Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 30

Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202030 Vinsældir kasjúhneta sem snakks og til matargerðar eru miklar enda hneturnar góðar til neyslu. Uppruni þeirra er í Brasilíu en í dag er ræktun þeirra mest í Víetnam, á Indlandi og í fátækustu ríkjum Afríku þar sem barnaþrælkun og ömurlegar vinnuaðstæður tengjast framleiðslu þeirra. Áætluð heimsframleiðsla á kasjú­ hnetum án hýðis árið 2017 var tæp fjögur milljón tonn. Víetnam er stærsti framleiðandinn með rúm 863 þúsund tonn og Indland í öðru sæti með 745 þúsund tonn. Í þriðja sæti er Fílabeinsströndin í Afríku með 711 þúsund tonn og Indónesía var fjórði stærsti framleiðandi kasjúhneta í heiminum ári 2017 með rúm 222 þúsund tonn samkvæmt FAOSTAD, Tölfræðideild Matvæla­ og landbúnaðarstofnum Sameinuðu þjóðanna. Aðrar þjóðir sem framleiða talsvert af kasjúhnetum eru Afríkuríkin Benín, Grænhöfðaeyjar, Gínea Bissá, Tasmanía og Mósambík, auk þess sem hneturnar eru ræktaðar til framleiðslu í Indónesíu og Brasilíu. Ræktun á kasjúhnetum hefur aukist mikið á Fílabeinsströnd Afríku frá árinu 2014 og landið á skömmum tíma orðið stærsti útflytjandi þeirra í Afríku. Ástæða þessarar miklu ræktunar í landinu er sögð vera ólöglegt skógarhögg til að ryðja land til hneturæktunar og ódýrt vinnuafl sem samanstendur að mestu af konum og börnum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn 411 kíló af nýjum eða þurrkuðum kasjúhnetum með hýði árið 2019. Sama ár var aftur á móti talsvert meira flutt inn af afhýddum, nýjum eða þurrkuðum kasjúhnetum, eða 58 tonn og 234 kíló. Auk þess sem talsvert er flutt inn af kasjúhnetum í tilbúnum réttum og hnetublöndum. Langmestur var innflutningurinn af afhýddum kasjúhnetum árið 2019 frá Víetnam, rúm 40, 5 tonn, en í öðru sæti var Indland með innan við 10% þess magns, eða rúm 3,6 tonn. Anacardium occidentale Talið er að 22 tegundir tilheyri ætt­ kvíslinni Anacardium og eru þær allar upprunnar í trópíska belti Suður­Ameríku. Nokkrar tegundir eru nytjaðar, A. excelsum er ræktuð í Brasilíu og víða til að veita kaffi­ plöntum skjól og A. giganteum til viðarframleiðslu, auk þess sem A. spruceanum þykir fallegt skrauttré og villtar tegundir eins og A. humile og A. rhinocarpuss eru nýttar til átu og lækninga. Sú tegund sem mest er ræktuð kallast A. occidentale og við þekkjum best af hnetunum sem kallast kasjúhnetur. Kasjúa er sígrænt tré sem upp runnið er í strandhéruðum Norðaustur­Brasilíu og nær um 14 metra hæð en er yfirleitt lægra, eða um 6 metrar í ræktun. Tréð er með trefjarót, stofninn stundum beinvaxinn en yfirleitt kræklóttur og með marggreinda og víðfeðma krónu sem getur verið tvisvar sinnum breiðari en hæð trésins. Blöðin stakstæð, gljáandi og með leðurkennda viðkomu, egglaga eða ílöng og heilrennd, 4 til 22 sentímetrar að lengd og 2 til 15 sentímetrar að breidd, ung blöð rauðgræn en verða ljósgræn þegar þau eldast. Blómin mynda mörg hundruð saman ax eða hálfsveip sem getur verið um 26 sentímetra langt. Blómin eru fölgræn í fyrstu en verða rauðleit með auknum þroska, eru með fimm grönnum krónublöðum, 7 til 15 millimetrar að lengd. Geta verið tvíkynja eða bara karlkyns. Frjóvgun fer fram með hjálp skordýra. Aldinið, rautt eða gult og myndast þegar blómbotninn þrútnar út, er 5 til 11 sentímetra langt og kallast kasjúepli. Aldin er með vaxkennda húð, ætt með sætt bragð og angan, ber eitt fræ sem hangir neðan úr því og kallast hneta en er steinaldin í grasafræðilegum skilningi. Fræið grátt og nýrnalaga, tveir til þrír sentímetrar að lengd og um einn sentímetri í þvermál. Fyrir afhýðingu er ljós kjarninn umlukinn tvöfaldri skel sem inniheldur ertandi varnarefni. Fjöldi yrkja og afbrigða eru í ræktun. Öll eiga þau það sammerkt að vera að mestu laus við óværur og vera hraðvaxta. Vegna vaxtarhraðans þykja trén góð til að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu. Víðfeðmasta króna kasjútrés sem vitað er um þekur yfir 7.500 fermetra og finnst í Natal, höfuðborg Rio Grande do Norte í Brasilíu. Kasjútré lifa sjaldnar í meira en 50 ár. Nafnaspeki Ættkvíslarheitið Anacardium er grískt að uppruna og vísar til fræsins. Ana þýðir að vísa upp á við en gardium þýðir hjarta. Tegundarheitið HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Kasjúhnetan sem vildi skoða heiminn Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aldinin eru rauð eða gul að lit og hangir hnetan neðan úr því. Kasjútré eru vindþolin og með víðfeðma krónu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.