Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202040 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Baldur og Sigríður hófu saman búskap á Kirkjuferju árið 2006. Baldur er þar fæddur og uppalinn. Afi hans og amma fluttu á jörðina árið 1948. Baldur tekur við jörðinni af foreldrum sínum. Býli: Kirkjuferja. Staðsett í sveit: Ölfus. Ábúendur: Baldur Guðmundsson og Sigríður Sigfúsdóttir ásamt dætrum sínum fjórum, þeim Vigdísi Þóru, 19 ára, Jónínu, 17 ára, Helgu Guðrúnu, 13 ára og Sigurbjörgu Mörtu, 11 ára. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum sjö í heimili, við sex ásamt einum tilvonandi tengdasyni. Svo eru það hressu hundarnir, þeir Sallý, Týra og Hrappur. Einn köttur sem heitir Mýra. Stærð jarðar? 130 ha að stærð og þar af er 15 ha tún. Gerð bús? Blómlegur hobbíbúskapur með kindum og hestum. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 83 kindur og 30 hesta. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu dagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur hjá okkur í sveitinni gengur þannig vanalega fyrir sig að allir á bænum vakna á virkum dögum um klukkan sjö og borða saman morgunmat. Börnin fara í skólann og aðrir til vinnu utan bús. Þegar líða fer á daginn fara ábúendur að tínast heim og farið er í hesthúsið og fjárhúsið. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast við bústörfin er þegar sauðburður stendur yfir og heyskapur. En leiðinlegast er þegar moka þarf út úr fjárhúsinu. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Færri en betri hross, fleiri kindur en það eru ekki allir sammála í fjölskyldunni með það. Hvaða skoðun hafið þið á félags­ málum bænda? Félagsmál bænda eru í ágætum málum en afkoma bænda mætti vera betri. Hvernig mun íslenskum land­ búnaði vegna í framtíðinni? Hann mun náttúrlega blómstra, því hráefnið er svo gott sem við erum með. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Á útflutningi á ferskum landbúnaðarvörum í gegnum Þorlákshöfn. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Lýsi, mjólk, smjör, piparostur og stundum einn til tveir bjórar. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri eða hryggur með öllu tilheyrandi, þess má geta að kvöldmatartíminn er samveru­ stund fjölskyldunnar á bænum, því þá borða allir saman og fara yfir daginn og hvað þurfi að gera á búinu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar hrúturinn Hannibal tók sig til og reyndi að rota bóndann á bænum með því að stanga hann beint á hausinn. Það gerðist þegar verið var að rýja, en hrúturinn átti einfaldlega ekki að vera viðstaddur. Lambalundir með viskíi og hlynsírópi Lambalundir er hægt að mat­ reiða mjög hratt og þær er hægt að framreiða á séríslenskan hátt, með grænum baunum og rauðkáli, eða sem framandi rétt. Til dæmis er sniðugt fyrir þá sem eru í lágkolvetna mataræði að vefja þeim inn í salat og borða með góðu grænmeti. Lambalundir með viskíi og hlynsýrópi Hráefni › 125 ml hlynsíróp › 75 ml viskí eða annað gott, eins og maltöl › 1 fersk timjangrein (garðblóðberg) › 675 g lambakjöt › 15 m ólífuolía › 1 msk. smjör › 1 skalottlaukur, fínt saxaður › 2 geirar hvítlaukur, fínt saxaðir › Salt og pipar Á glerfati eða í þéttum plastpoka er hlynsírópi, viskíi og timjan blandað saman. Bætið kjötinu við og veltið því vel í kryddleginum. Lokið pokanum. Geymið í kæli í tvær klukkustundir eða yfir nótt. Takið kjötið úr marineringunni og geymið marineringuna. Hendið timjangreininni. Brúnið lambalundirnar í olíu og smjöri í pönnu í um það bil tvær mínútur á hlið fyrir meðalsteikt. Kryddið með salti og pipar. Haldið hita á réttinum. Á sömu pönnu er skalottlaukurinn og hvítlaukurinn karamellseraður. Bætið marineringunni við og sjóðið niður um helming eða þar til vökv­ inn er orðinn að sírópi. Kryddið með salti og pipar. Setjið lambalundirnar aftur á pönnuna og hjúpið þær vel með marineringunni. Berið fram lundir. Berið fram með grænum baunum og kartöflumús. Eða í salatvefjunum hér að neðan: Avókadó- og salatvefjur › Avókadó, tómatur, salat (baby gem) með jalapeno chili › Hráefni fyrir dressingu: › 100 g majónes › 8 stk. graslaukur, fínt saxaðir › ½ búnt steinselja, fínt saxað › ¼ búnt estragonlauf, fínt saxað › safi af 1 ferskri sítrónu › 1 tsk. fisksósa (fæst í asíu krydddhillunni) › klípa sjávarsalt › nýmalaður hvítur pipar eftir smekk › 3 msk. sýrður rjómi › Salat › 2 baby gem salat, stór lauf helminguð › 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga › 2 avókadó, skrælt og skorið í þriggja sentimetra klumpa › safi af einni ferskri sítrónu › 40 ml jómfrúarólífuolía › klípa sjávarsalt › 1 jalapenó eða annað chili, fræhreinsað og skorið í 1 cm bita › 10 stilkar af graslauk, fínt saxaður Aðferð 1. Til að gera dressinguna, blandið þá saman majónes, graslauk, steinselju, estragon, sítrónusafa, fisksósu, salti og pipar í blandara og vinnið saman þar til þetta er slétt (hægt að nota þær jurtir sem eru til eða ræktaðar í glugganum með hækkandi sól). 2. Í skál skaltu blanda saman sýrðum rjóma og jurta­ blöndunni og blanda varlega saman. Smakkið til og kryddið og geymið í kæli. Framreiðsla: Þvoið, hreinsið og hristið salatið þurrt í sigti. Afhýðið og saxið laukinn. Skerið avókadóið til helminga, fjarlægið kjarnann, afhýðið og skerið í bita. Skerið tómata í fjórðunga og blandið þeim saman við avókadó, sítrónusafa, ólífuolíu og salt í skál. Steikið kjötið í olíunni þar til það verður fallega brúnt, hægt er að nota hvaða kjöt sem er og jafnvel sjávarfang, skötusel eða rækjur. Raðið nú kjötinu, tómötunum og blöndunni með avókadóinu upp á disk. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Kirkjuferja Fjölskyldan og skiptinemarnir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.