Bændablaðið - 20.02.2020, Side 28

Bændablaðið - 20.02.2020, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202028 UTAN ÚR HEIMI Um 70% af innflutningi Dana á soja ógnar regnskógum Ný skýrsla frá háskólanum í Kaupmannahöfn sýnir að Danir flytja inn um 70% af hefð­ bundnu soja sem er ekki vottað til Danmerkur til dýraeldis en nú fá kaupendur þess skýr skilaboð þar í landi um að þeir verði að breyta til í skipulagi sínu því soja sem flutt er til landsins ógnar regnskógum heimsins. Einungis 20% þess soja sem flutt er inn til Danmerkur er vottað. „Neytendur hafa óskað eftir sjálfbærari framleiðslu á matvörum, eins og kaffi og kakó, og hafa mat- vælaframleiðendur og kaupendur farið fram á að bæta framleiðslu á pálmaolíu til ábyrgari vegar. Nú er hins vegar mikill áhugi á og krafa um að það sama gerist þegar kemur að soja,“ segir lektor og höfund- ur skýrslunnar, Aske Skovmand Bosselmann. Að hans sögn er líklegt að stór hluti þess soja sem Danmörk flytur inn komi frá regnskógum sem sífellt verða fyrir barðinu á nútíma- kröfum eins og í Brasilíu. Þau þrjú hundruð þúsund tonn af soja sem Danmörk flytur inn í gegnum RTRS- samninga er í raun ekki vitað með fullvissu hvaðan koma. Vegna skorts á rekjanleika er erfitt að vita um upphaf þess soja sem flutt er inn til landsins. Margir kostir eru þó við samningana sem notast er við, eins og að þeir tryggja að framleiðendur fái réttar greiðslur og komið er í veg fyrir háan flutningskostnað. /ehg - landbrugsavisen Stóraukin sojaræktun er meginástæða fyrir eyðingu regnskóga Brasilíu. Um 80% af soja sem ræktað er á Ama- son-svæðinu fer til dýraeldis en annað til sojaolíugerðar og manneldis. Um 24–25 milljónir hektara eru sagðir fara undir sojarækt á Amasonsvæðinu, sem mun vera sú næstmesta í heiminum í dag. Mynd / BioMar Metútflutningur var á svína kjöti frá Bandaríkjunum á síðasta ári samkvæmt tölum Kjöt­ útflutningssambands Banda­ ríkjanna (US Meat Export Ferer­ ation ­ USMEF). Það á bæði við um verð fyrir afurðirnar og magn svínakjöts. Samkvæmt tölum USMEF var flutt út svínakjöt fyrir 6,95 millj- arða dollara, sem er 9% aukning á milli ára. Þá jókst útflutningurinn í tonnum talið um 10% og voru flutt út 2,67 milljónir tonna af svínakjöti á árinu 2019. Aukningin á útflutningi til Hong Kong var 89% Greint var frá þessu á vefsíðu Global Meat í síðustu viku. Þar kemur fram að aukningin í framleiðslu og út- flutningi á svínakjöti megi rekja til stóraukinnar eftirspurnar frá Asíu. Eins og kunnugt er hafa Kínverjar, sem eru stærstu framleiðendur heims á svínakjöti, verið í miklum vanda vegna afrísku svínapestar- innar. Þar hefur verið skorin niður framleiðsla sem nemur milljónum tonna. Samkvæmt tölum USMEF jókst útflutningurinn á svínakjöti frá Bandaríkjunum til Hong Kong um 89% á milli ára og verðmæti útflutningsins jukust um 71%. Miklar væntingar um þíðu í tollastríðinu Dan Halstrom, forstjóri USMEF, segir að þrátt fyrir viðskiptahindr- anir milli Bandaríkjanna og Kína og tollastríð, þá hafi viðskiptin við Hong Kong verið ótrúleg. Reiknar hann með að svínakjöts- útflutningurinn haldi áfram að aukast á árinu 2020, sér í lagi ef þíða myndist í samskiptum land- anna í áframhaldandi viðræðum um tollamál. Hann segir þó að út- breiðsla kórónaveirunnar, sem nú er nefnd „COVID-19“. valdi mönnum áhyggjum. Það hafi þó ekki slegið á áhuga manna í Bandaríkjunum á að sinna vaxandi tækifærum í útflutningi á rauðu kjöti inn á Kínamarkað. Líka aukning á Ameríkumarkaði Aðrir markaðir fyrir bandarískt svínakjöt hafa líka verið að vaxa. Þar má nefna Mexíkó, þangað sem útflutningur óx um 10% í magni og 46% að verðmætum. Þá hafi út- flutningur til Suður-Ameríku aukist um 12% að magni til og um 16% hvað verðmæti áhrærir. Eins hafi verið flutt út 4% meira af svínakjöti til Kanada í fyrra og þar var verð- mætaaukning viðskipt anna 5%. /HKr. Nú hefur Q­mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­ samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030. /ehg/Nationen Q-mjólkursamlagið í Noregi: Plastflipinn burt af mjólkurfernunum Metútflutningur var á svínakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2019 – Aukin eftirspurn var frá Asíu og búist við áframhaldandi vexti Bandarískir svínakjötsútflytjendur eru kampakátir yfir góðu gengi á síðasta ári. Bandaríkin: Slök útkoma í útflutningi nautakjöts á árinu 2019 – Vonast eftir árangri af tollaviðræðum við Kína Það er frekar dapurt yfir banda­ rískum nautakjöts framleið­ endum um þessar mundir. Um 2,5% sam dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. Meginástæða minni útflutn- ings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður- Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutn- ings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF). Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukn- ingu á síðasta ári. Þannig jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmæta- aukningu. Miklar vonir eru bundn- ar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjöt- útflutning og ekki síður um útflutn- ing á sojabaunum og mjöli. Þá voru tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. /HKr. Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is Erum að taka niður pantanir í lambamerki Litir: hvítt, gult, grænt, blátt, bleikt, fjólublátt, grátt, appelsínugult Sendum sýnishorn ef óskað er. H ér að sp re nt 2018

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.