallað í daglegu tali, sendi frá sér yfirlýsingu þann 10. febrúar þar sem þvertekið er fyrir að fyrirtækið hafi gert samning við Bill Gates um sölu á vetnisknúinni snekkju sem nefnd er Aqua. Eigi að síður var hugmyndin að slíkri snekkju kynnt á bátasýningunni Monaco Yacht Show 2019. Í yfirlýsingu Sinot er skýrt tekið fram að vetnisverkefnið Aqua sé ekkert tengt Bill Gates, né öðrum honum tengdum. Sinot hafi heldur engin viðskiptatengsl við Bill Gates. Hins vegar er líka tekið fram að Aqua­verkefnið sé í vinnslu. Ætlunin sé með því að skapa betri framtíð í skipasmíði og eru áhuga­ samir viðskiptavinir hvattir til að skoða verkefnið. Byggt á takmarkalausu ímyndunarafli Í Forbes var umfjöllun um málið þann 9. febrúar síðastliðinn. Þar segir að kynningin á 376 feta langri, vetnisknúinni ofursnekkju [superyacht] frá SINOT, sem nefnd er AQUA, hafi vakið mikla athygli á sýningunni í Mónakó. Var þar byggt á takmarkalausu ímyndunarafli í hönnun. Snekkjan sé þó tiltölu­ lega lítil að mati Forbes, ef miðað er við að mögulegur kaupandi sé ofurmilljarðamæringur með mikla framtíðarsýn, ástríðu, reynslu og hugrekki til að fara út í að byggja upp vetnisknúna ofursnekkju sem aldrei hafi verið gert áður. Hins segir að það líti út fyrir að hönnuðurinn Sander Sinot hafi hugsanlega fangað eldingu í flösku þegar honum datt þetta í hug. „Í hverju verkefni skora ég á teymið mitt og sjálfan mig að gera betur en við höfum nokkru sinni gert áður,“ útskýrir Sinot. „Við þróun AQUA fengum við innblástur frá lífsstíl hyggins, fram­ sýns eiganda, um að nýta fjölhæfni vatns og nýjustu tækni til að sameina það í 376 feta ofursnekkju sem drifin yrði af fljótandi vetni og efnarafal. Þar yrði stuðst við byltingar­ kennda tækni, svo og góða hönnun og fagur­ fræði.“ Raforka framleidd úr vetni sem knýr allan búnað skipsins Raforkan, sem fram­ leidd er úr vetninu með efnarafal, verður bæði notuð til að knýja skrúfu snekkjunnar sem og allan annan búnað í skipinu. Stórar rafhlöður verða einnig um borð til að beita til orkumiðlunar þegar á þarf að halda. Með því að framleiða raforku með efnarafal og nýta rafmót­ ora til að snúa skipskrúf­ unni, þá verður skipið eins hljóðlátt og mögulegt er. „Ímyndaðu þér AQUA úti á rúm­ sjó að ryðja frá sér vatni með vatni,“ segir Sander Sinot. „Með 17 hnúta hraða og drægni upp á um 3.750 sjómílur gæti AQUA verið í fararbroddi ofur­ snekkjanna.“ Forbes segir að það sé frekar auðvelt að ímynda sér að Bill Gates sé nokkuð spenntur fyrir svoleiðis hugmynd. Eins og sjá má á myndum sem teiknaðar hafa verið af AQUA eru nýjungar ekki bara bundnar við vélarrúmið. Svíta eigandans, sem tekur við fremri hluta efri þilfarsins, er staðsett á opnu svæði með sam­ tengdum rýmum sem skipt er upp með fíngerðu tréverki. Stórir gluggar veita ótrúlegt útsýni og nátt­ úrulega birtu inni í skipinu. /HKr. Líklega gæti metnaður milljarðamæringa með fulla vasa fjár gert smíði vetnisknúinnar ofursnekkju að veruleika. Ekki dónalegt fyrir eigandann að geta setið á bak við gler frammi í stafni snekkjunnar, sötrandi dýrustu rauðvín á siglingu inn í sólarlagið. Allt til alls og sundlaug með fossum á dekkinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.